Matgæðingar

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira

Óveðurskjúklingur og súkkulaðikaka með ganache kremi.

"Ég er nýkomin frá London þar sem ég var í Knightbrigde PME school of cake decorating. Þar útskrifaðist ég með diplomu í „Sugarpaste module.“ Þar sem áhugi minn liggur aðallega í kökuskreytingum vil ég bjóða uppá uppskrift að einföldu „sugarpaste“ sem hægt er að búa til heima og nota í skreytingar," sagði matgæðingur vikunnar, Anna Magnea Valdimarsdóttir á Skagaströnd, í 27. tölublaði Feykis árið 2013 sem bauð einnig upp á uppskrift að kjúklingarétti.
Meira

Fimm laga lostæti og girnileg ávaxtakaka í eftirrétt

Guðríður M. Stefánsdóttir eða Stella Stefáns, var matgæðingur vikunnar í 29. tbl Feykis 2016. Stella kemur frá Glæsibæ í Staðahreppi en býr ásamt eigimanni sínum, Jóni Björgvini Sigvaldasyni, á Sauðárkróki. Býður hún lesendum upp á gómsætan fiskrétt, gróft snittubrauð með sjávarsalti sem meðlæti og girnilega ávaxtaköku sem eftirrétt.
Meira

Sumarið er tíminn til að grilla eitthvað gott

„Okkur finnst gaman í eldhúsinu, Addi eldar mest allt þegar hann er heima en Guðrún bakar. Skemmtilegt er að skoða nýjar uppskriftir og útfæra svo eins og okkur finnst best. Á sumrin er mikið grillað og maturinn oft í einfaldari kantinum. Við ætlum ekki að vera með uppskrift að eftirrétti þar sem á sumrin er það yfirleitt búðarkeyptur íspinni sem verður fyrir valinu. Aðalrétturinn sem við ætlum að bjóða upp á er upphaflega byggður á misskilningi okkar hjóna, ég taldi mig vera að hafa til salat i kjúklingasalat og að Addi væri að grilla kjúkling í það, hann var hins vegar að grilla pylsur. Þannig varð til pylsusalat,“ sagði Guðrún Elsa Helgadóttir, kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd en hún og maður hennar, Arnar Ólafur Viggósson, háseti á Arnari HU1 voru matgæðingar vikunnar í 28. tbl. ársins 2016.
Meira

Gott nesti fyrir göngugarpa

„Sumarfrísdögum eyði ég gjarnan í gönguferðum og þá er mikilvægt að velja morgunverð og nesti sem stendur vel með manni," sagði Kristín S. Einarsdóttir sem sá um Matgæðinga Feykis í 27. tbl. ársins 2016. Kristín bætti við: „Í síðustu viku gekk ég með góðum hóp kvenna í Fljótunum. Við erum svo heppnar að í hópnum er matargæðingur af Guðs náð, Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir. Ég ætla deila hér með lesendum saðsömum samlokum og matarmiklum múffum sem hún bauð okkur upp á."
Meira

Grillaður humar í skel og uppáhalds gúllassúpan

„Eitt skal taka fram, við erum súpufólk. Súpur eru algjör snilld, sérstaklega þegar þær eru heimagerðar. Við eldum oft stóra skammta af súpum og geymum svo í frysti, því það er svo afskaplega þægilegt að geta bara kippt upp einni dollu af súpu og hitað upp, það sparar okkur bæði tíma og uppvask á pottum, þetta er eiginlega bara svona „win win situation“, eins og maður segir á góðri íslensku,“ sögðu Herdís Harðardóttir og Ævar Marteinsson á Hvammstanga sem voru matgæðingar í 26. tbl. FEykis árið 2016.
Meira

Fljótleg og góð súpa og ís á eftir

Eggert Þór Birgisson og Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 25. tbl. Feykis árið 2013 buðu upp á fljótlega súpu og ís á eftir. „Uppskriftin er af súpu sem Birgitta fékk hjá góðum vinnufélaga. Súpan er fljótleg og góð. Eftirmaturinn er ís með heitri sósu. Við skorum á Ásdísi Árnadóttur og Arnþór Gústafsson að koma með næstu uppskrift."
Meira

Ofnbakaðar ostastangir, einfalt fiskgratín og æðislegur eftirréttur

Matgæðingaþátturinn sem hér fylgir birtist i 23. tbl. Feykis árið 2013: „Við hjónin, Rakel Runólfsdóttir og Kári Bragason, búum á Hvammstanga þar sem ég hef umsjón með framhaldsdeild FNV og Kári rekur eigið fyrirtæki Tvo smiði ehf. ásamt félaga sínum. Við eigum 4 börn, Karen Ástu 15 ára, Dag Smára 14 ára, Aron Óla 10 ára og Ara Karl 3 ára, segir Rakel sem ásamt eiginmanni sínum er matgæðingur vikunnar hjá Feyki.
Meira

Lærisneiðar með partýkartöflum

Kristín Ólafsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson voru matgæðingar í 26. tölublaði ársins 2013. Eins og árstíminn gaf tilefni til buðu þau upp á grillmat og ís á eftir. „Við hjónin erum búsett á Staðarbakka í Miðfirði ásamt tveimur börnum, Heiðari Erni, 18 ára, og Ingu Þórey 13 ára. Þórarinn starfar hjá Tengli á Hvammstanga ásamt því að sinna veiðileiðsögn í Miðfjarðará á sumrin. Kristín starfar sem fulltrúi hjá Fæðingarorlofssjóði. Við eigum einnig nokkrar kindur, hesta, hundinn Gróða frá Heggsstöðum og kisuna Frú Marsibil frá Stóru-Borg. „Sumarið er tíminn“ segir í laginu og þá reynum við að grilla eins oft og við getum. Við ætlum að bjóða upp á þurrkryddaðar lærissneiðar með partý-kartöflum og grilluðu grænmeti ásamt pistasíuís með karamellusósu í eftirrétt."
Meira

Grillaður lambabógur og bananaís

„Við ætlum að hafa þetta óhefðbundið þar sem forréttir eru ekki mikið á borðum hjá okkur. Hins vegar bjóðum við aukalega uppá tvær sáraeinfaldar brauðuppskriftir og þar sem yngri sonurinn er með mjólkur- og sojaofnæmi er tekið tillit til þess í uppskriftunum en auðvitað má setja venjulega kúamjólk í staðinn. Eins má skipta öllu mjöli út fyrir glúteinfrítt mjöl í sömu hlutföllum,“ sögðu Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Björn Björnsson á Ytra-Hóli 1 í Skagabyggð í 23. tbl. Feykis árið 2016. Dagný starfar sem kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd og Björn er sauðfjárbóndi og kjötmatsmaður hjá SAH á Blönduósi.
Meira