Króksamóti frestað um hálfan mánuð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
10.01.2020
kl. 11.02
Til stóð að Króksamótið í körfubolta færi fram á Sauðárkróki á morgun en þar sem færð er ekki upp á marga fiska og veðurspáin ekki sérlega aðlaðandi fyrir morgundaginn þá hefur verið ákveðið að færa mótið aftur um hálfan mánuð. Það er því stefnt að því að krakkar í 1.-6. ekk geti skemmt sér saman í körfu á Króknum þann 25. janúar nk.
Meira