Íþróttir

Bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 256 stig

Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður hjá UMSS, keppti um helgina í sjöþraut karla á skoska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Glasgow. Auk Ísaks kepptu í þrautinni þeir Tristan Freyr Jónsson ÍR, og Blikarnir Ingi Rúnar Kristinsson og Ari Sigþór Eiríksson, en þessir kappar urðu í fjórum fyrstu sætunum á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í lok janúar sl.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í þriðju deild

Íslandsmóti skákfélaga 2016-2017 lauk um helgina, í Rimaskóla í Grafarvogi en fyrri hluti mótsins fór fram um mánaðarmótin september - október sl. Eftir fyrri umferð sat sveit Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti í fjórðu deild og og hélt því eftir viðureignir helgarinnar og vann sig þar með upp í þá þriðju.
Meira

Flautukarfa frá Degi Kár færði Grindvíkingum sigur í frábærum leik

Það var boðið upp á hraðan og skemmtilegan leik í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll tók á móti sprækum Grindvíkingum. Einhvernveginn tókst gestunum á hanga í Tindastólsmönnum framan af leik og þegar til kom þá voru það Grindvíkingar sem höfðu innanborðs tvo kappa sem hreinlega stálu stigunum með geggjuðum leik, þá Dag Kár og Ólaf Ólafs. Stólarnir hreinlega réðu ekki við þá í kvöld. Lokatölur 98-101.
Meira

Borgnesingar beðnir afsökunar

Skagfirðingar fjölmenntu í Borgarnes sl. fimmtudag þegar Skallagrímsmenn tóku á móti Tindastóli í Dominos deildinni í körfubolta. Mikil stemning var á leiknum og stuðningsmannasveitin Grettir stóð fyrir sínu og sem fyrr, líkt og sjötti maður Stólanna. En það setti blett á annars góða stuðningsmenn að einhverjir supu áfengið meira en þeir sjálfir þoldu og voru gestunum ekki til fyrirmyndar. Formaður Grettis, en svo heitir sveitin, sendi frá sér afsökunarbeiðni í gær enda ekki sú ásýnd sem hún vill standa fyrir, sem sýnd var í Fjósinu í Borgarnesi.
Meira

Stólarnir sterkari en Skallarnir á lokasprettinum

Tindastólsmenn heimsóttu Skallagrímspilta í Borgarnesi í gær í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik, enda liðin í hörkubaráttu á sitt hvorum enda stigatöflunnar, og stuðningsmenn liðanna voru ekki sviknir. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, Skallarnir yfirleitt með nauma forystu en á lokamínútunum reyndust Stólarnir sterkari og lönduðu góðum sigri í Fjósinu, 81-88.
Meira

Tindastóll með keppendur á Vormóti JSÍ í júdó

Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á Vormót JSÍ sem haldið var sl. laugardag hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Sveinn Kristinn Jóhannsson varð þriðji í sínum flokki en aðrir komust ekki á pall.
Meira

Haukur hættur þjálfun Tindastóls

„Stephen Walmsley er mættur á klakann og tekur við þjálfun mfl. karla ásamt Christopher Harrington. Þetta eru ánægjufréttir fyrir klúbbinn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn "heim",“ segir Bergmann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls á stuðningsmannasíðu liðsins. Haukur Skúlason, sem ráðinn var þjálfari í haust er þar með hættur þjálfun.
Meira

Gull og silfur á Krækjurnar

Krækjurnar á Sauðárkróki sendu tvö lið á eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið, á Siglufirði um helgina. Alls tóku 53 lið þátt, bæði í karla- og kvennaflokki í nokkrum deildum.
Meira

Ákveðið að fresta Vetrarhátíð Tindastóls

Vetrarhátíð Tindastóls sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað um tvær vikur vegna veðurs. Að sögn Viggós Jónssonar staðarhaldara skíðasvæðisins í Tindastóli þótti ekki forsvaranlegt að ögra veðurguðunum að þessu sinni.
Meira

Sigur Tindastóls í sveiflukenndum leik

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Meira