Ljósmyndavefur

Tíu ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi

Í dag eru liðin 10 ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi. Sundlaugin var gjöf frá Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunni Jónsdóttur á Bæ. Óhætt er að fullyrða að sundlaugin hafi slegið í gegn og fáir staðir fjölsóttari í Skagafirði, enda hönnunin mögnuð og útsýnið ómótstæðilegt.
Meira

Allt á kafi í snjó í Fljótum

Víðast hvar í Skagafirði var rjómablíða í gær og íbúar á Sauðárkróki hafa lítið fundið fyrir veðurofsa síðustu vikna, enda fer austanáttin alla jafna nokkuð blíðlega með vestanverðan Skagafjörðinn. Snjósöfnun hefur aftur á móti verið töluverð austan megin og þá ekki síst í Fljótum þar sem fannfergið er slíkt að þar mótar varla fyrir landslagi lengur.
Meira

Frumsýna Fjarskaland í dag

10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag leikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima en hætta er á að ævintýrapersónurnar hverfi ef við höldum ekki áfram að lesa ævintýrin.
Meira

Svipmyndir frá öskudagsheimsóknum

Öskudagurinn ágæti var í gær og því alls kyns lið sem sjá mátti bruna yfir hálkubletti í misskrautlegum búningum með poka í hönd eða á baki. Starfsmenn Nýprents og Feykis fóru ekki varhluta af þessum söngelsku skattheimtumönnum sem frískuðu flestir upp á daginn. Það er þó nokkuð ljóst eftir heimsóknir gærdagsins að lífið hjá Gamla Nóa verður ekki mikið léttara með árunum – hann er enn í tómu basli.
Meira

Nostalgían virkjuð í Bifröst

Það var vel mætt í Bifröst sl. laugardag þegar átthagatónleikarnir Græni salurinn fór fram en flytjendur eru allir ættaðir eða tengdir Skagafirði á einhvern hátt. Fjölmörg atriði voru á dagskrá og má segja að aðalnúmer kvöldsins hafi verið endurkoma hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Týról sem sannarlega kveikti á öllum nostalgíuelementum flestra áheyrenda.
Meira

Jólaljós á Króknum

Það er vetrarríki hér fyrir norðan og Vetur konungur heldur betur búinn að sletta úr klaufunum, enda vel sprækur eftir að hafa sparað handtökin síðasta vetur. Þó snjórinn geti á stundum verið þreytandi og flækst fyrir faraldsfótum þá eru sjálfsagt flestir hrifnari af hvítum jólum en rauðum og það stefnir í verulega hvít jól þetta árið. Í kvöldmyrkrinu spegla jólaljósin sig í fannferginu og ljósmyndari Feykis hefur að undanförnu fangað nokkur jólaleg augnablik á mynd á Króknum.
Meira

Aukasýning á Skógarlífi

Leikflokkur Húnaþings vestra heimsfrumflutti sl. laugardag Skógarlíf, leikgerð og leikstjórn Gretu Clough byggða á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling við mikinn fögnuð. Vegna góðra viðtaka hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu næsta föstudag, 20. desember.
Meira

Eftir vonskuveður á Blönduósi

„Eflaust mesti snjór sem hefur komið á Blönduós frá því að við fjölskyldan fluttum hingað fyrir tæpum 15 árum síðan. Veðrið er að ganga niður núna en það var mjög slæmt í gær og fram á nótt. Rafmagnið fór nokkrum sinnum af en aldrei í langan tíma,“ skrifar Róbert Daníel Jónsson á Facebooksíðu sína fyrr í dag.
Meira

Vel heppnaður starfsdagur skagfirsku skólanna

Svokallaður UT starfsdagur var haldinn í í Árskóla á Sauðárkróki í gær en um er að ræða endurmenntunardag fyrir alla starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði. Starfsdagurinn var undanfari UTÍS ráðstefnunnar sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur staðið fyrir síðastliðin fimm ár á Sauðárkróki en hana sækja um og yfir 150 kennarar víðs vegar að af landinu. UTÍS ráðstefnan hófst kl. 9 í morgun og stendur fram á laugardagskvöld.
Meira

Afmælissýning Kvenfélags Akrahrepps

Í tilefni aldarafmælis Kvenfélags Akrahrepps var sett upp handverkssýning í Héðinsminni 5. og 6. október síðastliðinn á verkum félagskvenna lífs og liðinna. Þátttaka í sýningunni var einstaklega góð og 37 konur áttu þarna muni.
Meira