Verksmiðja Heilsupróteins tekin í gagnið
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
20.10.2017
kl. 14.36
Húsakynni Heilsupróteins ehf. á Sauðárkróki verða opin á morgun laugardag en þá verður hin nýja verksmiðja formlega vígð. Verksmiðjan er í eigu Mjólkursamsölunnar ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga. Öllum er boðið að koma og skoða og þiggja léttar veitingar. Sá hluti verksmiðjunnar sem nú verður tekin í notkun markar tímamót í umhverfismálum mjólkuriðnaðarins á Íslandi, en unnið verður hágæða próteinduft úr mysunni sem fellur til í ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi og runnið hefur til sjávar fram að þessu.
Meira