Íþróttir

Rúnar Már kominn til CFR Cluj í Rúmeníu

Íslenski landsliðsmaðurinn og Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur komist að samkomulagi við Astana um að rfita samningi sínum við félagið og hefur nú fært sig um set því í framhaldinu skrifaði hann undir tveggja ára samning við rúmenska stórliðið CFR Cluj sem hefur af og til leitt gæðinga sína fram á sparkvelli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.
Meira

Góður sigur gegn Völsungi

Lið Tindastóls og Völsungs mættust í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gær. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur reyndust talsvert sterkari aðilinn og skoruðu tvö mörk í sitt hvorum hálfleik og lokatölur því 4-0.
Meira

Tómt vesen Tindastóls í Sláturhúsinu

Lið Tindastóls var lítil fyrirstaða fyrir sterkt lið Keflavíkur þegar liðin mættust í Sláturhúsinu suður með sjó í gærkvöldi. Stólarnir héldu í við heimamenn í fyrri hálfleik en voru níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Í þriðja leikhluta stigu Keflvíkingar bensínið í botn og Stólarnir virkuðu bæði orku- og ráðalausir. Lokatölur 107-81 og hollingin á okkar piltum ekki par góð.
Meira

Baldur ánægður með leik Tindastóls í gær

Tindastóll sýndi góðan leik er Israel Martin mætti með lærisveina sína í Haukum á sinn gamla heimavöll, Síkið á Sauðárkróki, í gær. Stólar mættu vel gíraðir og tilbúnir í leikinn og létu forystuna aldrei af hendi allt frá upphafi til enda leiksins. Lokatölur 86 – 73. Nikolas Tomsick átti fínan leik í gær og hóf stigaskor Stóla um mínútu eftir að ágætir dómarar blésu til leiks. Um miðjan fyrsta leikhluta höfðu heimamenn bætt við tólf stigum en Haukar aðeins gert tvö og staðan 14:2.
Meira

Vantar fólk í stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn í Húsi frítímans í kvöld fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20:00. Núverandi stjórnarmeðlimir hafa gefið út að þeir láti af störfum og því vantar fólk til að manna nýja stjórn.
Meira

Fylkisstúlkur reyndust sterkari á fótboltasvellinu

Fótboltastelpur Tindastóls léku æfingaleik við Fylki fyrir sunnan sl. sunnudag og urðu að láta í minni pokann gegn þaulreyndu Pepsi Max liði heimastúlkna sem sigraði 5-1. Stólastúlkur sýndu ágæta takta í fyrri hálfleik en lið Fylkis var þó 2-1 yfir í hálfleik. Þær létu svo kné fylgja kviði í síðari hálfleik.
Meira

Sigur í Þorlákshöfn eftir framlengingu

Það má kannski segja að Tindastólsmenn hafi verið komnir með bakið upp að vegg þegar þeir héldu í Þorlákshöfn í gær til að etja kappi við spútniklið Þórsara. Heimamenn voru á hörkusiglingu og höfðu gjörsigrað bæði lið ÍR og KR í leikjunum á undan á meðan Stólarnir hafa hafa verið hálf taktlausir. Það var því heldur betur ljúft að sjá strákana ná sigri eftir framlengdan háspennuleik en lokatölur voru 103-104.
Meira

Sveinbjörn Óli tók þátt í innanfélagsmóti ÍR - Bætti sig í 60m hlaupi og sigraði

Á dögunum var lítið innanfélagsmót haldið fyrir iðkendur ÍR og var það kærkomið á tímum Covid-19. Skagfirðingurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson fékk þátttökurétt þar sem hann æfir með því félagi á meðan hann dvelur fyrir sunnan. Segist hann hafa fengið að fljóta með og keppa og þakkaði pent fyrir sig með því að sigra í 60 metra hlaupi og bætti hann auk þess sinn persónulega árangur.
Meira

Annað erfitt tap Tindastólsstúlkna

Tindastólsstúlkur sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn í dag í 1. deild kvenna í körfubolta. Heimastúlkur náðu snemma yfirhöndinni og stungu raunar gestina af strax í fyrsta leikhluta. Vonandi tekst að styrkja lið Tindastóls von bráðar því það er erfitt að fá ítrekað skelli. Lokatölur voru 90-48.
Meira

Eðalfæri í Tindastólnum

Skíðaáhugamenn gætu gert margt vitlausara en að finna fjalirnar sínar og bruna upp á skíðasvæðið í Tindastólnum en þar er nú klassa skíðafæri og opið til níu í kvöld í blússandi fínu veðri – muna samt að klæða sig vel og ekki gleyma grímunum og passa upp á sóttvarnirnar!
Meira