Keflvíkingar fengu að kenna á eigin meðulum í Sláturhúsinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.02.2016
kl. 14.04
Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Keflavíkina í gær þar sem þeir mættu liði heimamanna sem hefur verið að gera got mót í Dominos-deildinni. Heldur hefur þó fjarað undan þeim Suðurnesjaköppum upp á síðkastið og Stólarnir létu þá aldeilis bragða á eigin meðali í fyrri hálfleik, keyrðu yfir heimamenn sem vissu ekki hvað snéri upp eða niður í Sláturhúsinu þar sem þeir eiga að þekkja hverja fjöl. Stólarnir slökuðu einum ef ekki tveimur of mikið á þegar líða fór á leikinn og mátti litlu muna að Keflvíkingar næðu að stela sigrinum í blálokin. Lokatölur 82-86 og frábær sigur staðreynd.
Meira