Ljósmyndavefur

Logn og blíða á sjómannadegi

Það var logn og blíða á Hofsósi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldin þar hófust laust eftir hádegi á sunnudaginn, með helgistund í kvosinni þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir predikaði og lagður var blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn.
Meira

Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún. formlega opnuð

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur – Húnavatnssýslu var verið opnuð í húsnæði Héraðsbókasafns Austur-Húnavatnssýslu að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi í gær, að viðstöddum fulltrúum sveitarfélaganna sem að henni standa og öðrum gestum.
Meira

Prjónagleði hefst í dag

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar standa fyrir hátíðinni Prjónagleði sem hefst á Blönduósi í dag. Þegar blaðamaður Feykis átti leið um Blönduós í gær var búið að skreyta ljósastaura með prjónagraffi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Meira

Standast fullkomlega samanburð við leitarhunda í nágrannalöndunum

Gæðaúttekt var haldin á lögregluhundum dagana 1.-3. júní s.l. Var úttektin haldin af lögreglunni á Norðurlandi vestra í samstarfi við þá lögreglustjóra sem hafa hunda. Yfirdómari kom frá Noregi og naut aðstoðar íslensks sérfræðings í þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Sex teymi víðsvegar af landinu mættu í úttektina . Teymin komu bæði frá lögreglunni og Fangelsismálastofnun.
Meira

Nýtt hjól afhent og tekið í gagnið á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki - myndir

Íbúar Sauðárkróks hafa ef til vill séð til þeirra stallna, Ástu Karenar Jónsdóttur sjúkraliða á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Önnu Pálínu Þórðardóttur, hjóla um bæinn sl. laugardag þegar þær fóru í fyrsta hjólatúrinn á nýju hjóli sem þær hrintu af stað söfnun fyrir í upphafi árs. Ekki er um hefðbundið reiðhjól að ræða heldur rafknúið hjól sem tekur farþega.
Meira

Gleðiganga Árskóla í myndum

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd þegar árviss Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í blíðaskaparveðri í gærmorgun. Lítríkir nemendur og starfsfólk fylktu liði frá skólanum að túninu við HSN á Sauðárkróki þar sem þeir brugðu á leik, sungu og dönsuðu við áhorf heimilis- og starfsfólk stofnunarinnar, áður en þau héldu áfram leið sinni niður í bæ. Gleðigangan endaði svo með grillveislu við Árskóla.
Meira

72 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 37. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 28. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 72 nemendur.
Meira

Anna Þóra sýnir Vinjar

Á sunnudaginn var opnuð árleg sumarsýning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni er það Anna Þóra Karlsdóttir úr Reykjavík sem sýnir í safninu.
Meira

Haugsuga notuð við slökkvistarf á jarðýtu

Eldur kviknaði í jarðýtu skammt frá bænum Viðvík í Skagafirði, þar sem hún var að vinna við nýrækt. Tilkynning um brunann barst til Brunavarna Skagafjarðar um kl. 18:30. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkvistjóra var erfitt að komast að ýtunni og naut slökkviliðið aðstoðar bænda við slökkvistarfið.
Meira

Bílalest á 20 ára afmæli Vörumiðlunar - myndir

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð um Varmahlíð og Sauðárkrók og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira