Ljósmyndavefur

Svipmyndir frá 17. júní á Sauðárkróki

Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Venju samkvæmt var farið í skrúðgöngu á Sauðárkróki og gengið var að íþróttavellinum þar sem hefðbundin hátíðardagskrá fór fram. Hlýtt og milt veður var á meðan hátíðarhöldin stóðu yfir en rigningaskúrir settu svip sinn á dagskránna.
Meira

Logn og blíða á sjómannadegi

Það var logn og blíða á Hofsósi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldin þar hófust laust eftir hádegi á sunnudaginn, með helgistund í kvosinni þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir predikaði og lagður var blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn.
Meira

Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún. formlega opnuð

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur – Húnavatnssýslu var verið opnuð í húsnæði Héraðsbókasafns Austur-Húnavatnssýslu að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi í gær, að viðstöddum fulltrúum sveitarfélaganna sem að henni standa og öðrum gestum.
Meira

Prjónagleði hefst í dag

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar standa fyrir hátíðinni Prjónagleði sem hefst á Blönduósi í dag. Þegar blaðamaður Feykis átti leið um Blönduós í gær var búið að skreyta ljósastaura með prjónagraffi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Meira

Standast fullkomlega samanburð við leitarhunda í nágrannalöndunum

Gæðaúttekt var haldin á lögregluhundum dagana 1.-3. júní s.l. Var úttektin haldin af lögreglunni á Norðurlandi vestra í samstarfi við þá lögreglustjóra sem hafa hunda. Yfirdómari kom frá Noregi og naut aðstoðar íslensks sérfræðings í þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Sex teymi víðsvegar af landinu mættu í úttektina . Teymin komu bæði frá lögreglunni og Fangelsismálastofnun.
Meira

Nýtt hjól afhent og tekið í gagnið á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki - myndir

Íbúar Sauðárkróks hafa ef til vill séð til þeirra stallna, Ástu Karenar Jónsdóttur sjúkraliða á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Önnu Pálínu Þórðardóttur, hjóla um bæinn sl. laugardag þegar þær fóru í fyrsta hjólatúrinn á nýju hjóli sem þær hrintu af stað söfnun fyrir í upphafi árs. Ekki er um hefðbundið reiðhjól að ræða heldur rafknúið hjól sem tekur farþega.
Meira

Gleðiganga Árskóla í myndum

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd þegar árviss Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í blíðaskaparveðri í gærmorgun. Lítríkir nemendur og starfsfólk fylktu liði frá skólanum að túninu við HSN á Sauðárkróki þar sem þeir brugðu á leik, sungu og dönsuðu við áhorf heimilis- og starfsfólk stofnunarinnar, áður en þau héldu áfram leið sinni niður í bæ. Gleðigangan endaði svo með grillveislu við Árskóla.
Meira

72 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 37. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 28. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 72 nemendur.
Meira

Anna Þóra sýnir Vinjar

Á sunnudaginn var opnuð árleg sumarsýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni er það Anna Þóra Karlsdóttir úr Reykjavík sem sýnir í safninu.
Meira

Haugsuga notuð við slökkvistarf á jarðýtu

Eldur kviknaði í jarðýtu skammt frá bænum Viðvík í Skagafirði, þar sem hún var að vinna við nýrækt. Tilkynning um brunann barst til Brunavarna Skagafjarðar um kl. 18:30. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkvistjóra var erfitt að komast að ýtunni og naut slökkviliðið aðstoðar bænda við slökkvistarfið.
Meira