Sigurmark á elleftu stundu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.09.2020
kl. 09.51
Það var heilmikill hasar og dúndrandi dramatík á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Tindastóll og Álftanes mættust í 3. deildinni. Það er búið að vera hálfgert skrölt á Stólunum síðustu vikur og alveg nauðsynlegt að krækja í stigin þrjú sem í boði voru. Álftnesingar, sem sitja í neðsta sæti deildarinnar, reyndust hins vegar sýnd veiði en ekki gefin. Liðin í 3. deild eru ansi jöfn að getu og það vinnst enginn leikur fyrirfram í þessari deild. Luke Rae poppaði upp með sigurmark á síðustu stundu fyrir lið Tindastóls og lokatölur 3-2 í fjörugum leik.
Meira