Íþróttir

Öruggur sigur Stólastúlkna í Síkinu

Lið Hamars úr Hveragerði kom í heimsókn á Krókinn í gær og lék gegn Stólastúlkum í 1. deild kvenna. Leikurinn var aldrei spennandi því lið Tindastóls náði góðri forystu strax í fyrsta leikhluta og þrátt fyrir smá hökt í öðrum leikhluta þá ógnuðu gestirnir aldrei forskoti heimastúlkna sem óx ásmegin í síðari hálfleik. Lokatölur voru 81-49.
Meira

Bakvörðurinn Michael Ojo til liðs við Tindastól

Samkvæmt upplýsingum Feykis þá hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls samið við bresk/nígeríska bakvörðinn Michael Ojo að spila með liðinu út tímabilið. Harðnað hefur á dalnum hjá liði Tindastóls nú eftir áramótin og flest liðin í deildinni hafa styrkt sig. Meiðsli hafa líka sett strik í reikninginn og var ákveðið að bregðast við með því að styrkja hópinn.
Meira

Jón Gísli Stefánsson í U15 úrtakshóp

Jón Gísli Stefánsson, leikmaður frá Hvöt á Blönduósi, hefur verið valinn, af landsliðsþjálfara U15, í 35 manna hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 25.-27. janúar næstkomandi. Á Húna.is kemur fram að æfingarnar fari fram í Akraneshöllinni, Kórnum og Egilshöll og er Jóni Gísla óskað góðs gengis og til hamingju með að verða valinn í hópinn.
Meira

Það vantaði miklu meira Malt í Stólana

Bikarævintýri Tindastóls er á enda í bili eftir að Stjarnan kom, sá og sigraði ríkjandi Maltbikarmeistara af miklu öryggi í Síkinu í gærkvöldi. Stjarnan náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks og þrátt fyrir ágætan sprett í öðrum leikhluta náðu Stólarnir aldrei að jafna leikinn. Vægt til orða tekið þá komu Tindastólsmenn marflatir til leiks í þriðja leikhluta og gestirnir gengu á lagið og stungu Stólana af. Lokatölur leiksins 68-81.
Meira

Stólarnir vilja í Höllina - Búist við hörku rimmu í Geysisbikarnum í kvöld

Í kvöld fer fram risaslagur í Geysisbikarnum er lið Stjörnunnar mætir ríkjandi bikarmeisturum í Síkinu á Sauðárkróki. Gestirnir, sem hafa verið á ágætum spretti í síðustu leikjum, ætla sér stóra hluti enda spáð toppsæti í deildinni í upphafi leiktíðar. „Ef við fáum troðfullt hús aukast líkurnar á því að við förum í Höllina til muna.“
Meira

Kvennalið Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jackie Altschuld um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Jackie er fædd 1995, fjölhæfur leikmaður sem getur spilað vörn, miðju og sókn.
Meira

Akureyringarnir höfðu betur í baráttunni um Norðurland

Það var hörkuleikur í 1. deild kvenna í körfunni í dag þegar lið Tindastóls tók á móti baráttuglöðum Þórsurum í Síkinu. Akureyringarnir höfðu unnið fyrri leik liðanna á Akureyri fyrr í vetur í spennuleik og ekki var leikurinn í dag minna spennandi og endaði með því að fara í framlengingu. Þar reyndist tankurinn tómur hjá Tindastóli og lið Þórs, með Sylvíu Rún Hálfdanardóttur í banastuði, sigraði næsta örugglega. Lokatölur 80-89 eftir að staðan var 78-78 að loknum venjulegum leiktíma.
Meira

Stólarnir daufir í dálkinn

Tindastólsmenn héldu í víking suður í Hafnarfjörð í gær og léku þar við lið Hauka sem hefur átt á brattann að sækja í vetur. Ekki hljóp beinlínis á snærið hjá okkar mönnum sem komu tómhentir heim í Skagafjörð eftir frammistöðu þar sem töluvert skorti upp á gleði og baráttu auk þess sem skyttur Stólanna voru langt frá því að fylla sinn kvóta. Eftir að hafa leitt í hálfleik, 38-41, þá gekk sóknarleikur Tindastóls illa í síðari hálfleik og Hafnfirðingar sem sigruðu að lokum 73-66.
Meira

María skíðaði vel í Austurríki

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, náði 6. sætinu í svigi í Turnau í Austurríki, sunnudaginn 13. janúar sl. Alls voru 33 þátttakendur í mótinu og hlaut María 49.40 FIS stig fyrir árangurinn, sem er hennar besti árangur á ferlinum.
Meira

Frábær endurkoma Stólastúlkna gegn liði Njarðvíkur

Það var heldur betur boðið upp á dramatík í Síkinu þegar Tindastóll og Njarðvík mættust nú á laugardaginn í 1. deild kvenna. Lið Njarðvíkur hafði náð sextán stiga forystu fyrir hlé og allt leit út fyrir að gestirnir tækju stigin tvö með sér heim án verulegra vandræða. Eitthvað fínerí hefur Arnoldas boðið Stólastúlkum upp á í hálfleik því þær komu tvíefldar til leiks í þeim seinni með Tess Williams í hrikalegu stuði og komu leiknum í framlengingu. Eftir líflega og æsispennandi framlengingu fagnaði lið Tindastóls frábærum sigri. Lokatölur 97-93.
Meira