Íþróttir

Úrslit helgarinnar í körfunni hjá yngri flokkum

Það var mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Stúlknaflokkur mætti Haukum á Sauðárkróki og biðu lægri hlut fyrir gestunum, 51:71. Unglingaflokkur kvenna tók á móti Þór Akureyri og þar biðu heimastúlkur einnig lægri hlut, 61:73. Þá var törnering hjá 7. flokki stúlkna þar sem þær léku með Þór Akureyri.
Meira

Góður sigur Kormáks gegn Grundarfirði

Kormákur fékk Grundarfjörð í heimsókn sl. sunnudag en liðin leika bæði í 3. deild. Samkvæmt vef Umf. Kormáks var jafnræði með liðunum í leiknum, gestirnir leiddu naumlega nær allan leikinn en Kormáksmenn sem báru þó sigur úr býtum. Ágætis mæting var á pallana og þar á meðal var heil hersveit af trommurum, sem heldur betur lét heyra í sér, samkvæmt vefnum.
Meira

Fjögur lið frá Sauðárkróki í Metabolicleikunum

Laugardaginn 14. nóvember hittust yfir 100 Metabolic iðkendur af landinu öllu á Selfossi og kepptu í líkamlegu hreysti og sendi Þreksport á Sauðárkróki fjögur lið til leiks. Á vef Þreksports segir að Metabolic æfingakerfið hafi verið kennt í Þreksport á Sauðárkróki um allnokkurt skeið undir handleiðslu þjálfaranna Guðrúnar Helgu og Friðriks, og njóti mikilla vinsælda.
Meira

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli klæðast endurskinsvestum

Nú eru fótboltaiðkendur á Sauðárkróki farnir að huga að næsta sumri og æfingar komnar á fullt. Æfingar eru víðsvegar og t.d. er töluvert um útihlaup. Í fréttatilkynningu frá Tindastól segir að VÍS á Sauðárkróki og knattspyrnudeild Tindastóls hafa sammælst um að allir iðkendur noti endurskinsvesti í þessum hlaupum, enda birtan ekki upp á það besta á þessum tíma.
Meira

Stólarnir náðu ekki að stela stigunum í Stykkishólmi

Tindastóll tapaði fjórða leik sínum í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar strákarnir lutu í parket í Stykkishólmi. Snæfellingar náðu undirtökunum strax í byrjun og Stólarnir voru að elta skottið á þeim það sem eftir lifði leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Tindastólsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði, lokatölur 94-91.
Meira

Góður árangur 9. flokks drengja í Tindastóli

Nú um helgina fór fram á Sauðárkróki körfubolta-turnering í B-riðli hjá 9. flokki drengja. Fimm lið tóku þátt en það voru lið Breiðabliks, Njarðvíkur, Skallagríms, Tindastóls og Vals. Lið Tindastóls hafði nýverið unnið sig upp um riðil og er óhætt að segja að drengirnir hafi komið skemmtilega á óvart og náðu skínandi árangri, enduðu í öðru sæti riðilsins.
Meira

Stólarnir sigruðu Hött í Síkinu – Feykir TV

Eftir þrjá tapleiki í röð í Domino´s deildinni kom loks sigur í hús hjá Stólunum gegn Hetti. Leikurinn fór fram í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, í gærkvöldi og voru lokatölur 80-75. „Ljótasti sigur í heimi en sigur þó lykilatriðið,“ segir í skemmtilegri lýsingu á leiknum sem birt var á Feyki.is í gærkvöldi og má lesa hér.
Meira

Ljótasti sigur í heimi en sigur þó lykilatriðið

Hann var ekki fallegur leikur Tindastóls og Hattar í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og sérstaklega voru heimamenn flatir. Það var nánast eins og menn nenntu þessu ekki og ef eitthvað bit hefði verið í Hattarmönnum þá hefðu þeir stolið þessu undir lokin. Það góða við leikinn er að hann er búinn og skilaði tveimur stigum á töfluna til Tindastóls.
Meira

Tindastóll tekur á móti Hetti í kvöld

Í kvöld tekur meistaraflokkur Tindastóls í körfu á móti Hetti. Leikurinn hefst kl: 19.15 og verður sýndur í beinni á TindastóllTV.
Meira

Jou Costa tekur við liði Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks en sem kunnugt er var Finninn Pieti Poikola leystur undan samningi í október. Nýr þjálfari liðsins er hinn 43 ára gamli Spánverji, José María Costa Gómez, en hann var m.a. yfirþjálfari hjá Tenerife Baloncesto með Israel Martín, síðar þjálfara Tindastóls, sem aðstoðarþjálfara.
Meira