Íþróttir

Gleði og hamingja með að spila keppnisleik aftur

Það er óhætt að fullyrða að síðustu mánuðir hafa verið sérkennilegir fyrir alla. Þeir sem hafa nært sálartetrið á körfubolta í gegnum tíðina eru sennilega orðnir ansi daufir í dálkinn en nú horfir til betri tíma – körfuboltinn er farinn að skoppa og það er leikur gegn KR á fimmtudagskvöldið. Feykir tók púlsinn á Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara karlaliðs Tindastóls.
Meira

Jóhann kjörinn Íþróttamaður USVH

Jóhann Magnússon, knapi í Hestamannafélaginu Þyt, hefur verið kjörinn Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga 2020. Í frétt á vef USVH segir að Jóhann hafi náð góðum árangri í keppnum árið 2020. Hann er í liði í Meistaradeildinni og þess má geta að í sumar keppti hann í mótaröðinni Skeiðleikar, þar sem fljótustu skeiðhestar landsins etja kappi.
Meira

Ekkert gamlárshlaup á Sauðárkróki í ár

Gamlárshlaupið sem haldið hefur verið á Sauðárkróki mörg undanfarin ár og fjöldi manns tekið þátt í, fellur niður að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Árni Stefánsson, sem haldið hefur utan um skipulagningu mótsins, vill þó hvetja fólk til að fara út og hreyfa sig og nýta daginn til góðra hluta, jafnframt því sem hann biður fyrir góðar nýárskveðjur með von um að framtíðin beri mörg fleiri gamlárshlaup í skauti sér.
Meira

Afrakstur Jólamóts Molduxa sem ekki fór fram rúm hálf milljón

Ef allt hefði verið með eðlilegu sniðið þessa jóladaga hefði hið árlega Jólamót Molduxa í körfubolta farið fram í gær, það 27. í röðinni. Þar hefur fjöldi liða tekið þátt og átt saman skemmtilega stund og reynt með sér í íþrótt íþróttanna og allur afrakstur runnið til körfuboltadeildar Tindastóls. Svo var einnig nú þar sem lið og einstaklingar gátu skráð sig á mót sem ekki fór fram. Rúm hálf milljón safnaðist.
Meira

Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.
Meira

Jólamót Molduxa er mótið sem fer ekki fram

Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráð og dáð og Molduxar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hægt verður að skrá lið til leiks og borga þátttökugjald sem rennur til Kkd. Tindastóls en í stað þess að spila körfubolta í Síkinu geta þátttakendur t.d. hvílt sig heima eða farið út að ganga.
Meira

Badmintondeild stofnuð innan raða Tindastóls

Kannski kemur það einhverjum á óvart að heyra að fleiri íþróttir en körfubolti og fótbolti séu stundaðar á Króknum. Þetta er staðreynd og nú nýverið bættist enn í íþróttaflóruna þegar Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari í badminton stofnaði badmintondeild innan raða Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Ísak Óli valinn fjölþrautarmaður ársins í karlaflokki

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hvaða íþróttamenn hljóti viðurkenningar fyrir árið sem er að líða sem hefur að sjálfsögðu á margan hátt verið einstakt sökum Covid. Einn íþróttagarpur frá UMSS kemst á þennan lista FRÍ en það er Ísak Óli Traustason en hann og María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, eru fjölþrautarfólk ársins.
Meira

Aðalfundur Golfklúbbs Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2020 var haldinn 30. nóvember. Fundurinn var netfundur að hluta: stjórnin var í skála en aðrir fundarmenn sóttu fundinn með hjálp Teams.
Meira

„Maður fær víst ekki allt sem maður vill“

Nú í vikunni varð ljóst, mörgum til talsverðra vonbrigða, að körfuboltinn hefur verið settur á ís fram yfir áramót og í raun algjörlega útilokað að spá fyrir um hvenær Íslandsmótið hefst á ný. Vonast hafði verið til að leyfi fengist til að hefja æfingar fyrri partinn í desember en KKÍ gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki yrði keppt frekar í körfubolta 2020. „Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni...“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Feykir hafði samband við Ingólf Jón Geirsson, formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og spurði hann út í standið á körfuboltanum, leikmönnum og fjárhag deildarinnar.
Meira