Gunnar Þór nýr formaður Ungmennasambands Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.11.2020
kl. 09.44
Gunnar Þór Gestsson var í gær kjörinn formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) á ársþingi sambandsins sem fram fór með rafrænum hætti á lendum Internetsins. Tekur hann við formannssætinu af Klöru Helgadóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tvö ár, og Sara Gísladóttir var á sama tíma kjörin varaformaður og fyllir þar með skarð sem Gunnar Þór skildi eftir en hann sat í varaformannsstólnum áður.
Meira
