Dansað í Sæluviku
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Mannlíf
12.05.2019
kl. 13.05
Margir sakna þess að ekki skuli vera haldnir dansleikir í Sæluviku eins og tíðkaðist hér áður fyrr þegar dansinn dunaði alla vikuna. Að þessu sinni var þó haldið eitt ball, harmóníkuball sem félagsskapurinn Pilsaþytur stóð fyrir og bauð til sín góðum gestum í danshópnum Vefaranum. Hópurinn sýndi þjóðdansa og á eftir var stiginn dans við undirleik Aðalsteins Ísfjörð.
Meira