Brotlending hjá Vængjum Júpíters í þokunni á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur
22.07.2016
kl. 23.06
Tindastóll spilaði fyrsta leik sinn í síðari umferð Íslandsmótsins í 3. deildinni í kvöld en þá komu Vængir Júpíters alla leið úr Grafarvoginum. VJ var eina liðið sem hafði sigrað Stólana í fyrri umferðinni en þeir brotlentu á Króknum, fengu 4-1 skell í ágætum fótboltaleik. Lið Tindastóls endurheimti því toppsæti deildarinnar af Víðismönnum.
Meira