Íþróttir

Öflugur sigur K/H manna á Hvíta riddaranum

Á laugardaginn fékk Kormákur/Hvöt (K/H) lið Hvíta riddarans í heimsókn á Blönduósvelli. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Kormák/Hvöt, því að ef þeir ætluðu að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppni 4.deildar þá urðu þeir að vinna leikinn.
Meira

Sinisa Bilic í Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Slóvenann Sinisa Bilic til að spila með liðinu á komandi tímabili. Bilic er fæddur árið 1989 og er öflugur framherji og mun vonandi hjálpa liðinu í vetur. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Svekkjandi tap á Dalvík

Í gærkvöldi fór fram leikur Dalvík/Reynis og Tindastóls í 2. deild karla á Dalvíkurvelli. Þetta var mjög mikilvægur leikur til þess að vinna en svekkjandi 3-2 tap.
Meira

K/H tekur á móti Hvíta riddaranum

Á morgun laugardaginn 10. ágúst mætast Kormákur/Hvöt (K/H) og Hvíti riddarinn í 4. deild karla á Blönduósvelli.
Meira

Stórt tap hjá Tindastólsstúlkum gegn Þrótti Reykjavík

Í gærkvöldi fór fram leikur Tindastóls og Þróttar Reykjavík í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn var algjörlega eign Þróttar og getum við sagt að þetta var ekki dagur Tindastóls í gær. Leikurinn endaði með stórsigri Þróttar 0-7.
Meira

Vallarmet á Hlíðarenda í kulda og trekki

Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti hann á miðvikudagsmóti 7. ágúst þrátt fyrir kulda og nokkurn vind.
Meira

Ísak Óli og Jóhann Björn valdir í landsliðshóp fyrir Evrópubikarinn

Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum verður haldin 10. – 11. ágúst á þjóðarleikvangi Makedóníu sem tekur 34.500 manns í sæti. Mótafyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í fjórum deildum; ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild.
Meira

Stórleikur á Sauðárkróksvelli

Tveir leikir fara fram annað kvöld hjá Tindastólsliðunum tveim. Leikirnir báðir eru á sama tíma klukkan 19:15 en auðvitað ekki á sama stað. Stelpurnar eiga heimaleik meðan strákarnir spila á Dalvík. Þessir leikir eru virkilega mikilvægir og vill Feykir hvetja alla stuðningsmenn að kíkja á völlinn hvort það sé á Króknum eða á Dalvík.
Meira

Króksmót 2019

Daganna 10. og 11. ágúst verður haldið hið árlega Króksmót. Mótið er haldið í 33. skipti og var mótið haldið fyrst árið 1987 og hefur mótið stækkað heilmikið frá þeim tíma. Króksmótið í ár verður með sama eða svipuðu sniði og fyrri ár. Þetta er mót fyrir stráka í 6. og 7. flokki. Feykir hafði samband við Helgu Dóru Lúðvíksdóttur sem er í stjórn Knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Met jafnað á miðvikudagsmótinu í golfi

Golfmót að Hlíðarenda, miðvikudaginn í síðustu viku var sennilega fjölmennasta miðvikudagsmót í sögu GSS, 40 þátttakendur.
Meira