Íþróttir

Harkan sex í jólacrossfitkeppni á Króknum

Crossfit550 á Sauðárkróki stóð fyrir crossfitkeppni sl. fimmtudagskvöld þar sem allir gátu tekið þátt sem eitthvað hafa komið nálægt íþróttinni. Erna Rut Kristjánsdóttir, eigandi stöðvarinnar segir að um lítið og létt jólamót hafi verið að ræða þeim til skemmtunar.
Meira

Hart barist á jólamóti Tindastóls í Júdó

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær og voru keppendur alls 22 frá fjögurra til sautján ára aldri. Jólamótið markar lok haustannar hjá júdódeildinni og er opið öllum iðkendum Tindastóls.
Meira

Perla Ruth íþróttakona Umf. Selfoss

Handknattleikskonan úr Húnaþingi vestra, Perla Ruth Albertsdóttir, var um helgina kjörin íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Perla Ruth er lykilleikmaður í ungu liði Selfoss sem tryggði sér áframhaldandi sæti í Olísdeildinni í vor og situr í 6. sæti deildarinnar sem stendur.
Meira

Frábær endurkoma Tindastóls í Ásgarði

Tindastóll sótti lið Stjörnunnar heim í Garðabæ í kvöld í síðasta leik ársins í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með hörðum slag og það vantaði ekkert upp á það. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina framan af og leiddu með 14 stigum í hléi en Stólarnir komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru snöggir að jafna metin og voru síðan sterkari aðilinn þar til yfir lauk. Lokatölur 80-86 í Ásgarði þar sem Pétur Birgis var bestur.
Meira

Jólamót Molduxa á sínum stað

24. jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju í Síkinu á Sauðárkróki annan dag jóla en þá mæta ungir sem gamlir Króksarar og leika körfubolta af miklum móð. Mótssetning hefst stundvíslega klukkan 10:55 með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa en strax á eftir eru fyrstir leikir flautaðir á. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð.
Meira

Tindastóll og Haukar drógust saman í undanúrslitum Maltbikarsins

Dregið var í fjögurra liða úrslit í Maltbikarnum í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. Þangað hafði fulltrúum liðanna sem sæti eiga í undanúrslitum hjá körlum og konum verið boðaðir, sem og fjölmiðlar. Bestu lið Domino´s deildarinnar, Haukar og Tindastóll, drógust saman annars vegar og KR og 1. deildarlið Breiðabliks hins vegar í karlaflokki.
Meira

Allt sjóðandi vitlaust í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu ÍR

Það var drama og æsispenna í sjóðbullandi Síkinu í kvöld þegar lið Tindastóls og ÍR slógust um sæti í fjögurra liða úrslitum Maltbikarsins. Gestirnir úr Breiðholtinu virkuðu sterkari framan af leik og voru átta stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en Stólarnir sættu sig ekki við tap í kvöld og komust inn í leikinn með rosalegri baráttu og góðum varnarleik og hrifsuðu sigurinn af ÍR-ingum á lokakafla leiksins. Það reyndist því aðeins meira Malt í Stólunum en ÍR að þessu sinni og lokatölur 78-74.
Meira

Tindastóll-ÍR í Maltbikarnum í kvöld

Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum og hefjast allir kl. 19:15. ÍR kemur á Krókinn og spurning hvort liðið verður búið að tanka meira malt þegar rimman hefst í Síkinu.
Meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks UMSS

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin 26. nóvember sl., en þar var verðlaunað afreksfólk UMSS á árinu 2017. Ísak Óli og Þóranna Ósk valin íþróttafólk UMSS.
Meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Meira