Tap Stólastúlkna í Grindavík
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.10.2020
kl. 11.40
Lið Tindastóls lék á laugardaginn við Grindavíkurstúlkur í 1. deild kvenna í körfubolta og fór leikurinn fram í Grindavík. Gestirnir hófu leikinn ágætlega en lið heimastúlkna skreið fram úr skömmu fyrir hálfleik og lét forystuna ekki af hendi eftir það. Síðustu mínúturnar tóku þær síðan völdin og unnu öruggan sigur. Lokatölur 75-56 fyrir Suðurnesjastúlkurnar.
Meira