Þórsarar heimsækja Tindastólsmenn í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.02.2017
kl. 14.23
Í kvöld fer fram heil umferð í Dominos-deildinni í körfubolta. Tindastólsmenn leika annan heimaleik sinn á þremur dögum en í kvöld eru það Þórsarar úr Þorlákshöfn sem koma í heimsókn. Það má búast við hörkuleik en lið Tindastóls er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig en Þórsarar í því fjórða með 20 stig. Með sigri í kvöld myndu Stólarnir tryggja sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Meira