Íþróttir

Sauðárkróks-Hestar náði bestum árangri skagfirskra hrossaræktarbúa

Á uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna sem haldin var í Ljósheimum 27. nóvember síðastliðinn voru veitt verðlaun fyrir það hrossaræktarbú sem bestum árangri náði á árinu 2015. Verðlaunin að þessu sinni hlutu Sauðárkróks-Hestar.
Meira

Stólarnir flottir og flengdu FSu-piltana í Síkinu

Síðustu leikirnir í fyrri umferð Dominos-deildarinnar fara fram nú í vikulokin og í gær fengu Tindastólsmenn lið FSu í heimsókn í Síkið. Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar í leiknum og skemmtu stuðningsmönnum sínum með frábærum varnarleik sem oft á tíðum skilaði skemmtilegum skyndisóknum. Lokatölur voru 107-80.
Meira

Styrktar-WOD í Crossfit 550

Næsta laugardag verður svokallað styrktar-WOD í Crossfit 550 á Sauðárkróki. Það virkar þannig að á milli 12 og 16 verða æfingar á um það bil 30 mínútna fresti, þar sem allir geta komið og verið með og látið gott af sér leiða í leiðinni.
Meira

Öruggur sigur Stólanna á kanalausum Grindvíkingum

Tindastólsmenn hafa sjaldnast riðið feitum hesti úr Grindavík en á því varð breyting í kvöld. Stólarnir unnu sannfærandi sigur á kanalausum Suðurnesjaköppum, voru 15 stigum yfir í hálfleik og kláruðu leikinn af öryggi, 77-100. Atkvæðamestir í liði Tindastóls voru Darrel Lewis og Jerome Hill en lykilatriðið var að Stólarnir höfðu yfirburði undir körfunni og tóku hátt í 20 fráköstum meira en heimamenn.
Meira

Grátlegt tap gegn KR í framlengdum leik

Skagfirðingar kepptu á þremur vígstöðvum í sjónvörpum landsmanna í gærkvöldi og máttu bíta í það súra epli að fara halloka á þeim öllum. Frammistaðan var hins vegar til mikillar fyrirmyndar og geta keppendur í Útsvari, The Voice og körfuboltalið Tindastóls borið höfuðið hátt þrátt fyrir svekkelsið. Tindastóll tapaði fyrir liði Íslandsmeistara KR í Vesturbænum eftir æsispennandi og að lokum framlengdan leik. Lokatölur 80-76.
Meira

Þrjár frá Tindastóli í æfingahóp yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir verkefni næsta sumars og þar á meðal eru þrjár stúlkur frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Þær eru Linda Þórdís B. Róbertsdóttir í U18 og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Telma Ösp Einarsdóttir í U16.
Meira

Þóranna Ósk og Daníel Frjálsíþróttafólk UMSS 2015

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin í Miðgarði sl. laugardag, þann 28. nóvember. Þar var það frjálsíþróttafólk Skagafjarðar sem skarað hefur fram úr þetta árið heiðrað í öllum flokkum.
Meira

Stólarnir í stuði í Síkinu í gærkvöldi – sigur gegn Keflavík á FeykirTV

Tindastóll tók á móti toppliði Keflavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í gær og var heldur betur fjör í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu Keflvíkinga, 97-91. Eins og segir í leiklýsingu sem birt var á Feyki.is í gærkvöldi mátti sjá leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur á ný og slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt.
Meira

Við erum búin að endurheimta Stólana okkar!

Tindastóll tók á móti toppliði Keflvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld og það var heldur betur fjör í sjóðheitu Síkinu. Slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt og nú kannaðist maður aftur við baráttuna og leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur. Keflvíkingar voru reyndar fullir af sjálfstrausti og spiluðu á köflum glimrandi körfubolta en í kvöld voru það heimamenn í Tindastóli sem bitu betur á jaxlinn þegar mestu máli skipti. Lokatölur 97-91.
Meira

Skagfirðingar á verðlaunapalli Bikarmóts IFBB

Bikarmót IFBB í fitness, vaxtarrækt og módelfitness fór fram um helgina. Um 90 keppendur kepptu á mótinu sem fór fram í Háskólabíói, þar á meðal voru tveir Skagfirðingar sem komust á verðlaunapall, þeir Gunnar Stefán Pétursson og Elmar Eysteinsson.
Meira