Fjórði leikur Tindastóls og Hauka er í Síkinu í kvöld! Hvar ætlar þú að vera?
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.04.2016
kl. 04.15
Fjórði leikur í einvígi Tindastóls og Hauka í fjögurra liða úrslitum Dominos-deildarinnar fer fram í kvöld kl. 19:15 í Síkinu. Það má reikna með rosalegum baráttuleik og Stólarnir munu ekki gefa þumlung eftir gegn sterku liði Hauka. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Tindastólsmönnum og því alveg kristaltært að stuðningsmenn verða að fjölmenna í Síkið og styðja sína menn til sigurs.
Meira
