Startkaplar óskast á stuðlausa Stóla!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.01.2021
kl. 09.38
Ágætur sigur gegn Hetti sl. mánudag reyndist gefa falska von um að Stólarnir væru búnir að hysja upp um sig eftir dapurt gengi í fyrstu umferðum Dominos-deildarinnar. Í gær fóru strákarnir okkar norður á Akureyri og því miður voru það heimamenn sem voru baráttuglaðari, betri og meiri töffarar. Eftir ágætan fyrri hálfleik fengu Stólarnir 36 stig á sig í þriðja leikhluta og varnarleikur liðsins efni í sorgarsöngva – eða gamanmál. Leikurinn var engu að síður spennandi allt til loka en niðurstaðan var 103-95 tap gegn Þór Akureyri.
Meira
