Sterkur sigur Stólastúlkna í Víkinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.07.2020
kl. 23.52
Það bættust þrjú stig í sarpinn hjá kvennaliði Tindastóls í kvöld þegar liðið vann sterkan sigur á ágætu liði Víkings í Lengjudeildinni. Leikið var í höfuðborginni og hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleik en í þeim síðari gerði lið Tindastóls tvö mörk og sigraði því 1-3. Að sögn Guðna Þórs Einarssonar þjálfara eru Stólastúlkur ánægðar með stigin þrjú á erfiðum útivelli. „Þetta var ekkert endilega fallegasti sigurinn en okkur gæti ekki verið meira sama,“ sagði Guðni í spjalli við Feyki.
Meira