Stólarnir stigu krappan dans við Valsmenn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.01.2019
kl. 09.47
Lið Tindastóls og Vals mættust í 13. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Stólarnir mættu laskaðir til leiks því í liðið vantaði þá Pétur Birgis og Urald King sem báðir glíma við meiðsli en á móti kom að Valsmenn voru búnir að skipta út Könum. Leikurinn reyndist æsispennandi en það voru Valsarar sem höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og voru í raun dæmalausir klaufar að ná ekki sigri. Danero jafnaði leikinn með ruglþristi þremur sekúndum fyrir leikslok og í framlengingunni reyndust Stólarnnir reynslumeiri og nældu í dýrmætan sigur. Lokatölur 97-94.
Meira