Íþróttir

Aðalfundur UMFT verður rafrænn

Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, sem vera átti í Húsi frítímans miðvikudaginn 31. mars, verður haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20. Hlekkur inn á fundinn verður auglýstur síðar.
Meira

Dom bætist í hóp Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Dominique Bond-Flasza, jamaíska landsliðskonu, um að spila með kvennaliði Tindastóls í Pepsi Max-deildinni í sumar. Dom hefur spilað 17 landsleiki fyrir Jamaíka (Jamaica Reggea Girlz) og þá hefur hún spilað í efstu deild í bæði Hollandi og Póllandi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, segir miklar vonir bundnar við Dom. „Hún fékk góð meðmæli fyrrum þjálfara ásamt því að hafa spilað á ferlinum með tveimurlandsliðskonum Íslands sem gáfu henni góð orð,“ tjáði Óskar Smári Feyki nú í hádeginu.
Meira

Stór sigur á Héraðsbúum í Síkinu

Þó staða Tindastóls í Dominos-deildinni sé kannski ekkert til að hrópa húrra yfir þá verður að viðurkennast að deildarkeppnin hefur sjaldan verið skemmtilegri. Í gærkvöldi tók lið Tindastóls á móti spræku liði Hattar frá Egilsstöðum og áttu margir von á erfiðum leik. Sem reyndist raunin en Stólarnir voru engu að síður betra liðið og nældu í stigin tvö sem ættu í það minnsta að fara langt með að tryggja sæti í efstu deild. Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik en Stólarnir höfðu yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og nældu í stigin mikilvægu. Lokatölur 90-82.
Meira

Markaveislur í Lengjudeild karla

Karlaliðin tvö af Norðurlandi vestra, Tindastóll og Kormákur Hvöt, sprettu úr spori í gær í Lengjubikarnum. Stólarnir náðu í sín fyrstu stig með fínum sigri gegn liði Kára frá Akranesi, 4-1, en Húnvetningar fengu skell gegn Úlfunum þar sem liðið laut í gras, 7-4, eftir að hafa verið yfir, 1-4, í hálfleik.
Meira

Slæmur skellur gegn sprækum Njarðvíkurstúlkum

Lið Njarðvíkur er að spila hvað best liðanna í 1. deild kvenna og þær reyndust allt of sterkar fyrir lið Tindastóls sem heimsætti gossvæðið suður með sjó í gær. Stólastúlkur sáu ekki til sólar í fyrri hálleik en í hálfleik var dagskráin búin, staðan 47-16. Heldur náðu gestirnir að stíga betur á móti í síðari hálfleik en það dugði skammt að þessu sinni. Lokatölur 94-42.
Meira

Tap gegn Íslandsmeisturum Blika

Kvennalið Tindastóls í fótboltanum mætti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í hádeginu í gær en spilað var í Kópavogi. Það kom svo sem ekki á óvart að meistaraliðið var töluvert sterkara liðið í leiknum en eftir erfiða byrjun í leiknum náðu Stólastúlkur áttum og vörðust ágætlega í síðari hálfleik. Lokatölur voru 4-1 fyrir Breiðablik.
Meira

Tryggvi hættur hjá Kormáki/Hvöt

Tryggvi Guðmundsson, sem nýlega var ráðinn þjálfari sameinaðs knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar í 4. deildinni, hefur verið leystur undan samningi eftir því sem fram kemur á Fótbolti.net. Tryggvi var ekki skráður á skýrslu þegar Kormákur/Hvöt tapaði 7-4 gegn Úlfunum í gær.
Meira

Stólar leika gegn Breiðabliki

Stólastelpur leika nú við stöllur sínar í Breiðablik á Kópavogsvellinum í Lengjubikar kvenna 2021. Leikurinn hófst kl. 13 og þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður er staðan 2-0 fyrir heimastúlkur.
Meira

Þrír lykilmenn skrifa undir hjá Tindastól

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur samið við þrjá lykilmenn fyrir átökin í 3. deild Íslandsmótsins í sumar. Þetta eru þeir Konráð Freyr Sigurðsson, Fannar Örn Kolbeinsson og Sverrir Hrafn Friðriksson.
Meira

Stólarnir lágu í valnum og nályktin eykst í botnbaráttunni

Valur og Tindastóll áttust við í Dominos deild karla í Origo-höllin á Hlíðarenda í gærkvöldi. Mikið var undir hjá báðum liðum sem sátu í 8. og 9. sæti með jafnmörg stig og ljóst að með sigri næði viðkomandi að hífa sig upp úr botnbaráttunni og vel inn í hóp þeirra átta sem fara í lokakeppni Íslandsmótsins. Svo fór að eftir spennandi lokamínútur höfðu heimamenn betur með 90 stigum gegn 79 stigum Stóla og tylltu sér fyrir vikið í 6. sætið en Stólar sitja eftir og verma það níunda með 12 stig.
Meira