Matgæðingar

Doritosostaogsalsasósukjúklingarétturinnmikli

Meira

Tveir fiskréttir og Draumurinn hennar Dísu

„Við erum ansi dugleg að skiptast á um eldamennskuna og frágang, þó frágangurinn sé ekki eitthvað sem slegist er um. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að við gleðjumst yfir góðum fisk eða fiskiréttum með ýmsum tilbrigðum. Við deilum með ykkur tveimur af okkar uppáhalds réttum sem við fengum fyrir ótrúlega mörgum árum og hafa frá þeirri stundu verið vinsælir hér á borðum,“ segja matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2016 þau Ásdís Hrund Ármannsdóttir og Jón Helgi Pálsson á Hofsósi.
Meira

Villa í uppskrift í nýjasta tölublaði Feykis

Þau hvimleiðu mistök urðu í nýjasta tölublaði Feykis sem út kom í gær að lína féll út í einni uppskriftinni þannig að kjúklingavefjurnar urðu kjúklingalausar og standa því varla undir nafni, hvað þá bragði. Hér með fylgir uppskriftin eins og hún á að vera um leið og beðist er innilega afsökunar á þessari skyssu.
Meira

Kjúllaréttur, bananabrauð og ostasalat sem slær í gegn

„Það er ekki hægt að segja að við séum mikið fyrir flóknar uppskriftir eða tímafrekar, við notum yfirleitt bara netið og „googlum“ því sem okkur langar að elda og finnum hentugustu (a.k.a. auðveldustu) uppskriftina og förum eftir henni,“ segja matgæðingarnir í 4. tölublaði Feykis árið 2016, þau Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal.
Meira

Frönsk lauksúpa og Tandoori kryddlegið lambalæri

„Við hjónin búum á Skagaströnd og erum bæði að vinna í Höfðaskóla. Við eigum fjögur börn og tvo hunda. Við ætlum að bjóða upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt,“ sögðu matgæðingarnir Berglind Rós Helgadóttir og Sigurður Heiðar Björgvinsson sem sáu um þriðja þátt ársins 2016. „Yfirleitt sér Sigurður um eldamennskuna og eru fjölskyldumeðlimir oft tilraunadýr þegar hann er að prufa sig áfram með uppskriftir."
Meira

„Hvað er betra á frostköldu vetrarkvöldi en dýrindis lambalæri“

„Á okkar heimili er nú oftast eldað af illri nauðsyn, ekki af því að okkur þyki eitthvað leiðinlegt að borða, heldur af því að við höfum ekkert sérstaklega gaman af að elda. Stundum brettum við þó upp ermarnar og eldum eitthvað þokkalega gott. Við skulum nú ekkert vera að tíunda hvort okkar sér frekar um eldamennskuna, sumum þykir bara einfaldlega meira gaman að ganga frá en öðrum!“ segja matgæðingarnir Fríða Eyjólfsdóttir og Árni Eyþór Bjarkason á Hofsósi sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði ársins 2016.
Meira

Einfaldir fiskréttir eftir kjötátveislu jólanna

Fyrstu matgæðingar Feykis árið 2016 voru hjónin og hrossaræktendurnir Ísólfur Lídal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir á Lækjarmóti II, og synir þeirra tveir, Ísak og Guðmar. „Eftir kjötátveislu jólanna eru margir sem vilja fá sér fisk svo hér kemur ein einföld uppskrift af rækjuforrétti og saltfisk aðalrétti,“ segja hjónin.
Meira

Lasagne a‘la Árni og beikonvafðir þorskhnakkar með Mexikóosti

Matgæðingar vikunnar í 48. tölublaði árið 2015 voru þau Árni Halldór Eðvarðsson og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, eða Gigga eins og hún er alltaf kölluð. Árni vinnur á Trésmíðaverkstæði Helga Gunnarssonar og Gigga er tómstunda- og félagsmálafræðingur og sér um Félagsmiðstöðina á Skagaströnd ásamt því að kenna smíðar og fleira við Höfðaskóla.
Meira

Fiskisúpa og gulrótarkaka sem svíkur engan

Ragnar Einarsson og Margrét Arnardóttir á Sauðárkróki eru matgæðingar Feykis að þessu sinni.„Þegar kemur að matargerð á okkar heimili er það Ragnar sem á heiðurinn af öllu sem heitir eldamennska enda mikill áhugamaður um matargerð. Ég sé hins vegar um salöt og bakstur og hef reynt að taka út hveiti og sykur og nota önnur hráefni í staðinn. Þetta er ágætis verkaskipting,“ segir Margrét en þau hjón voru matgæðingar Feykis í 47. tölublaði ársins 2015. Þau ætla að bjóða uppá fiskisúpu að hætti Ragga og gulrótarköku í hollari kantinum.
Meira

Grænkálskartöflustappa að hætti Hollendinga

Matgæðingar vikunnar í 46. tbl. ársins 2015 voru Jessie Huijberts og Hörður Óli Sæmundsson í Gröf, Húnaþingi vestra. Jessie á rætur að rekja til Hollands og ætla þau því að bjóða upp á hollenska grænkálskartöflustappu, sem Jessie segir í uppáhaldi hjá hverjum Hollendingi.
Meira