Íþróttir

Breiðhyltingar brölta í Síkið í kvöld

Körfuboltinn fer aftur af stað eftir jólafrí í kvöld, en þá mæta Breiðhyltingarnir í ÍR í Síkið og etja kappi við heimamenn í liði Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:15 og vonandi verða Stólarnir straumlínulagaðir eftir fríið því nú er ekkert annað í spilunum en að hífa sig upp stigatöflu Dominos-deildarinnar.
Meira

Vinningsnúmer í jólahappdrætti frjálsíþróttadeildar

Frjálsíþróttadeild UMFT hefur nú dregið í jólahappdrættinu. Frjálsíþróttahópurinn þakkar fyrirtækjum og einstaklingum í Skagafirði fyrir góðar viðtökur og stuðninginn.
Meira

Arnþór Freyr hættir hjá Tindastóli

Arnþór Freyr Guðmundsson mun ekki leika með körfuknattleiksliði Tindastóls í seinni umferð Domino's deildarinnar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni tengist ákvörðunin ekki Arnþóri Frey sjálfum heldur megi rekja ákvörðunina til fjárhagsaðstæðna deildarinnar.
Meira

Almenningshlaup á gamlársdag

Á morgun, gamlársdag, verður almenningshlaup á Hvammstanga í boði fyrir þá sem vilja labba, skokka eða hlaupa í góðum félagsskap á síðasta degi ársins.
Meira

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVH 2015

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga sl. mánudag, þar sem fram fór Staðarskálamótið í körfubolta 2015. Íþróttamaður USVH árið 2015 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal en hann hlaut 35 stig í kjörinu. Norðanátt.is greinir frá.
Meira

Gamlársdagshlaup 2015

Hið árlega Gamlársdagshlaup verður þreytt samkvæmt venju frá Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á morgun síðasta degi ársins en lagt verður af stað klukkan 13:00. Vegalengdir að eigin vali, þó að hámarki 10 km. Allir eru hvattir til að taka þátt, fólk getur gengið, skokkað eða hjólað allt eftir eigin höfði.
Meira

Þóranna Ósk Íþróttamaður Skagafjarðar 2015

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona úr Tindastóli var valinn Íþróttamaður Ungmennasambands Skagafjarðar UMSS 2015 í hófi sem haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki, sunnudaginn 27. desember. Hún var valinn einnig Íþróttamaður UMF Tindastólls 2015.
Meira

Nýtt stuðningslag Tindastóls

Nýtt stuðningslag Tindastóls var frumflutt á Styrktar- og skemmtikvöldi sem haldið var á Kaffi Krók í gærkvöldi. Höfundur lagsins er Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson, betur þekktur sem Siggi Doddi, og höfundur texta eru hjónin Kristín Magnúsdóttir og Siggi Doddi. Flytjandi lagsins er Voice stjarnan er Ellert Jóhannsson.
Meira

Nesquick sigurvegarar á Jólamóti

Hið sívinsæla Jólamót Molduxa fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Færri lið komust að en vildu, 18 lið voru skráð til leiks og stigu sjálfir Moluxarnir til hliðar til að hleypa öðrum að. Samkvæmt Facebook-síðu Molduxa voru þátttakendur um 180, 30 starfsmenn og 250 áhorfendur.
Meira

Jólamót Molduxa og Styrktar- og skemmtikvöld

Jólamót Molduxa 2015 verður haldið í dag, annan í jólum, en allur ágóði af mótinu rennur til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Í kvöld blæs körfuknattleiksdeildin til fagnaðar á Kaffi Krók en hápunktur kvöldsins verður þegar frumflutt verður nýtt stuðningsmannalag félagsins.
Meira