Enn einn sigurinn í hús hjá Stólastúlkum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.08.2019
kl. 22.43
Í dag mættust lið Tindastóls og Augnabliks úr Kópavogi á gervigrasinu á Króknum. Þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Inkasso-deildarinnar og ljóst að með sigri þá héldu Stólastúlkur veikri von um sæti í efstu deild lifandi. Það fór svo að lið Tindastóls reyndist sterkari aðilinn og uppskar 3-1 sigur en Murielle Tiernan gerði tvö mörk í síðari hálfleik eftir að Laufey Harpa náði forystunni fyrir lið Tindastóls í fyrri hálfleik.
Meira