Ljósmyndavefur

Sólroðinn vetrarmorgunn í Skagafirði

Það er nánast eins og að vera staddur í listaverki þessa dagana en Skagafjörður hefur skartað sínu fegursta undanfarna daga, með fallegum norðurljósum, dulmagnaðri frostþoku og í dag sólroðnum og fögrum himni.
Meira

Skagafjörður baðaður norðurljósum

Himininn var einstaklega fagur síðastliðið fimmtudagskvöld, stjörnubjartur og baðaður skærgrænum norðurljósum. Þorgrímur Ómar Tavsen smellti af nokkrum gullfallegum myndum á Hofsósi og fékk Feyki til birtingar.
Meira

Dulmagnað vetrarveður í Skagafirði

Einstaklega fallegt og dulmagnað veður var í Skagafirði sl. fimmtudag. Fjörðurinn var sveipaður frostþoku mestallan daginn en inn á milli létti til og þá skein vetursólin yfir fagurt landslagið sem var hulið nýföllnum snjó.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Síðastliðinn föstudag, þann 8. janúar, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum.
Meira

Gleðilegt ár!

Feykir óskar lesendum sínum, viðmælendum, velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegs og gæfuríks nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá áramótabrennunni og glæsilegri flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Margrét Eir mögnuð á Jólavökunni

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi er fyrir íbúum skólasvæðisins og mörgum öðrum ómissandi hluti af aðventunni. Það var því fjölmenni sem kom saman á notalegri stund í Höfðaborg á Hofsósi í gærkvöldi og naut fjölbreyttrar dagskrár við kertaljós, kaffi og piparkökur.
Meira

Bleik og blá blæbrigði austan Vatna

Það var fallegt birtan í Skagafirði í dag. Þrátt fyrir að frostið færi í tveggja stafa tölu á þessum þriðja sunnudegi í aðventu var freistandi að taka niður vettlingana til að smella af nokkrum myndir.
Meira

Jú, það voru sko allir í stuði!

Síðastliðinn sunnudag stóð sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson fyrir tvennum útgáfutónleikum í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í tilefni af nýja geisladisknum, Skagfirðingar syngja. Í síðasta lagi fyrir hlé spurði Geirmundur hvort ekki væru allir í stuði. Hann þurfti bara að spyrja einu sinni; það voru nefnilega allir í stuði og ekki annað hægt.
Meira

Aðventustemning á Sauðárkróki

Í gær voru ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og í gamla bænum á Króknum var aðventustemning og notalegheit. Veðrið var hið besta, örlítið frost og dass af snjó. Kórar sungu, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti ræðu, Sigvaldi Helgi Gunnarsson stökk úr Voice-settinu og fékk dúndur viðtökur hjá ungum sem öldnum.
Meira

Friðarganga Árskóla í myndum

Árleg friðarganga Árskóla fór fram á Sauðárkróki í morgun. Veðrið var stillt, jólalögin hljómuðu allt um kring og mikil spenningur skapaðist hjá nemendum skólans. Í hugum margra bæjarbúa markar þessi skemmtilega hefð upphaf aðventunnar og finnst mörgum ómissandi að fylgjast með ljóskerinu ganga á milli barnanna, sem mynda samfellda keðju upp kirkjustíginn, þar til hann kemur að krossinum og á honum kviknar ljós.
Meira