Ljósmyndavefur

Atvinnuþróun og byggðamál í forgrunni

Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, var haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudaginn í síðustu viku. Þingið sátu kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna sjö á svæðinu, ásamt starfsmönnum SSNV, þingmönnum og fleiri gestum, alls um 40 manns. Blaðamaður Feykis var á staðnum og fylgdist með þingstörfum.
Meira

Lúðarnir fóru á kostum

Fjöldi Skagfirðinga og nærsveitamanna gerði sér glaðan dag síðastliðinn föstudagskvöld og mætti á skemmtikvöldið Lúðar og létt tónlist í Miðgarði. Þar fóru á kostum valinkunnar kempur í tónlist og uppistandi, Hvanndalsbræður, Gísli Einarsson og Sólmundur Hólm.
Meira

Sýningar Kardemommubæjar fara vel af stað

Það var hátíð í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki sl. laugardag þegar Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi fyrir fullu húsi hið sívinsæla barnaleikriti eftir Thorbjørn Egner, Kardimommubæ. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Kasper og Jesper og Jónatan komast í hann krappann í Kardemommubæ

Nú á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner en það er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sem leikstýrir. Það ætti engum að þurfa að leiðast á sýningum LS, enda allt fullt af bæði skraulegum dýrum og mis vel gerðu mannfólki á sviðinu við leik og söng í Kardemommumbæ.
Meira

Stór hópur frá Fisk Seafood heimsótti Barcelona

Upp úr miðjum september, nánar tiltekið dagana 18.–23. september, fór 70 manna hópur á vegum Starfsmannafélags Fisk Seafood í skemmti- og skoðunarferð til Barcelona á Spáni. Tókst ferðin í alla staði vel og komu starfsmennirnir og makar þeirra endurnærðir til baka.
Meira

Haustlitir í Fljótum

Það var fagurt um að litast í Fljótum í gær morgun og haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta þegar blaðamaður Feykis átti leið þar um í gær. Kyrrðin í náttúrunni er einstök á svona dögum, eins og myndirnar bera með sér.
Meira

Söngur og gleði í Miðgarði

Það er óhætt að fullyrða að menn hafi tekið á honum stóra sinum á sviðinu í Miðgarði í gærkvöldi. Þar voru samankomnir norðlensku tenórararnir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson og sungu þeir og skemmtu, ásamt Jónasi Þóri undirleikara, fyrir fullu húsi. Það var Viðburðaríkt sem stóð fyrir tónleikunum.
Meira

Stórkostlegt sjónarspil í háloftunum

Þau voru ótrúlega falleg norðurljósin sem blöstu við íbúum Norðurlands vestra í vikunni, eins og meðfylgjandi myndir frá Blönduósi, Lýtingsstöðum í Skagafirði, Skagaströnd og Víðidalstungu bera með sér. En Norðurljósin sáust með afbrigðum vel.
Meira

Nemendur Árskóla dansa af lífi og sál

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla lauk um hádegisbil í gær en þá höfðu ungmennin dansað sleitulaust í 26 klukkutíma. Sérstök danssýning var í íþróttahúsinu á miðvikudag en þar dönsuðu allir nemendur Árskóla undir stjórn snillingsins Loga danskennara.
Meira

Stemningsmyndir frá stóðréttum í Víðidal

Um helgina var mikil stemning í einni stærstu stóðrétt landsins, í Víðidal í Húnaþingi vestra. Á föstudeginum kom stóðið af Víðidalstunguheiði og því smalað til byggða þar sem mikill fjöldi fólks sem fylgir því jafnan síðasta spölinn til réttar.
Meira