Stórsigur á Stjörnunni í fyrsta æfingaleik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.05.2020
kl. 11.32
Fótboltaþyrstir fá nú loks svalað þorsta sínum eftir samkomubann og tilheyrandi kórónuveiruklásúlur. Í gærkvöldi spilaði kvennalið Tindastóls fyrsta æfingaleik sumarsins og fór hann fram í Garðabæ þar sem gestgjafarnir voru Stjörnustúlkur. Þær reyndust ansi gestrisnar því lið Tindastóls gerði sex mörk en lið Stjörnunnar ekkert.
Meira