Ljósmyndavefur

Nýtt hús Byggðastofnunar að verða klárt

Það er allt á fullu við nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki en það er Friðrik Jónsson ehf. sem vinnur verkið. Því á að vera að fullu lokið þann 1. maí nk. og eftir því sem Feykir kemst næst þá er ekkert því til fyrirstöðu að svo verði.
Meira

Svipmyndir frá smábátahöfninni á Skagaströnd

Það var víða blíða á Norðurlandi vestra á sumardaginn fyrsta sem Íslendingar fögnuðu í gær. Enda var líf við smábátahöfnina á Skagaströnd þegar blaðamann Feykis bar að garði; reyndar engin læti og örugglega engin ástæða til þegar sólin skín og vindurinn hvílir lúin bein.
Meira

Tólf ár frá heimsókn forsetahjónanna í Skagafjörð

Fyrir tólf árum síðan, dagana 15.–16. apríl 2008, komu góðir gestir í Skagafjörðinn en það voru sjálf forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Þau fóru vítt og breitt um héraðið og er óhætt að fullyrða að þau hafi heillað heimamenn upp úr skónum og þeir eru margir sem minnast heimsóknarinnar með hlýhug.
Meira

Óvenjulegur pálmasunnudagur

Það er pálmasunnudagur í dag og alla jafna væru allir veislusalir víðast hvar á landinu nú fullir af uppáklæddu fólki að háma í sig hnallþórur eða sötrandi súpur og knúsa sælleg fermingabörn. En það fermist ekkert barn í dag, enda hefur öllum fermingum verið slegið á frest vegna samkomubanns í tilefni af COVID-19.
Meira

Tíu ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi

Í dag eru liðin 10 ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi. Sundlaugin var gjöf frá Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunni Jónsdóttur á Bæ. Óhætt er að fullyrða að sundlaugin hafi slegið í gegn og fáir staðir fjölsóttari í Skagafirði, enda hönnunin mögnuð og útsýnið ómótstæðilegt.
Meira

Allt á kafi í snjó í Fljótum

Víðast hvar í Skagafirði var rjómablíða í gær og íbúar á Sauðárkróki hafa lítið fundið fyrir veðurofsa síðustu vikna, enda fer austanáttin alla jafna nokkuð blíðlega með vestanverðan Skagafjörðinn. Snjósöfnun hefur aftur á móti verið töluverð austan megin og þá ekki síst í Fljótum þar sem fannfergið er slíkt að þar mótar varla fyrir landslagi lengur.
Meira

Frumsýna Fjarskaland í dag

10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag leikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima en hætta er á að ævintýrapersónurnar hverfi ef við höldum ekki áfram að lesa ævintýrin.
Meira

Svipmyndir frá öskudagsheimsóknum

Öskudagurinn ágæti var í gær og því alls kyns lið sem sjá mátti bruna yfir hálkubletti í misskrautlegum búningum með poka í hönd eða á baki. Starfsmenn Nýprents og Feykis fóru ekki varhluta af þessum söngelsku skattheimtumönnum sem frískuðu flestir upp á daginn. Það er þó nokkuð ljóst eftir heimsóknir gærdagsins að lífið hjá Gamla Nóa verður ekki mikið léttara með árunum – hann er enn í tómu basli.
Meira

Nostalgían virkjuð í Bifröst

Það var vel mætt í Bifröst sl. laugardag þegar átthagatónleikarnir Græni salurinn fór fram en flytjendur eru allir ættaðir eða tengdir Skagafirði á einhvern hátt. Fjölmörg atriði voru á dagskrá og má segja að aðalnúmer kvöldsins hafi verið endurkoma hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Týról sem sannarlega kveikti á öllum nostalgíuelementum flestra áheyrenda.
Meira

Jólaljós á Króknum

Það er vetrarríki hér fyrir norðan og Vetur konungur heldur betur búinn að sletta úr klaufunum, enda vel sprækur eftir að hafa sparað handtökin síðasta vetur. Þó snjórinn geti á stundum verið þreytandi og flækst fyrir faraldsfótum þá eru sjálfsagt flestir hrifnari af hvítum jólum en rauðum og það stefnir í verulega hvít jól þetta árið. Í kvöldmyrkrinu spegla jólaljósin sig í fannferginu og ljósmyndari Feykis hefur að undanförnu fangað nokkur jólaleg augnablik á mynd á Króknum.
Meira