Íþróttir

Tindastóll tapar í Iceland Glacial höllinni

Lið Tindastóls varð undir í viðureigninni gegn Þór Þorlákshöfn sl. föstudagskvöld þegar Stólarnir sóttu Þórsara heim í Iceland Glacial höllinni. Úrslit urðu 92 – 66. Samkvæmt frétt á Karfan.is var mæting stuðningsmanna liðanna til fyrirmyndar og fjölmennt í höllinni.
Meira

Tveir þjálfarar ráðnir fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu

Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Í starfið voru ráðnir tveir heimamenn, þeir Stefán Arnar Ómarsson, fæddur 1982 og Haukur Skúlason, fæddur 1981. Hafa þeir leikið fjölda meistaraflokksleikja með félaginu auk þess að hafa góða þjálfaramenntun.
Meira

Tindastóll mætir Njarðvík í Ljónagryfjunni

Dregið var í 32 liða úrslitum Powerade-bikarkeppni KKÍ í gær og ljóst að í það minnsta fjögur úrvalsdeildarlið munu detta úr leik þar sem óvenjumikið verður um innbyrðisviðureignir toppliða í umferðinni. Stórleikur umferðarinnar verður þó væntanlega viðureign Njarðvíkinga og Tindastóls í Ljónagryfjunni suður með sjó.
Meira

Baldur og Aðalsteinn verja Íslandsmeistaratitilinn

Síðast liðinn laugardag var ekin lokaumferðin í Íslandsmótinu í rallý. Eknar voru fjórar sérleiðir um Skjaldbreiðarveg og Kaldadal. Spennan var mikil því ljóst var að í lok dags myndu úrslit um Íslandsmeistaratitla ráðast í þremur flokkum, jeppa-, non-turbo- og heildarkeppninni en í þeim flokki teljast allir þeir bílar sem keppa, óháð afli og útbúnaði.
Meira

Stjörnufleyinu sökkt í Síkinu

Kanalausar körfuknattleikskempur Tindastóls tóku á móti KR-bönunum í Stjörnunni í 2. umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Úr varð hörkuleikur þar sem hart var barist en það voru heimamenn sem náðu undirtökunum strax í byrjun og héldu Garðbæingum fyrir aftan sig allt til enda. Lokatölur urðu 79-68 fyrir Tindastól og að sjálfsögðu var hörkustemning og góð mæting í Síkinu.
Meira

Stjarnan mætir í Síkið í kvöld

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Dominos-deildinni í körfubolta fer fram í Síkinu í kvöld en þá koma leikmenn Stjörnunnar í heimsókn. Bæði liðin unnu leiki sína í fyrstu umferðinni; Tindastóll lagði lið ÍR en Garðbæingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistara KR í miklum háspennuleik.
Meira

Lewis með stórleik í sterkum sigri Stólanna

Dominos-deildin hrökk í gang í gærkvöldi en þá fóru fram þrír leikir. Þar á meðal var leikur ÍR og Tindastóls í Hertz-hellinum í Seljaskóla. Leikurinn var vel leikinn og spennandi þó Stólarnir hafi lengstum haft frumkvæðið. Lokatölur voru 90-103.
Meira

Axel Kára til liðs við Svendborg

Á danska körfuboltavefnum fullcourt.dk er sagt frá því að Skagfirðingurinn og landsliðsmaðurinn Axel Kárason, sem leikið hefur með liðinu Værløse hafi gengið til liðs við Svendborg.
Meira

Ný Crossfit stöð opnar á Króknum

Vinkonurnar Sunna Björk Atladóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir eru að opna Crossfit stöð á Sauðárkróki. Stöðin verður til húsa að Borgarflöt 5 en þær héldu fyrsta grunnnámskeiðið í íþróttasal barnaskólans við Freyjugötu um helgina. Á námskeiðinu fengu þær til liðs við sig þjálfarann Evert Víglundsson, sem sumir gætu kannast við úr Biggest loser þáttunum, en hann er yfirþjálfari og eigandi Crossfit Reykjavík. Blaðamaður Feykis spjallaði við þau að loknu námskeiði.
Meira

Kiddi spáir Stólunum bikarmeistaratitlinum

Keppni í Domino´s-deildinni í körfubolta hefst í kvöld og sækja Tindastólsmenn lið ÍR heim í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Á árlegum blaðamannafundi KKÍ og Domino's nú í vikunni var síðan kunngerð spá fyrirliða og forráðamanna liðanna og var liði Tindastóls spáð öðru sæti í deildinni.
Meira