Íþróttir

Fúlt að moka frosinn völlinn fyrir æfingar

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli eru orðni langþreyttir á aðstöðuleysinu á Sauðárkróki. Hitalögnin undir gervigrasinu hefur verið biluð undanfarna tvo vetur og þarf því að byrja á því að moka völlinn fyrir æfingar.
Meira

Anthony Gurley til liðs við Tindastólsmenn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tryggt sér annan bandarískan leikmann fyrir baráttuna framundan. Það er Anthony Gurley, 28 ára gamall fjölhæfur leikmaður. Bæði Gurley og Myron Dempsey eru komnir með leikheimild og ættu að vera til í slaginn gegn Njarðvíkingum í kvöld.
Meira

Myron Dempsey tekur við af Jerome Hill

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum kana en Stólarnir hafa á ný samið við Myron Dempsey sem lék með liðinu á síðasta tímabili.
Meira

Þriðja svekkelsis tapið í röð hjá Stólunum

Tindastólsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn. Leikurinn var jafn og spennandi en varnarleikur liðanna var heldur öflugri en sóknarleikurinn. Það voru hinsvegar heimamenn sem reyndust kraftmeiri á lokamínútunum og sigruðu 79-76.
Meira

Svekkjandi tap eftir dramatískar lokamínútur í Síkinu

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í háspennuleik í Síkinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Bæði liðin voru með 14 stig fyrir umferðina og leikurinn því mikilvægur fyrir úrslitakeppnina. Stólarnir voru betri í fyrri hálfleik en Þórsarar komu til baka í þeim seinni í lokafjórðungnum skiptust liðin á um að hafa forystuna. Á æsipennandi lokakafla voru það gestirnir, með Vance Hall í óstöðvandi stuði, sem höfðu betur. Lokatölur 78-80.
Meira

Stólarnir vöknuðu of seint í Garðabænum

Stjarnan og Tindastóll mættust í spennandi körfuboltaleik í Garðabænum síðastliðið föstudagskvöld. Sóknarleikur Stólanna var varla til staðar í fyrri hálfleik en í þeim síðari létu þeir sverfa til stáls en boltinn fell betur fyrir Garðbæinga á lokamínútunum og þurftu Tindastólsmenn því að hverfa stigalausir úr svefnbænum. Lokatölur 81-76.
Meira

World Snow Day um helgina

Sunnudaginn 17. janúar næstkomandi verður alþjóðlegi „World snow day“ eða „Snjór um víða veröld“ haldinn í Tindastól og á öllum öðrum skíðasvæðum landsins. Í Tindastóli verður öllum krökkum 18 ára og yngri boðið frítt í brekkurnar og 50% afsláttur verður veittur af allri skíðaleigu.
Meira

Þóranna Ósk hlýtur afreksbikar - „Rós í hnappagat Skagfirðinga“

Eins og greint hefur verið frá hér á vefnum voru styrkir úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga afhentir sl. föstudag. Við sama tækifæri var afhentur afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Er þetta í fimmta skipti sem bikarinn er afhentur og í þetta sinn var það hin unga og efnilega Frjálsíþrottakonan Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem hlaut bikarinn.
Meira

Króksamót á morgun - Leikjaniðurröðun, riðlaskipting og liðsskipan

Sjötta Króksamót Tindastóls í körfubolta, fyrir iðkendur í 1.-6. bekk, verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 9. janúar. Mótið hefst kl: 10:00 og stendur til um kl. 15:00. „Að þessu sinnui er 14 lið sem mæta til keppni, tíu lið frá Tindastól og fjögur lið frá Þór Akureyri,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Gott að byrja árið á sigri

Það er gömul lumma að halda því fram að jólasteikin flækist fyrir körfuboltamönnum í fyrsta leik eftir jól. Það virðist þó ýmislegt til í gömlum lummum því leikur Tindastóls og ÍR í Síkinu í kvöld var ekki til útflutnings. Stólarnir gerðu þó nóg til að eigna sér stigin tvö sem í boði voru. Lokatölur 79-68 eftir sterkar lokamínútur heimamanna.
Meira