Ljósmyndavefur

Það snjóar á Króknum!

Það hefur verið stillt veðrið á Sauðárkróki síðasta sólarhringinn en í gærkvöldi fór að snjóa og hafa Króksarar varla haft undan að hreinsa snjóinn af bílum sínum það sem af er degi. Um er að ræða hálfgerðan klessusnjó enda hiti verið yfir frostmarki eða um frostmark. Útlit er fyrir að það snjói áfram um helgina en Veðurstofan gerir ráð fyrir að með kvöldinu snúist vindurinn og blási úr norðri um helgina og það jafnvel nokkuð duglega.
Meira

Trefjaplastbáturinn Agla ÁR 79 sjósettur - myndir

Þann 3. febrúar var sjósettur fyrsti báturinn sem smíðaður er hjá fyrirtækinu Mótun á Sauðárkróki. Um er að ræða trefjaplastbát af tegundinni Gáski 1180. Ber hann nafnið Agla ÁR 79 og er í eigu fyrirtækisins AAH ehf. sem hefur aðsetur í Reykjavík.
Meira

Fjör á Bókasafninu á Hvammstanga á öskudaginn

Að venju var líf og fjör á Bókasafni Húnaþings vestra á Hvammstanga á öskudaginn. Að sögn Guðmundar Jónssonar, starfsmanns þar, flykktust börnin þangað til að syngja og þáðu sælgæti fyrir.
Meira

Myndir frá heimsóknum til Feykis á öskudegi

Það er ekki á hverjum degi sem Feykir fær heimsóknir frá syngjandi kátum vampírum og nornum, Bat- og köngulóarmönnum, prinsessum og og hvað þá Almari í kassanum. Ef einhverjir voru ekki klárir á því hvaða dagur var þá varð snemma ljóst að það var runninn upp enn einn yndislegur öskudagur, fullur af gleði og söng.
Meira

Sungið fyrir búðargesti í tilefni af Degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Þar sem dagurinn ber upp á laugardegi þetta árið þjófstörtuðu börn á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki hátíðarhöldum sl. miðvikudag með því að syngja fyrir búðargesti Skagfirðingabúðar. Tilgangurinn með deginum er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Meira

Börn á Ársölum leika sér í sólarupprásinni

Himininn á Norðurlandi vestra var einstaklega fagur í síðastliðinni viku. Hver dagur á eftir öðrum hófst með appelsínugulum og bleikum bjarma sem litaði allt umhverfið og enduðu dagarnir með sömu litadýrðinni.
Meira

Vel heppnuð sýning fyrir fullu húsi í Miðgarði

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla fór fram fyrir fullu húsi í Miðgarði föstudaginn 15. janúar. Nemendur í 7. - 10. bekk skólans settu söngleikinn „6-tán á (von) LAUSU“ á svið eftir Gísli Rúnar Jónsson. „Sýningin tókst afskaplega vel,“ sagði Helga Rós Sigfúsdóttir, sem leikstýrði krökkunum, í samtali við Feyki.
Meira

Tölvur frá Tengli teknar gagnið í Burkína Fasó

Fyrir rúmu ári síðan, í jólablaði Feykis 2014, var greint frá gjöf Tengils ehf. á Sauðárkróki á tölvum til skóla í Afríku. Tölvum í eigu fyrirtækisins, sem áður höfðu verið í notkun í skólasamfélaginu í Skagafirði, hafði verið skipt út og var sú ákvörðun tekin að gefa þær til hjálparstarfs. Tölvurnar hafa nú verið teknar í gagnið í skólanum Ecole ABC de Bobo í Burkína Fasó.
Meira

Sólroðinn vetrarmorgunn í Skagafirði

Það er nánast eins og að vera staddur í listaverki þessa dagana en Skagafjörður hefur skartað sínu fegursta undanfarna daga, með fallegum norðurljósum, dulmagnaðri frostþoku og í dag sólroðnum og fögrum himni.
Meira

Skagafjörður baðaður norðurljósum

Himininn var einstaklega fagur síðastliðið fimmtudagskvöld, stjörnubjartur og baðaður skærgrænum norðurljósum. Þorgrímur Ómar Tavsen smellti af nokkrum gullfallegum myndum á Hofsósi og fékk Feyki til birtingar.
Meira