Tindastólsmenn heimsækja Breiðholtið í fyrsta undanúrslitaleiknum þann 4. apríl
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.03.2018
kl. 12.01
Það varð loks ljóst í gærkvöldi hverjir yrðu andstæðingar Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildarinnar þegar deildarmeistarar Hauka mörðu spræka Keflvíkinga í oddaleik í Hafnarfirði. Þar sem þau fjögur lið sem enduðu í efstu fjórum sætunum í deildinni eru öll komin áfram þá mæta Haukar liðinu í fjórða sæti, KR, og ÍR, sem vermdi annað sætið, fær lið Tindastóls í heimsókn.
Meira
