Íþróttir

Karfan.is stóð fyrir vali á besta byrjunarliði Tindastóls

Á Karfan.is er að finna bráðskemmtilega umfjöllun um besta byrjunarlið Tindastóls í körfunni frá upphafi. Að sjálfsögðu hafa ófáir snillingar spilað með Stólunum í gegnum tíðina og byrjunarliðið sem nokkrir fjölfróðir stuðningsmenn liðsins völdu sannarlega ekki af verri endanum.
Meira

Arnar Freyr Arnarsson valinn í handboltalandsliðið

Arnar Freyr Arnarsson, sonur Arnars Þórs Sævarssonar sveitarstjóra Blönduósbæjar, hefur verið valinn í karlalandslið Íslands í handknattleik sem tekur þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti í Noregi sem hefst á morgun.
Meira

Stólarnir særðir í Ljónagryfjunni

Tindastóll fór aftur í Ljónagryfjuna í gærkvöldi eftir að hafa mátt lúta í parket þar í bikarnum í byrjun vikunnar. Rétt eins og þá var það varnarleikur liðanna sem var í fyrirrúmi að þessu sinni, leikurinn æsispennandi og að loknum venjulegum leiktíma var jafnt, 64-64. Njarðvíkingar reykspóluðu yfir Stólana í framlengingunni og sendu strákana stigalausa heim á Krók.
Meira

Leikur Hauka og Tindastóls á Feyki TV

Stólarnir áttu erfiðan leik sl. fimmtudagskvöld, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, þegar Haukar mættu í Síkið. Lokatölur leiksins voru 64-72 og má lesa leiklýsinguna hér. Að leik loknum voru Pieti Poikola þjálfari Tindastóls og Harri Mannonen aðstoðarþjálfari leystir undan samningi við Körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Bikardraumur Tindastólsmanna entist ekki lengi

Tindastólsmenn féllu úr leik í Poweradebikarnum í gærkvöldi þegar strákarnir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna. Leikurinn var æsispennandi en slakur lokakafli Stólanna reyndist dýrkeyptur. Haukur Helgi Pálsson setti niður þrist þegar tvær sekúndur voru eftir og þrátt fyrir ágæta tilraun tókst Stólunum ekki að jafna. Lokatölur 66-63.
Meira

Glímukappar frá Varmahlíð vinna til verðlauna

Þrír nemendur Varmahlíðarskóla, með íslensku glímuna sem valgrein á haustönn, gerðu góða ferð á MÍ í glímu 15 ára og yngri sem haldið var í Reykjanesbæ, laugardaginn 24. okt. sl. Guðmundur Smári Guðmundsson varð Íslandsmeistari í flokki 13 ára pilta, Þórir Árni Jóelsson varð annar í flokki 14 ára pilta og Skarphéðinn Rúnar Sveinsson varð þriðji í sama flokki.
Meira

Orðsending til stuðningsmanna Tindastóls

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls vinnur enn að því að finna nýjan þjálfara fyrir liðið en þjálfarar liðsins, Pieti Poikola og Harri Mannonen, voru leystir undan samningi við liðið í gærmorgun. Stjórn og liðsmenn Tindastóls vilja koma því á framfæri við stuðningsmenn sína að liðið ætli að standa saman sem aldrei fyrr og muni ekki leggja árar í bát. Þau biðla til stuðningsmanna að gera hið saman og þjappa sér að baki liðinu.
Meira

Bjartsýni á gengi Tindastólsmanna í vetur

Í síðustu netkönnun Feykis.is voru lesendur spurðir hvernig þeir reiknuðu með að Tindastólsmönnum mundi ganga í körfunni í vetur. Könnunin var að sjálfsögðu sett í loftið eftir tvo góða sigurleiki Tindastólsmanna og svörin kannski lituð af þeim úrslitum. Það er óhætt að segja að nokkur bjartsýni einkenni niðurstöðurnar.
Meira

Pieti og Harri leystir undan samningi hjá Tindastóli

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur staðfest við Feyki að Pieti Poikola þjálfari Tindastóls og Harri Mannonen aðstoðarþjálfari voru leystir undan samningi við Kkd. Tindastóls í morgun og leikmönnum hafa verið kynntar ákvarðanir stjórnar.
Meira

Hörmuleg byrjun Stólanna varð dýrkeypt í Síkinu í kvöld

Hann var þunnur þrettándinn hjá Stólunum í kvöld þegar Haukar mættu í Síkið. Þrátt fyrir gjörsamlega hörmulegar fyrstu 15 mínútur leiksins þá tókst Tindastólsmönnum að vinna sig inn í leikinn með góðri baráttu. Það dugði þó ekki til þar sem of margir leikmanna Stólanna áttu slæman dag í sókninni og það voru því gestirnir sem unnu sanngjarnan sigur að þessu sinni, lokatölur 64-72.
Meira