Hakk, kjúlli og Lava bomba
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
13.04.2019
kl. 12.34
Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis 2017 voru þau Ólafur Rúnarsson og Kristín Kristjánsdóttir á Hvammstanga. „Við fluttum í Húnaþing vestra fyrir nokkrum árum og erum bæði starfandi tónlistarskólakennarar og tónlistarmenn. Það var mikið gæfuspor að flytja hingað því hér er gott að vera,“ segir Ólafur en þau hjónin búa á Hvammstanga. „Ekki ætlum við að koma með uppskrift að þriggja rétta máltíð þar sem svoleiðis gerist sjaldan hjá okkur. Frekar ætlum við að deila með ykkur réttum sem vinsælir eru á okkar heimili."
Meira