Íþróttir

Ætla að laga vörumerkið „Knattspyrnudeild Tindastóls“

Knattspyrnudeild Tindastóls vinnur nú að því að breyta allri umgjörð yngriflokkastarfs félagsins og hafa þrír þjálfarar verið ráðnir í fullt starf til að sjá um verkefnið. Markmið deildarinnar er að bæta allt barna- og unglingastarf félagsins félaginu til heilla. Bergmann Guðmundsson, formaður deildarinnar, segir að klúbburinn verði að vera sýnilegri og gera þurfi vörumerkið „fótbolti á Króknum“ betra en það hefur verið í augum fólks hingað til.
Meira

Sterkur sigur Stólanna á Haukum í hörkuleik

Tindastóll og Haukar mættust í fjörugum og sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld og líkt og vanalega þegar þessi lið mætast þá var leikurinn æsispennandi fram á lokamínútu leiksins þegar molnaði undan sóknarleik gestanna sem settu síðan Sigtrygg Arnar ítrekað á vítalínuna þar sem kappinn feilaði ekki, setti niður sex víti á síðustu mínútunni. Það var síðan Cairdarinn sem innsiglaði sigur Tindastóls með flautuþristi. Lokatölur 91-78.
Meira

Haukar mæta í Síkið í kvöld

Fimmta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld. Tindastólsmenn verða heima í Síkinu og mæta þar sprækum Haukum og hefst leikurinn kl. 19:15 og stuðningsmenn Stólanna eru að sjálfsögðu hvattir til að fjölmenna. Stólarnir eru efstir í deildinni með jafnmörg stig og KR, Keflavík og ÍR, með sex stig eftir fjóra leiki. Haukar eru síðan í þéttum pakka liða sem unnið hafa tvo leiki og tapað tveimur.
Meira

Skákþing Skagafjarðar 2017

Skákþing Skagafjarðar 2017 hefst miðvikudaginn 8. nóv. næstkomandi kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki. Tefldar verða fimm umferðir eftir Monradkerfi og verða tímamörkin 90 mínútur á hverja skák, auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
Meira

Ísak Atli Íslandsmeistari í póker

Ísak Atli Finnbogason, 24 ára Sauðkrækingur, varð um helgina Íslandsmeistari í póker en Lokaborðið mót Pókersambands Íslands var haldið hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur að Síðumúla 37. Í öðru sæti varð Einar Már Þórólfsson og Sigurður Dan Heimisson í þriðja.
Meira

Góður sigur í Grindavík

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær og léku við lið heimamannaí lokaleik fjórðu umferðar Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn leiddu lengstum en Stólarnir voru yfir í hálfleik og náðu síðan frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Strákarnir léku vel á lokakaflanum og tóku bæði stigin með sér norður. Lokatölur 81-88.
Meira

Tsvetan með gull á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó

Haustmót Júdósambands Íslands, yngri flokka, var haldið í Grindavík sl. laugardag en þar átti Júdódeild Tindastóls fimm keppendur á meðal 46 annarra. Mótið var fyrir árganga 1997 til 2006 og var keppt í aldurs- og þyngdarflokkum og voru félögin alls átta sem áttu keppendur á mótinu.
Meira

Skotíþróttafólk Markviss 2017 eru Jón Brynjar og Snjólaug

Keppnistímabilinu er nú lokið í þeim skotgreinum sem stundaðar eru utanhúss og átti Skotfélagið Markviss níu keppendur í hagla- og kúlugreinum á keppnintímabilinu.
Meira

Montrétturinn er á Króknum

Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu í kvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðanliðanna eru það því Króksararnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi.
Meira

Nágrannaslagur í Síkinu í kvöld

Sannkallaður nágrannaslagur verður í Síkinu í kvöld þegar Þór frá Akureyri mætir heimamönnum í Tindastól í Dominos deildinni í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verða hinir rómuðu grillborgarar á sínum stað fyrir leik.
Meira