Íþróttir

Snjólaug María íþróttamaður ársins og Fram hlýtur hvatningarverðlaun

Í gær, sunnudaginn 13. mars, fór fram á Húnavöllum 99. ársþing USAH. Samkvæmt Facebook-síðu USAH mættu 32 fulltrúar frá aðildarfélögunum á þingið, auk þeirra mættu tveir gestir, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ og Þórey Edda Elísdóttir, fulltrúi ÍSÍ. „Var þingið nokkuð starfssamt og umræður þónokkra,“ segir um þingið á síðunni. Fjórar tillögur lágu fyrir á þinginu sem allar voru samþykktar eftir breytingar í nefndum.
Meira

Upplýsinga beðið um skaðsemi dekkjakurls

Umræður um dekkjakurl á sparkvöllum, sem er að finna á flestum þéttbýlisstöðum landsins, hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með fréttum undanfarna dag. Ljóst virðist að kurlið innihaldi skaðsöm efni og því er víða verið að undirbúa aðgerðir til að skipta því út fyrir annars konar efni, en kurlinu er dreift sem uppfyllingarefni yfir gervigras á sparkvöllum.
Meira

Auðveldur sigur á fjölbrautaskólapiltum í Iðunni

Í gærkvöldi fór síðasta umferðin fram í deildarkeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. Ljóst var fyrir leikina að KR-ingar voru orðnir deildarmeistarar en Keflvíkingar og Stjarnan börðust um annað sætið og þar hafði Stjarnan betur. Lið Tindastóls, sem vann í gærkvöldi auðveldan sigur á liði FSu á Selfossi, endaði í sjötta sæti deildarinnar og spilar því gegn Keflvíkingum í úrslitakeppninni sem hefst 17. mars.
Meira

Júdó- og bogfimideildir formlega komnar undir Tindastól

Aðalfundur Tindastóls fór fram í Húsi frítímans þann 2. mars sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar voru veittar. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins þar sem skerpt var á nokkrum atriðum. Helgi Sigurðsson gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku og aðrir í stjórn gerðu það líka, þ.e. Kolbrún Marvía Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir.
Meira

Lewis leiddist þófið og kláraði Grindvíkinga

Tindastóll lék síðasta heimaleik sinn í deildarkeppni Dominos-deildarinnar þessa vertíðina í gærkvöldi. Það voru Grindvíkingar sem komu í heimsókn og gáfu þeir Stólunum ekkert eftir í spennandi en frekar skrítnum körfuboltaleik þar sem heimamenn virtist skorta alla einbeitingu á löngum köflum. Jafnt var þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en þá nennti Darrel Lewis þessu ströggli ekki lengur og kláraði leikinn með stæl. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Meira

Grasrótarknattspyrna á Hofsósi á forsíðu

UEFA ( Knattspyrnusamband Evrópu ) gefur reglulega út blöð og bæklinga sem dreift er til allra Knattspyrnusambanda í Evrópu. Í nýjasta blaðinu er fjallað um litla Ísland og hvernig það komst á lokamótið í Frakklandi.
Meira

Molduxamótið 2016 verður þann 16. apríl

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót laugardaginn 16. apríl í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Að þessu sinni verður boðið uppá þrjá flokka eða: 40+, 30+ og kvennaflokk.
Meira

Gurley startaði Stólunum í geggjuðum sigri á KR

Hann var alveg geggjuð skemmtun leikur Tindastóls og Íslandsmeistara KR í Síkinu í kvöld. Bæði lið hafa verið á fljúgandi siglingu í síðustu leikjum og það mátti búast við hörkuviðureign og áhorfendur voru sannarlega ekki sviknir um hana. Eftir erfiða byrjun unnu heimamenn sig inn í leikinn og spiluðu annan og þriðja leikhluta frábærlega. Stuðningsmenn Tindastóls voru heldur betur með á nótunum og hvöttu sína menn óspart áfram gegn urrandi baráttuglöðum KR-ingum. Lokatölur 91-85 fyrir Tindastól.
Meira

Stórleikur í Síkinu

Íslandsmeistarar KR mæta í Síkið fimmtudagskvöldið 3. mars og etur kappi við lið Tindastóls í Dominos-deildinni í körfu. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Stólana sem stefna á að næla sér í heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst 17. mars. Nú verða því allir að mæta í Síkið og styðja Stólana til sigurs.
Meira

Þjálfarasnilli Jose Costa vekur athygli

Vinnubrögð Jose Costa, þjálfara mfl. Tindastóls, hafa vakið athygli. Í myndskeiði frá Körfuboltakvöldi Stöðvar 2, birt á vísi.is, má sjá Jose Costa stilla upp í frábæru leikkerfi í leik liðsins gegn Keflavík á föstudaginn sem endaði með fullorðins troðslu frá Myron Dempsey.
Meira