Íþróttir

Startkaplar óskast á stuðlausa Stóla!

Ágætur sigur gegn Hetti sl. mánudag reyndist gefa falska von um að Stólarnir væru búnir að hysja upp um sig eftir dapurt gengi í fyrstu umferðum Dominos-deildarinnar. Í gær fóru strákarnir okkar norður á Akureyri og því miður voru það heimamenn sem voru baráttuglaðari, betri og meiri töffarar. Eftir ágætan fyrri hálfleik fengu Stólarnir 36 stig á sig í þriðja leikhluta og varnarleikur liðsins efni í sorgarsöngva – eða gamanmál. Leikurinn var engu að síður spennandi allt til loka en niðurstaðan var 103-95 tap gegn Þór Akureyri.
Meira

Kormákur/Hvöt leitar þjálfara

Knattspyrnusumarið 2021 er handan við hornið og nú býðst metnaðarfullum þjálfara tækifæri til að setja mark sitt á það. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar horfir spenntur til sumarsins, þar sem stefnt er að því að gera enn betur en síðustu leiktíðir.
Meira

Keppt verður um VÍS BIKARINN í körfunni

Í dag var Tryggingafélagið VÍS kynnt til sögunnar sem nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og því ljóst að framundan verður barist um VÍS BIKARINN í bikarkeppni KKÍ. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. „KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í dag.
Meira

Helgi Rafn segir Stóla skora nóg og vörnin að smella – Grannaslagur á morgun

Það gengur á ýmsu hjá karlaliði Tindastóls í körfuboltanum, þéttskipuð leikjadagskrá, tómar áhorfendastúkur, ósigrar á heimavelli, vont ferðaveður og flughálir þjóðvegir. Ekki var hægt að ferðast til Egilsstaða sl. sunnudag vegna ófærðar svo leik Stóla og Hattar var frestað um einn dag. Á leiðinni austur vildi ekki betur til en svo að Tindastólsrútan endaði utan vegar og var leiknum af þeim sökum frestað um þrjú korter. Sem betur fer fór hún ekki á hliðina og tjónið því ekkert.
Meira

Tvö stig til Stólanna í sveifluleik á Egilsstöðum

Tindastólsmenn ráku af sér sliðruorðið í kvöld þegar þeir mættu liði Hattar á Egilsstöðum. Leikurinn var ansi kaflaskiptur og Stólarnir spiluðu síðasta stundarfjórðunginn án Shawn Glover sem fékk þá sína aðra tæknivillu. Án hans gerðu strákarnir okkar vel, juku muninn jafnt og þétt á lokakaflanum eftir áhlaup heimamanna og lönduðu mikilvægum sigri. Lokatölur voru 86-103.
Meira

Njarðvíkurstúlkur sterkar í Síkinu

Eftir góðan sigur gegn liði sameinaðra Sunnlendinga (Hamar/Þór Þ) í 1. deild kvenna í körfubolta um síðustu helgi voru Stólastúlkur tæklaðar gróflega í parket í dag þegar fjallgrimmir en góðir gestir úr Njarðvík mættu í Síkið okkar. Heimastúlkur sáu ekki til sólar, frekar en aðrir Skagfirðingar síðustu dagana, og máttu þola stórt tap. Lokatölur 39-77.
Meira

Tindastólsmenn bíða eftir nýjum degi

Þegar ekið er frá Sauðárkróki til Egilsstaða tekur ferðin, sem er 385 kílómetra löng, ríflega fjóran og hálfan tíma ef við gerum ráð fyrir að meðalhraðinn sé 84 kmh. Ef meðalhraðinn er 96 kmh, sem er nota bene ekki löglegur hraði, tekur ferðalagið fjóra tíma. Þá gerum við ráð fyrir að það sé búið að fylla rútuna af bensíni áður en lagt er af stað.
Meira

Ísak Óli valinn Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn

Nú á dögunum fór fram val í íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði en um er að ræða samstarfsverkefni UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var valinn Íþróttamaður ársins, kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, gamla tvíeykið, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, voru valdir þjálfarar ársins.
Meira

Guðni Þór og Óskar Smári þjálfa Stólastúlkur

Gengið var frá samningum sl. sunnudag við nýtt þjálfarateymi kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu sem mun spila í efstu deild í fyrsta sinn í sumar. Teymið skipa þeir Guðni Þór Einarsson og Óskar Smári Haraldsson. Guðni, sem er Króksari, hefur þjálfað kvennalið Tindastóls síðustu þrjú ár í félagi við Jón Stefán Jónsson sem ekki gat haldið áfram þjálfun Stólastúlkna. Guðni fær nú gamlan Tindastólsfélaga til liðs við sig, Óskar Smára, sem líkt og fyrirliði Tindastólsliðsins er frá Brautarholti. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þá félaga eftir undirskrift samninga í Húsi frítímans.
Meira

Tíu Stólastúlkur skrifa undir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls

Síðastliðinn sunnudag skrifuðu tíu heimastúlkur undir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Stúlkurnar skrifuðu undir í Húsi frítímans á Króknum á sama tíma og þjálfarateymið gekk frá sínum samningum. „Ég er gríðarlega sáttur við að búið sé að klára þessar undirskriftir við leikmenn og þjálfara og stefnum við á að klára samninga við restina af hópnum á allra næstu dögum,“ sagði Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, í samtali við Feyki.
Meira