Heimismenn hafa aldrei verið fleiri
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Mannlíf
22.11.2015
kl. 18.03
Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ sagði Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki.
Meira