Ljósmyndavefur

Landsmót hestamanna sett á Hólum

Landsmót hestamanna var sett á Hólum í gærkvöldi og var gerður góður rómur að þó aðeins hafi dropað á mótsgesti en fjölmennt var við setninguna. Margir tóku til máls við athöfnina, m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, og ræddu um hve ánægjulegt væri að halda landsmótið þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins er í heiminum.
Meira

Sól slær silfri á voga

„Skjótt skipast veður í lofti,“ segir máltækið og það á svo sannarlega við í Skagafirði þessa dagana. Eflaust hafa einhverjir verið uggandi um hvernig viðra myndi á landsmótsgesti á Hólum eftir rigningu og kulda á þriðjudaginn.
Meira

Myndir frá markaði í Aðalgötunni á Lummudögum

Líkt og undanfarna Lummudaga var markaður í Aðalgötunni og nágrenni á laugardeginum. Þar var að sjálfsögðu margt um manninn og margt í boði í sölutjöldum. Veðrið var skínandi gott, hlýtt og stillt og sólarglennur af og til. Að sjálfsögðu var víða hægt að ná sér í lummur og Bakarastéttin var að venju þétt setin.
Meira

Svipmyndir frá Landsmóti hestamanna

Landsmót hestamanna er komið á fulla ferð eins og lesendur Feykis.is hafa eflaust áttað sig á. Á annað þúsund manns voru mættir á mótið á Hólum í Hjaltadal áður en keppni hófst á mánudag og kom góð mæting svo snemma móts skemmtilega á óvart. Um 5000 miðar seldust í forsölu fyrir mótið, þar af keyptu útlendingar fjórðunginn, og er því reiknað með a.m.k. 5000 gestum á Landsmót.
Meira

Frábær stemning á VSOT

Tónlistarveislan VSOT fór fram síðastliðinn föstudag í Félagsheimilinu Bifröst og vakti rífandi lukku. Þar stigu á stokk nokkrar rótgrónar hljómsveitir, flestar úr Skagafirðinum, í bland við ungt og efnilegt tónlistarfólk. Þá stigu ljóðskáld einnig á svið og lásu upp úr bókum sínum. Kynnir kvöldsins var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira

Dásamlega Drangey Music Festival

Drangey Music Festival fór fram í gærkvöldi á Reykjum á Reykjaströnd. Er þetta annað árið í röð sem Viðburðaríkt, Sviðsljós og Drangey Tours standa fyrir þessum metnaðarfullu tónleikum og líkt og í fyrra virtust veðurguðirnar hafa talsverða velþóknun á framtakinu því í gær skall á með logni og einstakri blíðu út við ysta haf.
Meira

Landsbankamót í blíðuveðri

Í morgun hófst Landsbankamótið í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli en þar eigast við stúlkur í 6. flokki víða að af landinu. Góð stemning er á mótinu og þrátt fyrir að sólin hafi verið sparsöm á geisla sína hefur veðrið leikið við knattspyrnuhetjurnar þrátt fyrir það; hitinn slagað í 20 gráðurnar og smá sunnangola.
Meira

Stefnir í ógleymanlega stund á Drangey Music Festival

Drangey Music Festival fer fram annað kvöld á Reykjum á Reykjaströnd. Samkvæmt Viggó Jónssyni, einum af skipuleggendum hátíðarinnar, hefur undirbúningurinn gengið stórvel, það sé allt að verða komið.
Meira

Allt að smella saman fyrir Landsmótið á Hólum

Landsmót hestamanna verður haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní – 3. júlí. Undirbúningurinn er í fullum gangi og gengur vel að sögn Áskells Heiðars Ásgeirssonar, framkvæmdarstjóra Landsmótsins, þó að enn séu ýmsir lausir endar sem þurfi að hnýta en ekkert stórvægilegt hefur komið upp á.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Í gær, 22. júní, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum. Það voru Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS sem önnuðust úthlutunina en þeir eru í stjórn Menningarsjóðsins, ásamt Ingu Valdísi Tómasdóttur, Efemíu Björnsdóttur og Einari Gíslasyni.
Meira