Matgæðingar

Fiskisúpa og gulrótarkaka sem svíkur engan

Ragnar Einarsson og Margrét Arnardóttir á Sauðárkróki eru matgæðingar Feykis að þessu sinni.„Þegar kemur að matargerð á okkar heimili er það Ragnar sem á heiðurinn af öllu sem heitir eldamennska enda mikill áhugamaður um matargerð. Ég sé hins vegar um salöt og bakstur og hef reynt að taka út hveiti og sykur og nota önnur hráefni í staðinn. Þetta er ágætis verkaskipting,“ segir Margrét en þau hjón voru matgæðingar Feykis í 47. tölublaði ársins 2015. Þau ætla að bjóða uppá fiskisúpu að hætti Ragga og gulrótarköku í hollari kantinum.
Meira

Grænkálskartöflustappa að hætti Hollendinga

Matgæðingar vikunnar í 46. tbl. ársins 2015 voru Jessie Huijberts og Hörður Óli Sæmundsson í Gröf, Húnaþingi vestra. Jessie á rætur að rekja til Hollands og ætla þau því að bjóða upp á hollenska grænkálskartöflustappu, sem Jessie segir í uppáhaldi hjá hverjum Hollendingi.
Meira

Röng uppskrift í Jólablaði Feykis

Það hafa eflaust einhverjir klórað sér í höfðinu yfir súkkulaðibitakökuuppskrift sem birtist í Jólablaði Feykis en þau leiðu mistök urðu að röng uppskrift fylgdi viðtalinu við Rannveigu og Magnús á Stóru-Ásgeirsá. Hér kemur sú rétta:
Meira

Lambaskankar og ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasós

„Þar sem við erum ekkert mikið fyrir að flækja hlutina þegar kemur að eldamennsku þá eru þessir réttir í uppáhaldi hjá okkur. Við mælum klárlega með því að þið prófið þessa rétti,“ segja matgæðingar 43. tölublaðs Feykis árið 2015, þau Ástrós Villa Vilhelmsdóttir og Guðni Már Lýðsson á Skagaströnd sem buðu upp á Lambaskanka með rótargrænmeti og ostaköku með Nóa kroppi og hindberjasósu í eftirrétt.
Meira

Kjúklingaborgarar með nan-brauði og tzatziki sósu og auðveldur eftirréttur

„Það er alltaf gaman að bregða út af vananum og fá sér aðeins öðruvísi borgara. Hér er uppskrift sem aldrei klikkar og allir ættu að smakka. Setjum með auðveldan eftirrétt og því er ekkert til fyrirstöðu að græja þetta strax,“ segja matgæðingarnir Hrund Pétursdóttir og Helgi Sigurðsson á Sauðárkróki í 42. tölublaði Feykis 2015..
Meira

Chilli camenbert dýfa, pestókjúklingaréttur og dísætur kókosbolludesert

„Við kjósum að elda einfalda og fljótlega rétti,“ segja matgæðingar 41. tölublaðs ársins 2015, Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kristinn Rúnar Víglundsson í Dæli í Víðidal, Húnaþingi vestra. Þau bjóða lesendum upp á ofnhitaða Chilli camenbert dýfu í forrétt, pestókjúklingarétt í aðalrétt og að lokum dísætan desert.
Meira

Bananakaka Georgs og Laugardagspítsan okkar

„Við þökkum góðvinum okkar Valdísi og Baldri fyrir áskorunina. Georg er með mjólkuróþol svo uppskriftirnar taka mið af því. Ég er agalegur slumpari og það er því talsverð áskorun að skrifa niður þessar uppskriftir þar sem ég kann þær orðið utan að og nota því nokkurs konar „bakara-auga“ við baksturinn,“ segir Sigurlaug Ingimundardóttir frá Skagaströnd en hún og Georg sonur hennar voru matgæðingar vikunnar í 40. tbl. Feykis árið 2015.
Meira

Indverskur smjörkjúklingur og indverskur kartöflurétti ásamt naan-brauði

„Við hjónin höfum alltaf verið hrifin af austurlenskum mat og ekki minnkaði sá áhugi eftir brúðkaupsferðina okkar en þar heimsóttum við fjögur ólík og bragðmikil Asíulönd,“ segja Skagfirðingurinn Lilja Ingimundardóttir og eiginmaður hennar, Gísli Kristján Gunnsteinsson sem voru matgæðingar vikunnar í 39. tölublaði ársins 2015.
Meira

Fiskisúpan úr brúðkaupsveislunni og hjónabandssæla á efti

Hjónin Friðrik Már Sigurðsson og Sonja Líndal Þórisdóttir, ábúendur á Lækjamóti í Víðidal, voru matgæðingar vikunnar í 38. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Hátíðar sjávarréttasúpa og Daim ísterta

Matgæðingar 37. tölublaðs Feykis árið 2015 voru þau Valdís Rúnarsdóttir og Baldur Magnússon frá Skagaströnd. Þau buðu lesendum upp á uppskriftir af hátíðar sjávarréttarsúpu með heimabökuðu brauði og Daim ístertu.
Meira