Ljósmyndavefur

Kirkjugarðurinn á Blönduósi til fyrirmyndar

Fyrir tilviljun heimsótti blaðamaður Feykis kirkjugarð Blönduóskirkju í sumar og hreifst af umgengninni og þeim framkvæmdum sem átt höfðu sér stað og unnið var að. Bæði var garðurinn snyrtilegur, bílaplan malbikað og bráðsnjallt upplýsingaskilti um garðinn var til fyrirmyndar. Á þeim tíma var verið að undirbúa lagfæringu á stígnum sem liggur um garðinn. Það var því ekki úr vegi að hafa samband við Valdimar Guðmannsson, Valla Blönduósing, formann stjórnar kirkjugarðs Blönduóskirkju og spyrja hann út í framkvæmdirnar.
Meira

Ronaldo besti leikmaður allra tíma

Á fótboltavellinum er erfiðast að skora mörk. Það er dýrmætt fyrir lið að hafa leikmann í sínum röðum sem er snjall að koma boltanum í mark andstæðinganna. Tindastóll nældi í einn svona leikmann í byrjun sumars. Luke Morgan Conrad Rae, 19 ára strákur frá Overton, litlum bæ á Englandi, hefur verið iðinn við kolann. Foreldrar hans eru Sheldon og Michelle og hann á sjö systkini; bræðurna Nathan og McKenzie og systurnar Nicola, Leoni, Chanel, Alicia og Bailey.
Meira

Guðjón Ingimundar og Bogga skipa stóran sess í Skagfirðingabók 40

Í gær fór fram útgáfuhátíð í Safnahúsi Skagfirðinga í tilefni af útkomu 40. bindis Skagfirðingabókar. Þar var bókin kynnt og höfð til sölu á kynningarverði en ágætis mæting var á samkomuna þó flestir hafi sennilega haft tengsl við megin umfjöllunarefni bókarinnar, Guðjón Ingimundar og Boggu. Það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur út Skagfirðingabók.
Meira

Níu ára gamlar myndir úr Laufskálarétt

Sökum hertra sóttvarnaraðgerða sem nú eru í gildi vegna COVID-19 hafa ýmsar takmarkanir verið settar á fyrirkomulag við göngur og réttir þetta haustið. Þannig eru til dæmis aðeins þeir sem eiga erindi í réttir og hafa fengið aðgöngumiða sem mega mæta í réttir og fjöldatakmarkanir miðast við 100 manns. Það verður því ekki fjölmenni í Laufskálarétt þetta árið en Feykir birtir hér níu ára gamla myndasyrpu úr þeirri ágætu rétt en í dag eru nákvæmlega níu ár síðan myndirnar voru teknar.
Meira

Sjöundi sigurleikur Stólastúlkna í röð í Lengjudeildinni

Kvennalið Tindastóls fékk Skagastúlkur í heimsókn í Lengjudeildinni í dag. Liði ÍA hefur ekki gengið vel í sumar, vörn liðsins er ágæt en þeim hefur gengið illa að skora og eru fyrir vikið þriðju neðstar. Stólastúlkur hafa aftur á móti bæði varist vel og verið skæðar í sókninni og því komu úrslitin, 2-0, kannski ekkert á óvart. Niðurstaðan var sanngjörn og enn færist lið Tindastóls nær hinum heilaga gral – Pepsi Max-deildinni.
Meira

Einstakur dagur

Það var heppilegt að gærdagurinn skartaði sínu fegursta víðast hvar á Norðurlandi vestra. Margir nútu veðurblíðunnar, hvort sem var heima í garði eða á fjöllum, enda göngur og réttir víða. Og hvað er betra en góðviðrisdagur með heiðskýrum himni og hlýju eftir grásprengda daga af rigningu, roki og hrolli?
Meira

Menningarsjóður KS færir HSN höfðinglegar gjafir

„Það er mjög mikilvægt fyrir stofnun eins og okkar að eiga svona góðan bakhjarl,“ segir Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, en í síðustu viku afhenti stjórn Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga stofnuninni höfðinglega gjöf sem sannarlega kemur öllum vel.
Meira

Olíutankarnir á Króknum fara á Vestfirðina

Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem mikinn svip hafa sett á umhverfi Eyrarinnar á Sauðárkróki, af stöllum sínum og bíða komu norska flutningaskipsins Rotsund sem mun flytja þá á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk.
Meira

Undurfagurt spilerí Ásgeirs og Júlíusar í Sauðárkrókskirkju

Vestur-Húnvetningarnir Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn mættu í Sauðárkrókskirkju í gær og sungu og léku undurfagra tónlist sína af einstakri list. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásgeir heldur tónleika á Króknum. Kirkjan var sneisafull og ekki var annað að sjá en kirkjugestir hafi notið frábærs flutnings á lágstemmdum lögum Ásgeirs.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira