Íþróttir

Unglingaflokkur Tindastóls leikur til úrslita í Maltbikarnum

Drengirnir í unglingaflokki karla hjá Tindastól standa í eldlínunni í Laugardalshöllinni nk. sunnudag þar sem þeir leika til úrslita í Maltbikarnum gegn KR. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur á RÚV. Undanúrslit meistaraflokka karla og kvenna fóru fram í gær og fyrradag og fara úrslitaleikirnir fram á morgun. Í dag fara fram tveir leikir, 10. flokkur stúlkna og drengjaflokkur og á sunnudaginn 9. flokkur drengja, 10. flokkur drengja, unglingaflokkur kvenna, unglingaflokkur karla og 9. flokkur stúlkna.
Meira

Bergmann nýr formaður knattspyrnudeildar

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem haldinn var í gær var Bergmann Guðmundsson kjörinn nýr formaður deildarinnar. Tók hann við af Ómari Braga Stefánssyni sem gegnt hefur stöðunni sl. 25 ár. Bergmann er bjartsýnn á framtíðina og segir starfið leggjast vel í sig.
Meira

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls í dag

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn í dag 6. febrúar kl. 17:30 á skrifstofu Tindastóls að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Ljóst er að nýr formaður verður yfir deildinni eftir fundinn þar sem Ómar Bragi Stefánsson, gefur ekki kost á áframhaldandi setu á formannsstóli.
Meira

Þóranna Ósk sigraði í hástökki og setti héraðsmet

Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games 2017 fór fram í Laugardalshöllinni sl. laugardaginn 4. febrúar. Um var að ræða boðsmót, þar sem fremsta frjálsíþróttafólki Íslands var boðið til keppni, auk valinna erlendra keppenda. Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason voru meðal keppanda.
Meira

Frábær liðssigur Tindastólsmanna

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi. Það var skarð fyrir skildi að í lið Stólanna vantaði Chris Caird, sem á í hnémeiðslum, og óttuðust sumir stuðningsmanna liðsins hið versta, enda spilamennskan ekki verið upp á það besta í janúar. Lið Tindastóls spilaði hins vegar hörku vörn allan leikinn og uppskar á endanum sanngjarnan sigur. Lokatölur 86-77.
Meira

Lífshlaupið hófst í morgun

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Reykjanesbæ. Um er að ræða árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Allir geta skráð sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is.
Meira

Andrea Maya með gull í kúluvarpi

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar. Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
Meira

Fyrirlestur um næringu íþróttafólks

Föstudaginn 3. febrúar verður haldinn fyrirlestur um næringu íþróttafólks í Húsi frítímans á vegum Ungmennafélagsins Tindastóls. Agnes Þóra Árnadóttir næringarfræðingur mun þá koma og vera með erindi þar sem farið verður yfir næringarþarfir íþróttafólks og hvernig hægt er að nota hollt mataræði til þess að ná sínum markmiðum.
Meira

Æfðu á grasi í síðustu viku

Umræðan um grasvellina á Sauðárkróki hefur oft verið á neikvæðu nótunum, þar sem mörg undanfarin sumur hafi þeir komið illa undan vetri og seinir til, þegar vorar. Og ekki man blaðamaður eftir því að hafa heyrt að völlunum sé hrósað á miðjum vetri en æft var á einum grasvellinum í síðustu viku.
Meira

Ísak Óli með brons og Theodór Karlsson Íslandsmeistari

Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason hafnaði í 3. sæti í sjöþraut á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Hafnarfirði um síðustu helgi. Hlaut hann 4673 stig og bætti sinn fyrri árangur um 294 stig.
Meira