Íþróttir

Kuldabolti á Króknum

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar – eða kannski frekar knattspyrnuáhorfs – voru ekki spennandi þegar Tindastóll og Ægir Þorlákshöfn mættust í 3. deildinni á Króknum í dag. Engu að síður var hart tekist á á gervigrasinu og bæði lið gerðu hvað þau gátu til að næla í stigin þrjú en veðrið setti pínu strik í spilamennskuna og fór svo að liðin deildu stigunum í 1-1 jafntefli.
Meira

Þægilegur sigur á Þorlákshafnar Þórsurum

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni fór fram í Síkinu í gær en þá kom lið Þórs úr Þorlákshöfn í heimsókn. Leikurinn var ágæt skemmtun og hart tekist á. Lið Tindastóls náði fljótlega yfirhöndinni í leiknum og varð munurinn mestur 20 stig í leiknum í síðari hálfleik. Tindastólsmenn voru Kanalausir, en Shawn Glower er enn ekki mættur á Krókinn, á meðan gestirnir mættu með fullskipað lið eftir því sem Feykir kemst næst.
Meira

Liðsmenn Kormáks/Hvatar vilja toppsætið

Það dregur til tíðinda í 4. deildinni um helgina en þá verða lokaumferðir riðlakeppninnar spilaðar. Á Blönduósvelli taka heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti sunnlenskum knattspyrnukempum frá Stokkseyri á sunnudaginn. Flest benti til að heimamenn þyrftu nauðsynlega að vinna leikinn til að tryggja sætið í úrslitakeppninni en eftir að lið Skautafélags Reykjavíkur tapaði óvænt fyrir Álafossi í fyrrakvöld þá er það þegar í höfn.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni á föstudag

Þá eru körfuboltakempur komnar í startholurnar en fyrsti æfingaleikur haustsins verður annað kvöld á Króknum. Þá mæta Þórsarar úr Þorlákshöfn á parkettið í Síkinu og hefst baráttan kl. 19:15. Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þá eru allir leikmenn komnir í hús og til í slaginn nema Shawn Glover en Ingó vonar að það sé stutt í að hann skili sér í Skagafjörðinn.
Meira

Það er mikilvægast að vinna með stíl

Victor Borode (27) er einn af þeim leikmönnum sem Tindastólsmenn hafa fengið til liðs við sig frá Englandi til að styrkja liðið í baráttunni í 3. deildinni í knattspyrnu. Victor er af nígerískum uppruna en fæddur og uppalinn í London en fjölskyldan er risastór segir hann. Kappinn getur bæði spilað á miðjunni og í vörn en hann hefur mikið verið í stöðu hægri bakvarðar í leikjum Stólanna í sumar.
Meira

Tap Stólanna í erfiðum leik á Höfn

Tindastólsmenn skutust austur á Höfn í gær og léku við lið Sindra í 3. deildinni. Liðin áttust við á Króknum fyrr í sumar og úr varð mikill hasarleikur sem endaði með 4-3 sigri Stólanna eftir mikið drama. Úrslitin í gær voru ekki jafn ánægjuleg því eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu heimamenn tvö mörk á síðasta hálftímanum eftir að Tindastólsmaðurinn Haims Thomson fékk að líta rauða spjaldið. Lokatölur því eðlilega 2-0.
Meira

Stólastúlkur létu rigna mörkum í rigningunni

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Gróttu af Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni í dag í hellirigningu. Líkt og í síðustu leikjum var Tindastólsliðið sterkara en andstæðingurinn á báðum endum vallarins og uppskáru því tíunda sigur sumarsins. Mur hélt áfram að hrella markverðina í deildinni en hún bætti enn einu hat-trickinu í safnið sitt en lokatölur voru 4-0 og liðið í fjórða sæti lítil fyrirstaða þrátt fyrir að spila ágætan fótbolta á köflum.
Meira

Skautafélagið sterkara á svellinu

Skautafélag Reykjavíkur tók á móti liði Kormáks/Hvatar í 4. deildinni sl. föstudagskvöld og var leikið á Eimskipsvellinum í landi Þróttara. Heimaliðið átti möguleika á sæti í úrslitakeppni deildarinnar en þurfti nauðsynlega að vinna leikinn til að halda þeirri smugu opinni. Það hafðist sem þýðir að Húnvetningar eru enn ekki búnir að tryggja sér sætið en þeir þurfa að næla í stig í lokaleik sínum í B-riðli.
Meira

Það er gott að vinna í Kópavogi

Níundi sigur sumarsins hjá Stólastúlkum kom í kvöld á Kópavogsvelli þegar lið Augnabliks féll í valinn gegn toppliði Tindastóls. Leikurinn var lengi vel í jafnvægi þrátt fyrir að lið gestanna fengi betri færi. Fjögur mörk komu hins vegar á síðustu 35 mínútunum og 0-4 sigur styrkti enn stöðu Stólanna á toppi Lengjudeildarinnar.
Meira

Sértækir styrkir til íþrótta- og ungmennafélaga vegna COVID-19: 150 milljónum kr. úthlutað

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur tilkynnt um úthlutun sértækra styrkja til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Úthlutunin nemur rúmlega 150 milljónum kr. og kemur í kjölfar 300 milljóna kr. framlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar sem úthlutað var í maí. Rúmar þrjár milljónir komu til tveggja íþróttafélaga á Norðurlandi vestra.
Meira