Ljósmyndavefur

Fullt út úr dyrum á Kaffi Króki á útgáfuhátíð Sögufélags Skagfirðinga

Í dag fór fram á Kaffi Króki útgáfuhátíð og kynning vegna nýrrar bókar Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin, en það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur bókina út. Fullt var út úr dyrum og frábær stemning.
Meira

Himneskt ofurópal

Eftir frekar lúalegt sumar fengum við Norðlendingar ágætan september-mánuð. Nú síðustu vikuna, og kannski rétt rúmlega það, hefur haustið þó hrifsað frá okkur ylinn og sætan sumarilminn og sett í þeytivinduna. Rok, rigning og lækkandi hitastig er það sem skömmustulegir veðurfræðingar bjóða upp á og einhverstaðar rétt handan við hornið bíður veturinn.
Meira

Nýr keppnisvöllur vígður á Hólum - Myndir

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að Hólum í Hjaltadal í góðu veðri sl. laugardag, að lokinni Laufsskálarétt, til að bera augum þær framkvæmdir sem þar hafa farið fram í tengslum við Landsmót hestamanna sumarið 2016 og fyrir Háskólann á Hólum.
Meira

Hestar og menn í Laufskálarétt

Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, sem gjarnan er nefnd drottning stóðréttanna, fór fram í góðu veðri í gær. Gestir réttarinnar telja jafnan margfaldan hrossafjöldann, engin undantekning var þar á þetta árið og sem fyrr var gleðin við völd.
Meira

Laufskálarétt og boðið heim að Hólum

Það er heilmikið um að vera í kringum Laufskálarétt fyrir hestaunnendur en þétt dagskrá alla helgina. Það má segja Laufskálaréttarhelgin sé sannkölluð hátíð hestamanna þar sem fólk hvaðanæva af landinu koma til að fylgjast með réttarstörfum og samgleðjast.
Meira

Hlíðarrétt í myndum

Réttað var í Hlíðarrétt í Vesturdal í Skagafirði síðastliðinn sunnudag og tóku ungir sem aldnir þátt í réttarstörfum í góðu veðri. Sjálf réttin er falleg grjóthlaðin rétt, byggð árið 1913 af ábúendum þeirra jarða sem eiga upprekstur á Hofsafrétt, samkvæmt Byggðasögu Skagafjarðar.
Meira

Ný brú komin yfir Vatnsdalsá

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar hefur brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar nú lokið við að byggja bráðbirgðabrú yfir Vatnsdalsá við Grímstungu en um er að ræða 45 m langa stálbitabrú. Gamla brúin féll undan efnisflutningabíl í síðasta mánuði.
Meira

Leikskólinn Ársalir öðlast sjálfstæði í SMT skólafærni

Það var hátíðarstund á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki fimmtudaginn 17. september þegar SMT-fáninn var dreginn að húni í tilefni þess að skólinn öðlaðist sjálfstæði í svokallaðri SMT skólafærni. Við tilefnið voru sungin lög, börn sýndu leikþátt til að útskýra út á hvað SMT skólafærni gengur og boðið var upp á hressingu.
Meira

Réttarstörf í blíðskaparveðri

Laugardaginn 12. september var réttað í Holtsrétt í Fljótum, auk fjölda annarra rétta á Norðurlandi vestra. Réttarstörfin fóru fram í blíðskaparveðri og var ekki annað séð en gagnamenn og réttargestir kynnu vel að meta þennan sumarauka.
Meira

Snjólaug er Skyttan 2015

Laugardaginn 12. september var Kvennamótið Skyttan haldið á Blönduósi í blíðskapar veðri og frábærum félagsskap. Átta konur frá Akureyri, Hafnarfirði, Reykjavík og Blönduósi mættu til leiks og háðu keppni um Nýliðann 2015 og Skyttuna 2015.
Meira