Ljósmyndavefur

Messuheimsókn úr Húnaþingi vestra

Góðir gestir heimsóttu Sauðárkrókskirkju þegar messað var þar síðastliðinn sunnudag. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, predikaði og sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, þjónaði fyrir altari.
Meira

Góður árangur 9. flokks drengja í Tindastóli

Nú um helgina fór fram á Sauðárkróki körfubolta-turnering í B-riðli hjá 9. flokki drengja. Fimm lið tóku þátt en það voru lið Breiðabliks, Njarðvíkur, Skallagríms, Tindastóls og Vals. Lið Tindastóls hafði nýverið unnið sig upp um riðil og er óhætt að segja að drengirnir hafi komið skemmtilega á óvart og náðu skínandi árangri, enduðu í öðru sæti riðilsins.
Meira

Frá útgáfuhátíð vegna útkomu 36. bindis Skagfirðingabókar

Laugardaginn 7. nóvember stóð Sögufélag Skagfirðinga fyrir útgáfuhátíð og kynningu í tilefni af útkomu nýrrar Skagfirðingabókar fyrir árið 2015 en bókin er sú 36. í röðinni. Kynningin fór fram á Kaffi Króki á Sauðárkróki og var ágæt mæting. Hjalti Pálsson frá Hofi, formaður félagsins, kynnti innihald bókarinnar en síðan fluttu feðgarnir Brynjar Pálsson og Páll Brynjarsson smá tölu um umfjöllunarefni höfuðkafla bókarinnar, Króksarana frá Jótlandi, apótekarahjónin Minnu og Ole Bang, en þann kafla ritaði Sölvi Sveinsson sem var fjarri góðu gamni að þessu sinni.
Meira

Haförn á flugi í Húnaþingi

Þessi haförn varð á vegi blaðamanns Feykis á dögunum á ferð um Miðfjörð í Húnaþingi vestra. Hann lét eftirför blaðamanns ekki trufla sig, gaut augunum annað slagið aftur, en hélt áfram flugi sínu inn fjörðinn þar til hann hvarf inn í þokuna. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrustofu Vesturlands er um að ræða fullorðinn fugl en undanfarin ár hafa þrjú arnarpör orpið við Húnaflóa. „Vonandi fjölgar þeim og varpútbreiðslan færist áfram til austurs,“ segir Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofunnar.
Meira

Myndir frá afhendingu veglegrar peningagjafar til HSN á Sauðárkróki

Á Árskóladaginn, 24. október sl., stóðu nemendur og starfsfólk Árskóla fyrir opnu húsi í skólanum. Sýndur var afrakstur þemadaga, nemendur seldu einnig ýmsar vörur sem þeir höfðu útbúið og seldu kaffi og meðlæti í kaffihúsi. Fjöldi manns lagði leið sína í skólann þennan dag og heppnaðist dagurinn afar vel. Alls söfnuðust kr. 435.003,- og var söfnunarféð afhent í íþróttahúsinu föstudaginn 30. október.
Meira

„Víðidalstungubók“ komin heim

Flateyjarbók er nú að koma út á norsku í fyrsta skipti. Er útgáfan afar vegleg og hefur enda hlotið fádæma góðar undirtektir meðal Norðmanna. Það var stórbóndinn Jón Hákonarson í Víðidalstungu sem upphaflega lét gera bókina og kostaði hana, en skrifarar hennar voru prestarnir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson.
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur
Meira

Vetur konungur heilsar

Segja má að vetur konungur hafi verið stundvís þetta árið því víðast hvar á Norðurlandi vestra gerði hann hressilega vart við sig í kringum fyrsta vetrardag. Veður hefur þó verið fremur stillt og fallegt, þrátt fyrir kuldann.
Meira

Skólastarfið brotið upp með þemadögum

Dagana 21. – 23. október voru þemadagar í Árskóla á Sauðárkróki. Þemað að þessu sinni tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl. Þemadögum lauk svo með sýningu og opnu húsi í skólanum sl. laugardag.
Meira