ÍR-ingar seigir á endasprettinum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.10.2020
kl. 09.43
Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í Dominos-deildinni fór fram í gær en ríflega 200 áhorfendur mættu galvaskir í Síkið og fengu hörkuleik þó úrslitin hafi verið fæstum að skapi. Jaka Brodnik var fjarri góðu gamni sökum meiðsla í liði Tindastóls og munaði um minna en það var þó helst skotnýtingin sem kom niður á Stólunum. Þannig skoraði Sigvaldi Eggerts í liði gestanna fleiri 3ja stiga körfur en allt lið Tindastóls til samans en kappinn setti fimm þrista og var sennilega þessi x-factor sem stundum þarf til að vinna leiki. Leikurinn var spennandi fram á síðustu sekúndu en Breiðhyltingarnir höfðu betur, lokatölur 83-87.
Meira
