feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
04.03.2017
kl. 08.00
„Við hjónin höfum afskaplega gaman af því að elda og borða góðan mat. Indverskur matur er í miklu uppáhaldi og þegar við eldum hann þá viljum við gera sem mest frá grunni sem tekur stundum dágóðan tíma en er alveg afskaplega gott,“ segja þau. „Þegar við eldum þá erum við sjaldnast með forrétt, höfum frekar fleiri tegundir af meðlæti. Það er líklega bara á jólum og áramótum sem við erum með forrétti, og örfá önnur hátíðleg tækifæri.
Við eigum nokkrar uppáhalds indverskar uppskriftir sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Máltíðin sem við deilum með lesendum Feykis er í sérstöku uppáhaldi og er elduð reglulega á heimilinu. Indverskur kjúklingur með einföldu meðlæti. Uppskriftin er komin frá vinkonu okkar, Svanbjörgu Helenu Jónsdóttur, sem að okkar mati er Martha Stewart okkar Íslendinga. Frábær kokkur sem nær að galdra fram kræsingar nánast fyrirhafnarlaust. Þessi máltíð var ein sú fyrsta sem ég eldaði fyrir Alfreð þegar við vorum að kynnast á sínum tíma og hefur líklega orðið til þess að hann fékk á mér matarást sem hefur ekki dofnað síðan.
Meira