Íþróttir

Meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikning Stólanna

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld þegar heitasta liðið í Dominos-deildinni, Stjarnan úr Garðabæ, mætir til leiks gegn Stólunum. Lið Stjörnunnar hefur ekki tapað leik á árinu og hefur verið að vinna flesta andstæðinga sína án verulegra vandkvæða en á sama tíma hefur Tindastólsvélin hikstað svo vægt sé til orða tekið. Feykir setti sig í samband við aðstoðarþjálfara Tindastóls, Helga Margeirsson, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Meira

Fresta opnunarhátíð skíðasvæðisins í Tindastól

Það hefur ríkt sannkallað vetrarríki á landinu undanfarnar vikur með kulda og ofankomu svo ætla má að skíðasvæðið í Tindastóli færi að verða tilbúið að taka á móti gestum. Viggó Jónsson, staðarhaldari, dró samt seiminn er hann var spurður í gær hvort mikill snjór væri kominn á svæðið.
Meira

Hundrað stig í hausinn í Röstinni

Tindastólsmenn spiluðu við lið Grindavíkur í gærkvöldi og þurftu að rífa sig upp eftir sálarsvekkjandi skell gegn KR í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Leikurinn var lifandi og fjörugur og leiddu Stólarnir lengstum en þeim tókst aldrei að hrista baráttuglaða gestgjafana af sér. Það voru síðan Grindvíkingar sem höfðu betur í fjórða leikhluta og lögðu lánlausa Stóla í Rastarparket. Lokatölur 100-96.
Meira

„Sárnar að heyra svona en ég ætla ekki að láta þetta hafa nein áhrif á mig.“

„Þetta var virkilega góður karaktersigur,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta og liðsmaður KR, ánægður með úrslit sinna manna í gærkvöldi en KR snéri slæmri stöðu sér í vil og sigraði Tindastól eftir framlengdan leik. Aðspurður um rasistaupphrópun sem heyrðust frá stuðningsmanni Tindastóls í hans garð segir hann þau fyrst og fremst leiðinleg. „Maður heyrir mjög margt frá andstæðingum en það er yfirleitt bara eitthvað saklaust. En þegar maður heyrir eitthvað svona persónulegt er það alltaf yfir strikið.“
Meira

Kristofer Acox beðinn afsökunar á ummælum sem féllu í leik Tindastóls og KR

Stjórn KKD Tindastóls hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í gærkvöldi (fimmtudag) í Síkinu á Sauðárkróki. „Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Helsúrt þorrablót í Síkinu

Það var hart barist í Síkinu í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR kíktu í heimsókn. Eftir sigur í Njarðvík voru stuðningsmenn Stólanna bjartsýnir fyrir leikinn. Eftir slæma byrjun spiluðu Stólarnir glimrandi körfubolta í 15 mínútur en létu eiginlega þar við sitja því gestirnir höfðu völdin lengstum í síðari hálfleik, jöfnuðu í blálokin og sigruðu síðan í framlengingu. Þetta var helsúr ósigur og ekki var það að kæta Síkisbúa að það var kóngurinn (því miður ekki Urald) sem kom, sá og sigraði. Jón Arnór er því miður bara til í einu eintaki. Lokatölur 88-91.
Meira

Murr verður með Stólunum í sumar

Fyrr í kvöld skrifaði Murielle Tiernan, eða bara Murr eins og flestir þekkja hana, undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls um að spila með liðinu næsta sumar. Miklar vonir voru bundnar við endurkomu hennar á Krókinn en Murr lék við góðan orðstír með Stólunum síðasta sumar.
Meira

María Finnboga á heimsmeistaramót í alpagreinum

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, verður meðal keppenda Skíðasambands Íslands á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fram fer í Åre í Svíþjóð dagana 5.-17. febrúar nk. Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppni.
Meira

Konni áfram með Stólunum

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls nú um helgina var tilkynnt að fyrirliði karlaliðsins, Konráð Freyr Sigurðsson, hafi skrifað undir samning við Tindastól um að spila með liðinu nú í sumar. Þetta er hið besta mál enda Konni gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Tindastóls.
Meira

Tindastóll spældi topplið Njarðvíkur

Í gærkvöldi mættust efstu liðin í Dominos-deildinni í sannkölluðum toppslag og var talsvert undir. Með sigri hefðu Njarðvíkingar náð sex stiga forystu á toppi deildarinnar og því mikilvægt fyrir Stólana að sýna sitt rétta andlit eftir lélega leiki nú í byrjun árs. Sú reyndist raunin því nú könnuðust stuðningsmenn Tindastóls við sína menn sem börðust eins og ljón og voru ekki lengur með hausinn undir hendinni heldur á réttum stað og rétt stilltan. Eftir frábæran háspennuleik sigruðu Stólarnir 75-76 og eru nú vonandi komnir í gírinn á ný.
Meira