Íþróttir

Þrenna frá Luke Rae tryggði þrjú stig

Karlalið Tindastóls mætti Elliða á Króknum í kvöld en þeir eru nokkurs konar b-lið Fylkis. Stólarnir fengur fljúgandi start en Luke Rae skilaði þrennu í hús á fyrsta hálftímanum. Leikurinn var þó jafn og spennandi en 3-1 sigur var þó sanngjarn þegar upp var staðið en lið Tindastóls fékk fín færi til að gulltryggja sigurinn í síðari hálfleik.
Meira

Murielle og María Dögg með þrennur

Tindastólsstúlkur tóku á móti liði Fjölnis úr Grafarvogi á KS-teppinu á Króknum í gærkvöldi. Yfirburðir heimastúlknanna voru miklir í leiknum, þær fengu mýgrút af færum og nýttu sjö þeirra en Murielle Tiernan og María Dögg Jóhannesdóttir gerðu báðar hat-trick. Með sigrinum fóru Stólastúlkur á topp Lengjudeildarinnar, eru með 16 stig eftir sex leiki en lið Keflavíkur á leik inni.
Meira

Aðalfundur júdódeildar Tindastóls

Júdódeild Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:00 í matsal FNV. Allir velkomnir.
Meira

Jafnt í norðanrokinu í Þorlákshöfn

Tindastólspiltar renndu í Þorlákshöfn í dag og léku við lið Ægis á Þorlákshafnarvelli í norðanroki sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðanna. Niðurstaðan varð sú að liðin deildu stigunum, heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Tanner Sica gerði mark Stólanna í síðari hálfleik og lokatölurnar 1-1 en litlu mátti muna að Tindastólsmenn næðu sigurmarki í blálokin.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Stólastúlkur spiluðu á rennblautu Seltjarnarnesinu í gær þar sem þær mættu liði Gróttu sem var fyrir leik í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, höfðu ekki tapað leik frekar en lið Tindastóls sem var í öðru sæti. Það var því sterkt hjá liði Tindastóls að sækja sigur á Vivaldi-völlinn og koma sér enn betur fyrir í öðru af toppsætum deildarinnar. Lokatölur voru 0-2.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Ísak Óli Traustason íþróttamaður Tindastóls 2019

Fyrr á árinu var íþróttamaður Tindastóls kosinn fyrir árið 2019 og að þessu sinni varð það Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, sem varð fyrir valinu. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að Ísak Óli hafi átt gott ár í frjálsum á síðasta ári og því vel að þessum titli kominn. Jafnframt hlaut Ísak Óli titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Frjálsíþróttamaður Tindastóls árið 2019. Er hann því með þrennu eftir síðasta ár.
Meira

Góður sigur Stólanna í geggjuðum leik

Það var boðið upp á úrvals skemmtun og háspennuleik á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls og Sindra mættust á teppinu. Stólarnir byrjuðu leikinn vel og komust í 2-0 snemma en gestirnir minnkuðu muninn fyrir hlé. Þeir komust síðan yfir en lið Tindastóls girti sig í brók, skipti um gír og snéri leiknum sér í vil áður en yfir lauk. Niðurstaðan því mikilvægur 4-3 sigur og liðið er í þriðja sæti 3. deildar þegar fimm umferðum er lokið.
Meira

Systkinin Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 8. - 11. júlí í góðu veðri. Þátttaka var góð og var keppt í sjö flokkum. Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir.
Meira

Leikur tveggja ólíkra hálfleikja þegar Stólastúlkur misstigu sig í Mjólkurbikarnum

Tindastólsstúlkur féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi eftir hörkuleik við Pepsi Max-deildar lið KR á Meistaravöllum. Stólastúlkur voru 0-1 yfir í hálfleik eftir að hafa fengið fjölmörg góð færi en lið KR refsaði grimmilega í síðari hálfleik, gerðu þá fjögur mörk á 18 mínútna kafla.
Meira