Gróska í starfsemi Golfklúbbs Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Aðsendar greinar
25.06.2020
kl. 08.03
Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf. Félagar í GSS eru um 200 talsins. Afmælisrit kemur út í vikunni með fjölbreyttu efni. Meðal annars er ágrip af sögu klúbbsins, viðtöl við félagsmenn, greinar o.fl.
Meira