Meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikning Stólanna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.02.2019
kl. 10.30
Það er stórleikur í Síkinu í kvöld þegar heitasta liðið í Dominos-deildinni, Stjarnan úr Garðabæ, mætir til leiks gegn Stólunum. Lið Stjörnunnar hefur ekki tapað leik á árinu og hefur verið að vinna flesta andstæðinga sína án verulegra vandkvæða en á sama tíma hefur Tindastólsvélin hikstað svo vægt sé til orða tekið. Feykir setti sig í samband við aðstoðarþjálfara Tindastóls, Helga Margeirsson, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Meira