Íþróttir

Tindastólsmenn mæta Haukum í undanúrslitum

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Fyrir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur voru KR, Tindastóll og Haukar búin að tryggja sig áfram og þegar æsilegum leik var lokið í Garðabænum höfðu Njarðvíkingar bæst í þann hóp. Njarðvíkingar mæta því KR-ingum en Haukar fá Tindastól og verður fyrsti leikur liðanna í Hafnarfirði nk. sunnudagskvöld.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Það var boðið upp á taumlausa skemmtun og farsælan endi í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar komu sperrtir til leiks eftir að Stólarnir höfðu, að sögn körfuboltaspekinga landsins, kveikt neistann í Keflvíkingum í síðasta leik sem Suðurnesjamennirnir unnu örugglega. Sú tíra var ekki lengi að slokkna því leik var nánast lokið eftir fyrsta leikhluta. Lokatölur í Síkinu 98-68 fyrir Tindastól sem hefurþví tryggt sæti sitt í fjögurra liða úrslitunum.
Meira

Hill slapp við bann og útlit fyrir háspennuleik í Síkinu

Einvígi Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppninni í körfubolta er nú komið á þokkalegasta spennustig eftir að Keflvíkingar komu á óvart í þriðja leik liðanna og náðu að landa fyrsta sigri sínum á Stólunum í vetur. Þar með hafa Tindastólsmenn sigrað tvisvar í viðureigninni en Keflvíkingar einu sinni. Fjórði leikur liðanna fer fram á Króknum annan í páskum og hefst kl. 19:15.
Meira

„Stóra markmiðið sem loksins náðist“

Skagfirðingurinn Elmar Eysteinsson gerði sér lítið fyrir og hreppti Íslandsmeistaratitli í Fitness á fimmtudaginn var. Feykir spjallaði við Elmar um mótið, undirbúninginn og feril hans í Fitness.
Meira

Yfir 140 þátttakendur á Fljótamóti

Yfir 140 skíðagöngugarpar skráðu sig til leiks á Fljótamóti í skíðagöngu sem fram fór í dag. Eins og sagt hefur verið frá í Feyki og öðrum fjölmiðlum er mótið, sem nú var haldið í þriðja sinn, orðið það næststærsta á landinu.
Meira

Hill gaf Helga og félögum einn á snúðinn

Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Með sigri hefðu Stólarnir sent heimamenn í sumarfrí en Keflvíkingar voru ekkert á þeim buxunum, náðu upp prýðis baráttu og góðum leik á meðan flest fór í baklás hjá Tindastólsmönnum. Lokatölur urðu 95-71 og ljóst að Stólarnir verða að girða sig í brók fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Síkinu annan í páskum.
Meira

Fljótamót orðið næststærsta skíðagöngumót landsins

Skíðagöngumót í Fljótum, sem haldið var í fyrsta sinn á skírdag 2014, undir yfirskriftinni Fljótamót, er nú orðið að árvissum viðburði. Er það þegar orðið næststærsta skíðagöngumót landsins, og aðeins hin rótgróna Fossavatnsganga á Ísafirði sem dregur til sín fleiri keppendur, að því er haft var eftir Birni Z. Ásgrímssyni, einum af forsvarsmönnum mótsins, í Morgunblaðinu í gær.
Meira

Pétur og Helgi Rafn með stjörnuleik í mögnuðum bardaga í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í úrslitakeppninni í körfuknattleik í Síkinu í kvöld. Stólarnir unnu fyrsta leikinn suður með sjó og eftir heilmikinn bardaga tryggðu þeir annan sigurinn í kvöld og eru komnir í kjörstöðu í viðureigninni því nú eru Keflvíkingar komnir með bakið upp að vegg og verða að vinna þrjá leiki til að komast áfram. Lokatölurnar í kvöld voru 96-80 og var Pétur Birgis, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins.
Meira

Stólarnir sendu sterk skilaboð í Sláturhúsinu suður með sjó

Úrslitakeppnin í körfunni hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar KR unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í Vesturbænum en í Sláturhúsinu í Keflavík voru Tindastólsmenn mættir ásamt fjölmennu fylgdarliði og öttu kappi við heimamenn í hressilegum leik. Stólarnir tóku forystuna snemma leiks og héldu henni allt til leiksloka en spennan var í hámarki undir lokin þegar heimamenn gerðu ágæta atlögu að Stólunum. Steig þá upp Darrel Lewis og lokaði leiknum. Lokatölur 90-100 og lið Tindastóls komið með undirtökin í einvígi liðanna.
Meira

Snjólaug María íþróttamaður ársins og Fram hlýtur hvatningarverðlaun

Í gær, sunnudaginn 13. mars, fór fram á Húnavöllum 99. ársþing USAH. Samkvæmt Facebook-síðu USAH mættu 32 fulltrúar frá aðildarfélögunum á þingið, auk þeirra mættu tveir gestir, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ og Þórey Edda Elísdóttir, fulltrúi ÍSÍ. „Var þingið nokkuð starfssamt og umræður þónokkra,“ segir um þingið á síðunni. Fjórar tillögur lágu fyrir á þinginu sem allar voru samþykktar eftir breytingar í nefndum.
Meira