Íþróttir

Vörn Tindastóls gaf sig í síðari hálfleik

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá heimsóttu strákarnir lið Augnblika í Fífuna í Kópavogi en bæði liðin eru í 3. deild Íslandsmótsins. Liðin leika í 3. riðli B-deildar og samkvæmt leikskýrslu voru 30 áhorfendur á leiknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik gaf vörn Stólanna sig í síðari hálfleik og gerðu Kópboys þá fjögur mörk. Lokatölur 4-0.
Meira

„Liðið alltaf að taka lengri og lengri skref í rétta átt“

Pepsi Max-deildar lið Tindastóls lék í Lengjubikarnum í gær en þá heimsóttur stelpurnar lið Stjörnunnar á Samsung-völlinn í Garðabæ. Bæði lið höfðu tapað í fyrstu umferð og því reiknað með spennandi leik. Stjörnustúlkur komu hins vegar ákveðnar til leiks eftir að hafa verið undir í hálfleik og unnu sanngjarnan 3-1 sigur.
Meira

Loksins sigur Stólastúlkna í Síkinu

Það var leikið í 1. deild kvenna í gær en þá mætti b-lið Fjölnis í Síkið og mættu liði Tindastóls sem hefur átt undir högg að sækja upp á síðkastið. Lið gestanna var yfir í hálfleik en eftir sérkennilegan þriðja leikhluta náðu Stólastúlkur yfirhöndinni og náðu með mikilli baráttu að passa upp á forystuna allt til loka og náðu því loks í sigur eftir erfiða eyðimerkurgöngu síðustu vikurnar. Lokatölur 48-40.
Meira

Klásúla í samningi Shawn Glover gerði Tindastólsmönnum erfitt fyrir

Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta það sem eftir lifir tímabil. Flenard lék á síðasta tímabili með Haukum var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls, var ekki annað í stöðunni en semja við annan Bandaríkjamann þar sem óvíst væri með vilja Shawn Glover að klára tímabilið á Króknum.
Meira

Flenard Whitfield í Tindastól?

Karfan.is greinir frá því að Flenard Whitfield hafi samið við Tindastóls um að leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta. Flenard er framherji og hefur áður leikið á Íslandi en hann var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017.
Meira

Ný stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem fram fór í gær var kjörin ný stjórn en erfiðlega hefur gengið sl. tvo aðalfundi að fá fólk til starfa. Þriggja manna stjórn hefur verið við lýði sl. tímabil en nú brá svo við að níu manns gáfu kost á sér í aðal og varastjórn. Siggi Donna næsti formaður.
Meira

Tryggvi Guðmundsson ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Það er með mikilli ánægju að stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar kynnir Tryggva Guðmundsson til leiks sem þjálfara liðsins. Hér er um hvalreka fyrir húnvetnskt íþróttalíf að ræða, þar sem ferilskrá Tryggva er löng og glæsileg. Meðal annars þá er hann markahæsti leikmaður allra tíma í deildarkeppnum á Íslandi, á tugi landsleikja að baki og spilaði með góðum árangri í sterkum liðum í atvinnumennsku erlendis.
Meira

Fimm heimastúlkur til viðbótar skrifa undir samning

Nú nýverið skrifuðu fimm heimastúlkur undir samning við Tindastól um að leika með liðinu í sumar. Að sögn Rúnars Rúnarssonar, fráfarandi formanns knattspyrnudeildar, er um árssamninga að ræða og hafa nú allar þær heimastúlkur sem verið hafa viðloðandi meistaraflokk félagsins síðasta árið skrifað undir samning.
Meira

Ísak Óli varð Íslandsmeistari í sjöþraut í dag

Á síðu Frjálsíþróttasambands Íslands segir frá því að Ísak Óli Traustason, UMSS, hafi sigrað í sjöþrautarkeppninni á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem lauk í Laugardalshölinni í dag. Ísak Óli, sem kjörinn var Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn nú um áramótin, átti frábæra þraut og hlaut 5355 stig sem færði honum gullið en var einnig persónuleg bæting.
Meira

Tap Stólastúlkna gegn liði Ármanns

Leikið var í 1. deild kvenna í körfubolta í gær og fór lið Tindastóls í Kennaraháskólann þar sem þær mættu liði Ármanns. Heimastúlkur náðu yfirhöndinni snemma í leiknum og unnu öruggan sigur þrátt fyrir ágætan endasprett Stólastúlkna. Lokatölur voru 59-52.
Meira