Íþróttir

Baldur og Aðalsteinn leiða Íslandsmótið

Fjórða umferð í Íslandsmótinu í rallý fer fram þann 26. september næstkomandi. Hefst keppnin hjá Geysi í Haukadal klukkan 10:00 og haldið verður upp á Skjaldbreiðarveg. Nokkur ár eru síðan ekið hefur verið um þennan línuveg og er ljóst að tilhlökkun er mikil meðal keppenda að spreyta sig á henni. Er þessi sérleið um 42 km löng og telst lengsta rallýleið sumarsins. Mun hún reyna á úthald og einbeitingu áhafna sem og ástand bifreiða.
Meira

Hreyfivika í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tekur nú í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku (Move Week) sem fer fram um alla Evrópu dagana 21.-27. september. Tilgangurinn er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Boðið verrður upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Það er von sveitarfélagsins að íbúar þess kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni, taki þátt í einhverjum viðburðanna og skilji jafnvel bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna.
Meira

Öruggur sigur á Blikum í Lengjubikarnum

Lið Tindastóls hefur unnið alla þrjá leiki sína hingað til í Lengjubikarnum en á laugardag kom lið Breiðabliks í heimsókn í Síkið og reyndist ekki mikil fyrirstaða fyrir lið Stólanna. Lokatölur urðu 96-69.
Meira

Mosfellingar sendu Stólana niður í 3. deild

Tindastóll mætti Aftureldingu á Króknum í dag og ljóst var fyrir leikinn að jafntefli mundi duga Stólunum til að halda sæti sínu í 2. deild. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að lið Tindastóls tapaði leiknum og féll því milli deilda annað árið í röð. Því miður féll fátt með Stólunum í leiknum í dag og er það kannski það skásta sem má segja um leik liðsins.
Meira

Snjólaug er Skyttan 2015

Laugardaginn 12. september var Kvennamótið Skyttan haldið á Blönduósi í blíðskapar veðri og frábærum félagsskap. Átta konur frá Akureyri, Hafnarfirði, Reykjavík og Blönduósi mættu til leiks og háðu keppni um Nýliðann 2015 og Skyttuna 2015.
Meira

Tindastóll tekur á móti Breiðablik í dag

Meistaraflokkur Tindastóls tekur á móti Breiðablik í Síkinu, Íþróttahúsinu á Sauðárkróki, kl. 16:30 í dag. Þetta er þriðji leikur Stólanna í Lengjubikarnum sem allir hafa farið fram í þessari viku. Lið Tindastóls er ósigrað en strákarnir léku á móti Skallagrími á Borgarnesi sl. mánudag og FSu í Síkinu á miðvikudag.
Meira

Síðasti leikur tímabilsins hefst kl. 14 - frítt á völlinn

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla hefst kl. 14 í dag en þá tekur Tindastóll á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2. deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.
Meira

Ævintýraleg vika í Berlín

Stuðningsmenn landsliðsins í körfu stóðu á öndinni er þeir fylgdust með Íslandi fara á kostum á Evrópumótinu í körfu, Eurobasket 2015, í Berlín 5.-10. september. Liðið hafði verið dregið út í svokölluðum „dauðariðli“ og kepptu á móti sterkustu liðum heims. Menn þorðu ekki að gera sér miklar væntingar en þrátt fyrir að íslenska liðið tapaði öllum leikjum sýndu þeir og sönnuðu að þeir áttu fullt erindi á meðal þeirra bestu. Feykir ræddi við landsliðsmanninn Axel Kárason frá Sólheimum í Blönduhlíð og Rúnar Birgir Gíslason, einn úr hópi skagfirskra áhorfenda.
Meira

Sigur gegn FSu í Síkinu

Meistaraflokkur Tindastóls tók á móti FSu í Síkinu í gærkvöldi. Samkvæmt frétt Körfunnar.is var leikurinn sveiflukenndur en endaði með tíu stiga sigri heimamanna, 96-86. Tindastóll hefur því sigrað tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum.
Meira

Stútfull dagskrá Hreyfiviku í Skagafirði

Dagana 21. - 27. september er svokölluð Hreyfivika UMFÍ "MOVE WEEK" og verður ýmislegt í boði í Skagafirði. "MOVE WEEK" er Evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.
Meira