Íþróttir

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum

Lið Kormáks Hvatar tók á móti Hömrunum frá Akureyri í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla en leikið var á Sauðárkróksvelli í dag. Eftir góða byrjun urðu Húnvetningar að bíta í það súra epli að fá á sig þrjú mörk í síðari hálfleik og tapaðist leikurinn 2-3. Lið Kormáks Hvatar því úr leik þetta sumarið.
Meira

Stelpurnar með góðan sigur á liði Stjörnunnar í Síkinu

Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Garðbæingar fóru illa með Stólastúlkur á sínum heimavelli fyrr í vetur en ófaranna var hefnt því lið Tindastóls átti ágætan leik og sigraði 83-66 eftir að hafa haft yfirhöndina nær allan leikinn.
Meira

Völsungur hafði betur í Mjólkurbikarnum

Tindastóll og Völsungur mættust í kvöld á Sauðárkróksvelli en um var að ræða leik í fyrstu umferð í Mjólkurbikars karla. Gestirnir spila deild ofar en Stólarnir og mátti því reikna með erfiðum leik fyrir heimamenn og sú varð raunin. Húsvíkingar voru talsvert sterkari á svellinu en Tindastólsliðið varðist ágætlega framan af leik. Tvö mörk gestanna í síðari hálfleik þýddu að Stólarnir eru úr leik í Mjólkinni.
Meira

Fjalirnar fundnar og Þórsurum pakkað saman

Það virðist sem Tindastólsliðið hafi bæðið fundið sparifötin og fjalirnar góðu í nýafstaðinni kófpásu því spútnikliði Akureyringa var sökt með dúki og disk í glimrandi körfuboltaveislu í Síkinu í kvöld. Leikmenn Tindastóls höfðu fram að þessu ekki unnið leik sannfærandi í vetur, endalaust strögl og andleysi að hrjá liðið, en það var annar og betri bragur á liðinu í kvöld því þó svo að Pétur og Tomsick hafi staðið upp úr þá voru allir að skila sínu. Gamli góði liðsbragurinn virtist hafa dúkkað upp á ný. Lokatölur? Jú, 117–65!
Meira

Feiknaaðsókn á körfuboltanámskeið á Húnavöllum

Körfuboltaskóli Norðurlands hélt námskeið í Húnavallaskóla 17. apríl síðastliðinn en vegna Covidáhrifa hafði því verið frestað áður. Helgi Freyr Margeirsson, rektor Körfuboltaskólans, segir að náð hafi að skjóta inn námskeiði rétt fyrir sauðburð áður en álagið á mörgum bæjum í sveitinni eykst og minni tími gæfist til að sækja námskeið. Körfuboltaskólinn gaf svo skólanum fjóra bolta fyrir yngsta aldurshópinn sem væntanlega verða nýttir vel.
Meira

Akil Rondel Dexter DeFreitas til liðs við Kormák Hvöt

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur fengið til liðs við sig Akil DeFreitas, sem mun auk þess að skelfa varnarmenn andstæðinganna vera Ingva Rafni Ingvarssyni þjálfara til aðstoðar. Hér er á ferðinni leikmaður með mikla alþjóðlega reynslu sem mun nýtast liðinu vel innan vallar sem utan.
Meira

Tíu þúsundasti gesturinn mætti í Stólinn í gær

Í gær náðist sá merki áfangi á skíðasvæðinu í Tindastóli að tíu þúsundasti gestur vetrarins mætti á svæðið. Var honum vel fagnað, skellt var í flugeldatertu og að sjálfsögðu var viðkomandi verðlaunaður. „Þetta er stór afrek hjá okkur á svæðinu en þetta er stærsti vetur frá upphafi skíðasvæðisins,“ segir Sigurður Hauksson staðarhaldari í Stólnum.
Meira

Knattspyrnudeildin fær góða gjöf frá Þ. Hansen

Í gær afhenti Jóhannes Þórðarson, fyrir hönd Þ. Hansen ehf., knattspyrnudeild Tindastóls veglega gjöf í tilefni af þeim frábæra árangri sem meistaraflokkur kvenna náði síðastliðið sumar. Gjöfin var svokölluð VEO myndavél sem nýtist til að leikgreina æfingar og leiki. Allir flokkar knattspyrnudeidar geta nýtt sér búnaðinn en kvennaliðið hefur þó forgangsrétt – enda í efstu deild.
Meira

Tap í fyrsta æfingaleik eftir kófpásu

Stólastúlkur halda áfram að undirbúa sig fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni. Eftir þriggja vikna kófpásu hófust æfingar á fullu nú í vikunni og í dag fengu stelpurnar spræka Seltirninga í heimsókn en lið Gróttu spilar í 1. deildinni. Þær reyndust engu að síður sterkara liðið í dag og unnu sanngjarnan 1-3 sigur.
Meira

Ingvi Rafn ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Ingva Rafn Ingvarsson sem spilandi þjálfara liðsins leiktímabilið 2021 í stað Tryggva Guðmundssonar sem leystur var undan samningi fyrir stuttu. Í tilkynningu frá ráðinu segir að Ingva þurfi ekki að kynna í löngu máli fyrir íþróttaaðdáendum á Norðurlandi vestra, enda meðal leikja- og markahæstu leikmönnum í sögu Kormáks Hvatar.
Meira