Pétur frábær í klikkuðum körfuboltaleik í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.02.2018
kl. 22.09
Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Meira
