Íþróttir

Pape Mamadou Faye til liðs við Stólana

Fótbolti.net segir frá því að sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye sé genginn í raðir Tindastóls og muni leika með liðinu í 3. deildinni í sumar. Kappinn verður kominn með leikheimild á morgun og gæti tekið þátt í leik Stólanna gegn KFG á sunnudag.
Meira

„Í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist“

Tindastólsmenn spiluðu í Grindavík í kvöld og töpuðu tólfta leiknum sínum í Dominos-deildinni en nú er aðeins ein umferð eftir í Dominos-deildinni. Grindvíkingarnir voru sterkara liðið í leiknum og leiddu nánast allan tímann. „Þetta var áframhald frá síðasta leik gegn Keflavík þar sem við erum bara flatir og í raun eins og menn séu bara að bíða eftir því að tímabilið klárist,“ sagði Baldur Þór, þjálfari Tindastóls, í samtali við Vísi að leik loknum. Lokatölur voru 93-83 fyrir heimaliðið.
Meira

Raul og Quico með liði Tindastóls í sumar

Samkvæmt fréttum á Tindastóll.is hefur knattspynudeild Tindastóls,samið við tvo spænska leikmenn um að spila með karlaliðinu í sumar en strákarnir hefja senn leik í 3. deild. Um er að ræða framherjann Raul Sanjuan Jorda og Francisco Vañó Sanjuan sem er sókndjarfur miðjumaður.
Meira

„Áður en ég vissi af voru allar komnar í kringum mig öskrandi af gleði“

Það var Hugrún Pálsdóttir sem gerði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild og ágætt fyrir þá sem hafa gaman að fótbolta pub-quizzi að muna þá staðreynd. Markið gerði hún eftir hornspyrnu á 36. mínútu og virtist ætla að duga til sigurs en Þróttur jafnaði í uppbótartíma og liðin skildu því jöfn. Hugrún hefur alla tíð spilað fyrir Tindastól, á að baki 117 leiki og hefur skorað 19 mörk. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir markaskorarann í morgun og byrjaði á að spyrja hvernig tilfinningin hafi verið að skora fyrsta mark Tindastóls í efstu deild.
Meira

Súrsætt jafntefli í fyrsta leik Tindastóls í efstu deild

Stólastúlkur tóku á móti liði Þróttar Reykjavík á Sauðárkróksvelli í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu. Sannarlega stór dagur í sögu fótboltans á Króknum, flaggað í bænum af því tilefni, og kannski viðeigandi að bjóða upp snarpa norðangolu á Króknum – enda er Pepsi Max best ískalt. Lið gestanna var meira með boltann í leiknum en lentu undir og allt leit út fyrir að aðdáunarverður varnarleikur Tindastóls dygði til sigurs en gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma. Jafntefli því sanngjörn úrslit.
Meira

Sögulegur leikur framundan á Sauðárkróksvelli

„Leikurinn leggst mjög vel í okkur,“ sagði Guðni Þór Einarsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, í samtali við Feyki í morgun. „Við eigum von á erfiðum leik við spútniklið deildarinnar frá því í fyrra. Lið Þróttar er vel skipulagt og hefur góða leikmenn í sínum röðum. Þessum leik höfum við beðið með eftirvæntingu í nokkra mánuði og við erum tilbúin og stemmningin er virkilega góð í hópnum, einbeiting í bland við spennu.
Meira

Pepsi Max deildin: „Við elskum að vera underdogs“

„Já, að sjálfsögðu! Þetta hefur verið okkar markmið til lengri tíma og nú rætist draumurinn,“ segir Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, þegar blaðamaður Feykis spyr hana hvort það sé komin spenna í hópinn hjá Stólastúlkum en liðið spilar fyrsta leikinn í Pepsi Max deildinni í kvöld, miðvikudaginn 5. maí, og hefst leikurinn kl. 18:00 á gervigrasinu á Króknum. Það er því full ástæða til að taka púlsinn á fyrirliðanum farsæla.
Meira

Grunnskóli austan Vatna sigraði í sínum riðli í Skólahreysti

Fyrstu tveir riðlar Skólahreysti fóru fram í gær í Íþróttahöll Akureyrar í beinni útsendingu á RÚV. Í fyrri riðli öttu kappi átta skólar af Austur- og Norðurlandi og þar mætti m.a. Grunnskóli austan Vatna sem gerði sér lítið fyrir og sigraði.
Meira

Lið Ármanns hafði sigur í Síkinu

Síðasti heimaleikur Stólastúlkna í 1. deild kvenna fór fram í kvöld en þá kom lið Ármanns í heimsókn. Leikurinn var jafn lengstum en slök hittni Tindastóls í fjórða leikhluta vóg ansi þungt í lokin þrátt fyrir ágætan varnarleik. Það fór svo að gestirnir að sunnan tóku stigin tvö og unnu, 61-70.
Meira

Acai allra meina bót

Síðasta púsl í heimsmynd Kormáks Hvatar þetta sumarið hefur verið fundið og fellur sérlega vel að restinni. Skrifað hefur verið undir samninga við varnarmanninn Acai Elvira um að binda saman vörnina í sumar og kemur hann til móts við félaga sína nú innan skamms.
Meira