Ljósmyndavefur

Dýrin í Hálsaskógi frumsýnd í dag

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í dag hið sívinsæla leikrit Thorbjörns Egner, Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttur. Sýningin hefst klukkan 18:00 og enn hægt að tryggja sér miða.
Meira

Íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki um helgina - myndasyrpa og streymi

Það er mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þessa helgi en Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Mótið var sett í gærkvöldi en keppni hófst klukkan 9 í morgun og stendur fram á kvöld. Í fyrramálið hefst keppni á ný á samatíma.
Meira

Hrútadómar í haustblíðunni

Fjárræktarfélag Fljótamanna stóð fyrir fjárdegi í fjórða sinn síðasta laugardag. Að þessu sinni var hann haldinn að Ökrum í Vestur-Fljótum, hvað Örn Þórarinsson bóndi og netbóksali býr með sauðfé. Það var að vanda fjör í Fljótum ekki spillti veðrið fyrir stemningunni hjá þeim hátt í tvö hundrað gestum sem lögðu leið sína að Ökrum.
Meira

Hrútadagur í Miðfjarðarhólfi - Myndasyrpa

Sl. mánudag var haldinn hrútadagur fyrir Miðfjarðarhólf á Urriðaá í Miðfirði. Félagsskapurinn Ungur bændur í V-Hún. stóð fyrir viðburðinum og var vel mætt. Að sögn Guðrúnar Skúladóttur á Tannstaðabakka var keppt í þremur flokkum lambhrúta; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, auk eins gimbraflokks, en það voru svokallaðar skrautgimbrar, eða mislitar gimbrar. Einnig voru lömb boðin til sölu, bæði hrútar og gimbrar. Anna Scheving mætti með myndavélina.
Meira

Stórgáfa frá Brimnesi er gáfulegasta forystukindin

Síðastliðinn laugardag var haldinn sauðfjárdagur hreppanna fornu Fells-, Hofs-, Hóla- og Viðvíkurhrepps í Þráarhöllinni á Hólum í Hjaltadal. Fram fóru ýmis atriði s.s. eins og skrautgimbrakeppni, lambhrútakeppni og svo var gáfulegasta kindin valin.
Meira

Skilaréttir hjá Miðfirðingum - Myndir

Nú fara göngum og réttarstörfum senn að ljúka og heimalandasmalanir taka við. Fyrri heimalandasmölun fyrir Mifjarðarrétt fór fram sl. laugardag og skilarétt í gær. Seinni heimalandasmölun á þessu svæði fer fram laugardaginn 15. október og segi menn til fjár er fram kemur þá.
Meira

Margt um manninn í Laufskálaréttum

Það var margt um manninn í Laufskálaréttum sl. laugardag eins og vænta mátti þó fjöldinn hafi verið sýnilega minni en fyrri ár. Þrátt fyrir leiðinda spá var veðrið þokkalegt og menn og skepnur undu sér vel.
Meira

Sannkölluð haustlitaferð í Borgarfjörð

Haustlitaferð fyrir eldri borgara á vegum kirknanna í Húnaþingi vestra var farin sl. þriðjudag. Farið var suður um heiði og í byggðir Borgarfjarðar og var m.a. Búvélasafnið á Hvanneyri heimsótt, farin skoðunarferð um Þverárhlíð og notið góðrar stundar í Stafholtskirkju.
Meira

Litadýrð á degi íslenskrar náttúru

Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Mörgum finnst náttúran aldrei jafn falleg og á þessum árstíma þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta. September hefur boðið upp á nokkra dýrðardaga hvað veðrið snertir og þá er gaman að fanga með myndavélinni. Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis í Skagafirði í gær, og gefa þær smá innsýn í góða veðrið og haustlitina.
Meira

Stór aurskriða lokaði Reykjastrandavegi

Aðfaranótt sunnudags féll aurskriða á veginn milli Fagraness og Hólakots á Reykjaströnd eftir mikinn rigningardag. Flóðið var það mikið að bílar komust ekki um. Rúnar Pétursson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir það hafa tekið allan sunnudaginn að gera veginn færan og tókst það um kvöldmatarleytið.
Meira