Íþróttir

Keflvíkingar fengu að kenna á eigin meðulum í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Keflavíkina í gær þar sem þeir mættu liði heimamanna sem hefur verið að gera got mót í Dominos-deildinni. Heldur hefur þó fjarað undan þeim Suðurnesjaköppum upp á síðkastið og Stólarnir létu þá aldeilis bragða á eigin meðali í fyrri hálfleik, keyrðu yfir heimamenn sem vissu ekki hvað snéri upp eða niður í Sláturhúsinu þar sem þeir eiga að þekkja hverja fjöl. Stólarnir slökuðu einum ef ekki tveimur of mikið á þegar líða fór á leikinn og mátti litlu muna að Keflvíkingar næðu að stela sigrinum í blálokin. Lokatölur 82-86 og frábær sigur staðreynd.
Meira

Skagfirðingur Norður­landa­meist­ari í skóla­skák

Skagfirðingar eignuðust nýj­an Norður­landa­meist­ara á Norður­landa­móti í skóla­skák sem fram fór í Vaxjö í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Óskar Vík­ing­ur Davíðsson hampaði þar sigri í flokki skák­manna 11 ára og yngri. Óskar er sonur Erlu Hlínar Hjálmarsdóttir frá Brekku og barnabarn Valdísar Óskarsdóttur.
Meira

Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni

Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið mjög gott til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi.
Meira

Gunnar Bragi lék fótbolta við börn í flóttamannabúðum

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands og Króksari, brá undir sig betri fætinum í heimsókn um Miðausturlönd í gær þegar hann skellti sér fótbolta við börn í flótta­manna­búðum fyr­ir Palestínu­menn í Bet­lehem. Gunnar Bragi hefur bæði heim­sótt Ísra­el og Palestínu. Í dag er ráðgert að hann fari til Jórdan­íu.
Meira

Sirkus Myron Dempsey og Darrel Lewis lék listir sínar í Síkinu

Tindastóll og Snæfell mættust í Síkinu í kvöld í 18. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hólmarar urðu að láta það duga að mæta til leiks með sjö menn og þar af var einn þeirra aðstoðarþjálfari liðsins. Það varð því snemma ljóst að það yrði brekka í þessu fyrir gestina og ekki var það til að hjálpa þeim að Lewis og Dempsey voru óstöðvandi í liði Stólanna. Lokatölur eftir ansi skemmtilegan leik voru 114-85 fyrir Tindastól.
Meira

Tindastóll hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ

Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlýtur Ungmennafélagið Tindastóll. Á Facebook-síðu KSÍ segir að Tindastóll hafi um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Landsbankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki.
Meira

Sterkur lokasprettur Stólanna og mikilvægur sigur á Njarðvíkingum í Síkinu

Sprækir Njarðvíkingar mættu í Síkið í kvöld og spiluðu hörkuleik við lið Tindastóls. Gestirnir voru lengstum skrefinu á undan með Loga Gunnars í stuði og Atkinson ólseigan en Stólarnir reyndust þó seigari á lokametrunum, náðu forystunni þegar mestu skipti og gestirnir fóru á taugum. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Meira

„Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“

Guðmar Freyr Magnússon 15 ára leikmaður Tindastóls slasaðist í fótboltaleik við KA á Akureyri um sl. helgi. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang til að flytja Guðmar á sjúkrahús sem hafði fengið slæmt högg á nefið. Tilsvör Guðmars vöktu athygli á samfélags- og netmiðlum þegar Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni. „Þegar búið var að binda um sárið var hann spurður hvort hann treysti sér að standa upp og leggjast í börurnar. Þá lá ekki á svarinu: „Að sjálfsögðu! Ég er Skagfirðingur“. Feykir leit í heimsókn til Guðmars sl. mánudag.
Meira

Keppt í smala í húnvetnsku liðakeppninni

Húnvetnska liðakeppnin hófst um síðustu helgi með keppni í smala. Að því er fram kemur í frétt á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts heppnaðist mótið afar vel. „Mörg flott tilþrif sáust á vellinum og má með sanni segja að reiðmennska hafi verið til fyrirmyndar eins og Þytsfélaga er von og vísa,“ segir í frétt á vefnum.
Meira

Pétur gerði gæfumuninn gegn Hetti

Tindastólsmenn héldu austur á Egilsstaði í gær þar sem þeir léku við lið Hattar í Dominos-deildinni í körfubolta. Lið Hattar situr á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í vetur en nú á nýju ári hafa þeir alla jafna verið að spila hörkuleiki en mátt bíta í það súra epli að tapa leikjum sínum á ögurstundu. Það varð engin breyting á því í gær því Pétur Birgisson setti niður sigurþrist þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum og breytti stöðunni úr 81-81 í 81-84.
Meira