Matgæðingar

Kjúklingaréttur í uppáhaldi og kókosmuffins

„Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi á þessu heimili, það er hægt að nota svínakjöt eða lambakjöt í staðinn fyrir kjúkling,“ sögðu matgæðingarnir Marie Ann Hauksdóttir og Magnús Pétursson á Haugi í Miðfirði sem sáu um matgæðingaþátt 22. tbl. ársins 2016. Þau buðu einnig upp á uppskrift af gómsætum kókosmuffins.
Meira

Suðrænn fiskréttur og rabarbaraeftirréttir

„Þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður enda í uppáhaldi hjá mér. Sem eftirrétt nota ég nýsprottinn rabarbara og heimatilbúið brauðrasp,“ segir Pálína Sumarrós Skarphéðinsdóttir en hún og Jens Guðmundsson á Gili í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 21. tbl Feykis 2016.
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

„Okkur hjónunum finnst notalegt að dútla við matargerð og spjalla saman á meðan. Oftast sér Valtýr um hversdagseldamennskuna, soðningu og grjónagrauta, en Ástrós er meira fyrir að dedúa við mat í lengri tíma. Hún bjó á Ítalíu um árabil og tók með sér margar skotheldar uppskriftir þaðan. Þær hafa síðan breyst og lagast að okkar smekk í gegnum árin svo uppruni úr kokkabókum er óljós.
Meira

Humarpizza með hunangssinnepssósu og súkkulaðikaka með kaffinu

Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir og Sigurbjörn Skarphéðinsson sáu um matarþáttinn í 18. tbl. Feykis 2016. Þau buðu upp á girnilega humarpizzu með hunangssinnepssósu og Royal brúntertu með kaffinu.
Meira

Salat, þriggja korna brauð og eftirréttur með hindberjasósu

Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli í Húnaþingi vestra var matgæðingur vikunnar í 17. tbl. Feykis 2016. Hún bauð upp á rækju-, avókadó- og mangósalat, fjögurra korna brauð sem má baka hvort sem er í brauðvél eða á hefðbundinn hátt og eftirrétt með hindberjasósu.
Meira

Steinabollur og Raspterta

„Það verður að teljast heiður að vera boðið að vera með með þrátt fyrir að hafa ekki fasta búsetu í Skagafirði, svo að ekki varð skorast undan þegar Vala og Helgi báðu okkur að taka við og gefa lesendum einhverjar uppáhalds uppskriftir,“ sögðu matgæðingarnir í 16 tölublaði Feykis árið 2016, þau Árdís Kjartansdóttir og Hjörleifur Jóhannesson í Stekkjarbóli í Skagafirði.
Meira

Að elda handahófskennt

„Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilraunamennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ sögðu Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreinsdóttir á Kollafossi í Miðfirði en þau voru matgæðingar 15. tölublaðs Feykis 2016.
Meira

Marokkóskur lambapottréttur og Súkkulaði-ávaxta-rjómi Birtu

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis árið 2016 voru þau María Ösp Ómarsdóttir og Jónas Þorvaldsson á Skagaströnd. Þau buðu upp á girnilegar uppskriftir af Marokkóskum lambapottrétti og Nan-brauði í aðalrétt og svokallaðan Súkkulaði-ávaxta-rjóma Birtu í eftirrétt.
Meira

Humarsúpa Mæju og Dóra og besta brauðið

„Kristín og Eiríkur skoruðu á okkur Helga að birta hér uppskriftir. Þeir sem til okkar þekkja vita að í eldhúsinu er bara ein manneskja. Í einu. Einhver þarf að hafa ofan fyrir börnunum þremur sem eiga það til að hanga í fótleggjum foreldra sinna þegar þessi iðja er stunduð. Þegar Helgi lætur til sín taka í eldhúsinu eru hans meistaraverk makkarónugrautur, kanelsnúðar, lummur og vanillubúðingssúpa. Hann er ekki bara útlitið hann Helgi.....en að öðru,“ segir Vala Kristín Ófeigsdóttir en hún og Helgi Hrannar Traustason á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 13. tbl. árið 2016.
Meira

Bleikjuterrína, engiferfyllt önd og páskaterta

„Það er nú ekki komin hefð í matargerð hjá okkur hjónaleysunum (nema þá kannski grilluð samloka með osti) enda einungis þrír mánuðir síðan við fórum að búa sjálf. Við erum því ekki enn búin að finna okkar sameiginlega uppáhaldsmat en við ætlum að gefa lesendum færi á að eiga jafn girnilega páska og við ætlum að eiga. Hvern þessara rétta hefur betri helmingurinn einungis gert einu sinni á ævinni, með margra ára milli bili, en með miklum ágætum þó,“ sagði Heiða Haralds. í 10. tbl Feykis 2016 en hún og Böðvar Friðriksson voru þá matgæðingar vikunnar og buðu upp á uppskriftir að herlegum veisluréttum fyrir páskamatseðilinn en nú styttist í að fólk fari að huga að honum.
Meira