Fyrsti sigur Stólastúlkna í Pepsi Max og hann var sanngjarn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.05.2021
kl. 17.04
Hversu gaman ætli það sé að vinna leik í Pepsi Max deildinni? Það er örugglega eitthvað sem Stólastúlkur hafa verið búnar að láta sig dreyma um lengi og í dag – í öðrum leik Tindastóls í Pepsi Max – rættist draumurinn. Það voru Blikabanarnir í liði ÍBV sem mættu á Krókinn og efalaust voru Eyjastúlkur fullar af sjálfstrausti eftir sigurinn á Íslandsmeisturum Breiðabliks í síðustu umferð. En þær komust lítt áleiðis í dag gegn heilsteyptu og einbeittu Tindastólsliði sem ætlaði sér stigin þrjú frá fyrstu mínútu. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól og sigurinn var sanngjarn.
Meira
