Svipmyndir frá Landsmóti hestamanna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Hestar
29.06.2016
kl. 14.03
Landsmót hestamanna er komið á fulla ferð eins og lesendur Feykis.is hafa eflaust áttað sig á. Á annað þúsund manns voru mættir á mótið á Hólum í Hjaltadal áður en keppni hófst á mánudag og kom góð mæting svo snemma móts skemmtilega á óvart. Um 5000 miðar seldust í forsölu fyrir mótið, þar af keyptu útlendingar fjórðunginn, og er því reiknað með a.m.k. 5000 gestum á Landsmót.
Meira
