Öruggur sigur Stólastúlkna í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.01.2019
kl. 13.03
Lið Hamars úr Hveragerði kom í heimsókn á Krókinn í gær og lék gegn Stólastúlkum í 1. deild kvenna. Leikurinn var aldrei spennandi því lið Tindastóls náði góðri forystu strax í fyrsta leikhluta og þrátt fyrir smá hökt í öðrum leikhluta þá ógnuðu gestirnir aldrei forskoti heimastúlkna sem óx ásmegin í síðari hálfleik. Lokatölur voru 81-49.
Meira