Ljósmyndavefur

Benedikt búálfur í Bifröst

10. bekkur Árskóla setur upp leikverkið Benedikt búálfur um þessar mundir í Bifröst. Efni leikritsins er flestum kunnugt enda hefur leikritið og bækurnar notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni í gegnum árin. Segir frá Dídí mannabarni sem finnur búálf heima hjá sér og ævintýrum sem þau lenda í.
Meira

Hús rís á einum sólarhring

Þann 25. janúar sl. var fyrsta skóflustungan tekin af húsi Búhölda á Sauðárkróki, sem ætlað er fyrir heldriborgara, og nú í byrjun vikunnar var hafist handa við að púsla saman útveggjum, 47 dögum síðar. Veggirnir eru úr steypueiningum frá Akranesi og koma frágengin að utan og með öllum lögnum að innan. Hiti verður í gólfum og því engir ofnar á veggjum
Meira

Furðuverur á Hvammstanga - Myndasyrpa

Það mikið um að vera á öskudeginum á Hvammstanga eins og lög gera ráð fyrir, syngjandi furðuverur sem sníktu nammi og kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving og sendi Feyki.
Meira

Söngur og gleði í sólskininu á Króknum

Litrík og glaðleg börn heimsóttu húsakynni Feykis og Nýprents í morgun og fengu gotterí að launum, enda öskudagur og sólin skein glatt á heiðskírum himni. Krakkarnir létu frostið ekkert á sig fá og voru farnir að skoppa á milli fyrirtækja og verslana um leið og færi gafst.
Meira

Frábær aðsókn á þorrablót á Skagaströnd

Metaðsókn var á þorrablót sem haldið var í Fellsborg á Skagaströnd á laugardaginn var. Að vanda var það kvenfélagið á staðnum sem hafði veg og vanda af blótinu en hópur áhugafólks sá um skemmtiatriði sem voru bæði leikin og sungin.
Meira

Gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum

Það ríkti gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum í gær. Vel var mætt að vanda en löng hefð er fyrir því að halda þessa skemmtun strax að lokinni jólamessu í Barðskirkju.
Meira

Hefur styrkt menningarmál í héraði í hálfa öld

Menningarstyrkir KS voru afhentir á mánudaginn var. Í máli Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra kom fram að sjóðurinn hefði í hálfa öld styrkt menningarmál í héraði og hlypu upphæðir styrkja á hundruðum milljóna á núvirði. Þá eru ótaldir þeir styrkir sem fara til íþróttamála. Þórólfur sagði ánægjulegt fyrir kaupfélagið að geta stutt við hið blómlega menningarlíf sem dafnar í héraðinu. Alls voru veittir 26 styrkir til ýmissa kóra, félagasamtaka, stofnana og einstaklinga, sem á einn eða annan hátt leggja eitthvað til menningarmála á svæðinu. Eftirtaldir hlutu styrki:
Meira

22 kepptu í jólajúdó

Jólamót júdódeildar Tindastóls fór fram í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en um innanfélagsmót var að ræða. Allir keppendur fengu gullpening og pítsur að móti loknu og mikil gleði ríkti í herbúðum þeirra.
Meira

Danskur dagur í Árskóla

Það var mikið um að vera í Árskóla í gærmorgun þegar krakkarnir á unglingastigi brutu upp skóladaginn með dönskuþema, útbjuggu danskt smörrebröd, jólaglögg, brjóstsykur og ýmislegt fleira. Foreldrum var boðið að kíkja og úr varð skemmtileg veisla.
Meira

Fjör á frumsýningu

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Meira