Íþróttir

Baldri og Alla dugar sjötta sætið

Næst komandi laugardag fer fram fimmta og síðasta umferð ársins í Íslandsmótinu í rallý. Eknar verða fjórar sérleiðir í nágrenni Langjökuls, það er á Skjaldbreiðarvegi og Kaldadal, og má búast við hörku keppni þar sem staða í Íslandsmótinu er mjög jöfn í öllum flokkum.
Meira

Jerome Hill til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls losaði Darren Townes undan samningi á föstudaginn, eins og greint var frá á Feyki.is í morgun. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig um helgina. Félagið hefur komist að samkomulagi við Jerome Hill um að hann leiki með félaginu í Domino's deildinni.
Meira

Stólarnir leita að nýjum erlendum leikmanni eftir að Townes var leystur undan samningi

Karfan.is segir frá því að Tindastóll hefur leyst Darren Townes undan samningi við félagið og hefur miðillin þetta eftir Pieti Poikola þjálfara Tindastóls sem segir að í ljós hafi komið að Tindastóll hafi þörf á öðruvísi leikmanni.
Meira

Úrslitaleikirnir í Lengjubikarnum fara fram á Selfossi

Í frétt á vef KKÍ er sagt frá því að búið er að breyta leikstað undanúrslita og úrslita Lengjubikarsins 2015 en til stóð að karlaleikirnir yrðu spilaðir á Sauðárkróki. Undanúrslit kvenna fara fram í TM-höllinni í Keflavík og undanúrslit karla og úrslitaleikirnir verða í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.
Meira

Laufey Harpa með U17 landsliði kvenna til Svartfjallalands

Úlfar Hinriksson, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur valið 18 leikmenn til að taka þátt í undanriðli EM sem leikinn verður í Svarfjallalandi 20. -28. október. Þar á meðal er Skagfirðingurinn Laufey Harpa Halldórsdóttir sem leikur með Tindastóli.
Meira

Lið Tindastóls úr leik í Lengjubikarnum

Tindastólsmenn sóttu Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld í átta liða úrslitum Lengjubikarkeppninnar. Með sigri hefðu Stólarnir boðið stuðningsmönnum sínum upp á ærlegt partí í Síkinu um komandi helgi því úrslitaleikir Lengjubikarsins verða spilaðir á Króknum. Það var því súrt að Þórsarar reyndust sterkari í kvöld og slógu Stólana út með 10 stiga sigri, 85-75.
Meira

Tindastóll sækir Þór Þorlákshöfn heim í kvöld

Í kvöld kl. 19:15 ætla drengirnir meistaraflokki Tindastóls að sækja Þór Þorlákshöfn heim en þetta leikur í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í körfu. Sunnlenskir Tindstælingar eru hvattir til að fjölmenna og hvetja sína menn til sigurs.
Meira

Féllu úr keppni þegar spindilkúla gaf sig

Haustrallý BÍKR fór fram núna um helgina í afleitu verðri, roki og úrhellisrigningu. Keppendur létu það þó ekki á sig fá en 14 áhafnir hófu keppni á laugardags morguninn. Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson urðu fyrir því óhappi að spindilkúla gaf sig og þeir höfnuðu utan vegar og féllu úr leik. Þrátt fyrir þetta óhapp leiða þeir enn Íslandsmótið.
Meira

Stólarnir í átta liða úrslit Lengjubikarsins þrátt fyrir naumt tap í Keflavík

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Sláturhúsinu suður með sjó síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik en sá síðari var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Það voru heimamenn sem höfðu betur, 89–88, en þeir sátu þó eftir með sárt ennið því það voru lið FSu og Tindastóls sem komust í átta liða úrslit Lengjubikarsins úr B-riðli.
Meira

FNV í þriðja sæti í sínum flokki í Hjólað í skólann

Átakið „Hjólað í skólann“ var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í þriðja sæti í flokki 400-999 nemenda og starfsmanna. Alls 19 framhaldsskólar tóku þátt í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014.
Meira