Íþróttir

Tuttugu þúsund Tólfur á Stade de France

Króksarinn Styrmir Gíslason er einna fremstur í fylkingu stuðningsmanna íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Styrmir er stofnandi stuðningsmannasveitarinnar Tólfunar. „Þetta snýst um að vera tólfti maðurinn á bak við liðið okkar á vellinum. Þegar á móti blæs þá öskrum við aðeins hærra til þess að koma þeim þangað sem þeir þurfa að komast,“ útskýrði Styrmir þegar blaðamaður Feykis heyrði í honum hljóðið fyrr í vikunni, sem var óneitanlega orðið fremur rámt.
Meira

Fyrsti heimaleikur Tindastóls á föstudagskvöld

Karlalið m.fl. Tindastóls mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik sumarsins klukkan 19:00 næstkomandi föstudag, 24. júní.
Meira

Landsbankamótið í fótbolta haldið um helgina

Hið árlega Landsbankamót í fótbolta verður haldið á Sauðárkróki um komandi helgi. Stúlkur í 6. flokki, alls staðar af landinu etja kappi á mótinu, sem hefst á laugardagsmorgni og klárast um miðjan dag á sunnudaginn.
Meira

Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði

Rallýkeppendur bregða undir sig betri fætinum og halda til Hólmavíkur um næstu helgi en þar verður ekin önnur umferð í íslandsmótinu í rallý. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við öfluga heimamenn, sem stendur fyrir keppninni en ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi haldnir í blíðskaparveðri

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka voru haldnir á Blönduósi um helgina og var gerður góður rómur að. Þar öttu saman kappi hressir knattspyrnukrakkar í 4.,5.,6.,7. og 8. flokki en alls voru það 49 lið frá hinum ýmsu smábæjum landsins sem kepptu.
Meira

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga í gær

Nýprent Open barna og unglingamótið fór fram á Hlíðarendavelli í gær, sunnudaginn 19. júní. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og var það fyrsta í röðinni þetta árið. Þátttakendur koma frá Golfklúbbi Sauðárkróks(GSS), Golfklúbbi Akureyrar(GA), Golfklúbbnum Hamri á Dalvík(GHD) og Golfklúbbi Fjallabyggðar(GFB).
Meira

Góð ferð á Vopnafjörð

Kvenna- og karlalið Tindastóls gerðu góð ferð austur á Vopnafjörð á laugardaginn þar sem liðinn spiluðu við heimamenn- og konur í liði Einherja og höfðu sigur í báðum viðureignum. Strákarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur en lið Tindastóls og Einherja voru með jafn mörg stig í 2.-3. sæti fyrir leikinn.
Meira

Skagfirðingar í leikmannahópnum á EM

Á vef Skagfirðingafélagsins er sagt frá því að Skagfirðingar eigi sína fulltrúa í leikmannahópnum á EM í Frakklandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins fer fram í kvöld og því ekki úr vegi að fara yfir hverjir þessir Skagfirðingar eru.
Meira

Smábæjarleikarnir haldnir um helgina

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka verða haldir næstkomandi helgi, dagana 18.-19. júní, en þetta knattspyrnumót er fyrir hressa krakka í 4., 5., 6., 7. og 8 flokki, bæði stelpur og strákar. Búist er við um 1.500-1.700 manns á Blönduós um helgina.
Meira

Sótt um að halda Unglingalandsmót 2019

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 26. maí sl. var lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, þar sem sambandið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn til að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2019.
Meira