Íþróttir

Tíu marka tryllir suður með sjó

Reynir Sandgerði og Tindastóll mættust í dag í alveg steindauðum [djók] tíu marka trylli suður með sjó í 17. umferð 3. deildar. Leikurinn var eins og tölurnar gefa til kynna alveg bráðfjörugur og sviptingarnar miklar. Stólarnir komust snemma í 0-2 en heimamenn gerðu næstu fjögur mörk. Gestirnir gáfust ekki upp, jöfnuðu leikinn og héldu að þeir hefðu stolið öllum stigunum með marki á 89. mínútu. En þetta var bara þannig leikur að heimamenn hlutu að jafna, sem þeir og gerðu, og lokatölur 5-5.
Meira

Boltaleikir helgarinnar og fréttir af Körfu-Könum – Breyttur leiktími hjá stelpunum

Boltaþyrstir ættu að hafa nóg til að svala þorsta sínum um helgina. Norðlensku liðin í fótboltanum spila þrjá leiki og körfupiltarnir verða í Mathús Garðabæjar-höllinni í kvöld og þangað ættu sveltir stuðningsmenn körfuboltaliðs Stólanna að geta kíkt. Veislan hefst hins vegar klukkan 16:30 í dag þegar karlalið Tindastóls mætir einu af toppliðum 3. deildarinnar, Reyni Sandgerði, á BLUE-vellinum við Suðurgötu í Suðurnesjabæ en strákarnir eru varla búnir í sturtu eftir sigurleikinn gegn Vopnfirðingum sl. þriðjudagskvöld.
Meira

Hildur Heba meistari GSS í holukeppni

Árlega fer fram Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar í holukeppni sem byrjar um miðjan júní og stendur í rúma tvo mánuði en að þessu sinni tóku 22 keppendur þátt. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, er holukeppni skemmtilegt fyrirkomulag og öðru vísi en önnur mót en keppendur eru dregnir saman í upphafi þannig að tveir mætast í hverjum leik.
Meira

Hera Sigrún semur við KR

Hera Sigrún Ásbjarnardóttir sem hefur spilað síðastliðin tvö ár í 1.deild kvenna með Tindastól skrifaði nýverið undir samning við KR sem leikur komandi tímabil í Dominos-deildinni.
Meira

Króksari markahæstur í Kasakstan

Króksarinn Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er nú marka­hæst­ur í úr­vals­deild­inni í Kasakst­an en hann skoraði bæði mörkin fyrir lið sitt, Ast­ana, í útisigri gegn Or­da­ba­sy, 2:1, þegar spilaðar hafa verið sjö umferðir.
Meira

Körfuboltadeild Hvatar stofnuð

Nú nýverið tók gott fólk á Blönduósi sig saman og stofnaði körfuboltadeild innan Hvatar. Formaður deildarinnar er Lee Ann Maginnis en í spjalli við Feyki segir hún meðal annars að stofnendur séu allt mæður barna sem æfðu körfubolta hjá Helga Margeirs (Körfuboltaskóla Norðurlands vestra) síðastliðinn vetur og er stjórnin einungis skipuð konum. Æfingar verða tvisvar í viku í vetur í tveimur aldurshópum.
Meira

„Við höldum áfram að bera okkur saman við bestu liðin á landinu“

Kvennalið Tindastóls í körfubolta fór í Stykkishólm á fimmtudaginn og spilaði gegn liði heimastúlkna í Snæfelli. Leikurinn endaði 87-51 fyrir Snæfell. Þrátt fyrir mikinn mun í lokin þá spiluðu Stólastúlkur oft glimrandi flottan bolta, að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara Tindastóls, og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði á toppnum

Síðastu leikirnir í riðlakeppni 4. deildar fóru fram í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti stríðsmönnum Stokkseyrar. Ljóst var fyrir leik að heimamenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar en með sigri gátu þeir tryggt sér efsta sætið í B-riðli og þá kannski auðveldari mótherja í átta liða úrslitunum.
Meira

Gott golfsumar - Kristján Bjarni Halldórsson skrifar

Góð aðsókn hefur verið að Hlíðarendavelli í sumar. Stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS) lagði áherslu á að laða ferðakylfinga til Skagafjarðar. Það var gert með ýmsu móti, m.a. með fjölgun vinaklúbba og auglýsingum á samfélagsmiðlum. Í byrjun sumars var gefið út 50 ára afmælisrit GSS sem dreift var á heimili og fyrirtæki í Skagafirði. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir styrktu útgáfu ritsins, sem og UMFÍ og SSNV. Félagsmenn eru nú um 200 og bjart framundan.
Meira

Súperdúper Stólastúlkur og meiriháttar Mur

Kvennalið Tindastóls færðist skrefi nær sæti í Pepxi Max-deildinni í gær þegar þær heimsóttu lið Fjölnis í Grafarvoginn. Það er óhætt að fullyrða að Stólastúlkur hafi verið mun sterkari aðilinn í leiknum og á meðan vörnin er eins og virki og Mur heldur áfram að gera hat-trick þá er lið Tindastóls óárennilegt. Lokatölur í dag voru 0-3 og já, Mur gerði þrennu.
Meira