Matgæðingar

Grafið ær-fille er gott að eiga um jólin

„Um jólin er gaman að bjóða upp á eitthvað sem er alla jafna ekki á boðstólum, brjóta upp hið daglega mynstur í mat og drykk, gott dæmi er maltið og appelsínið sem við blöndum saman um jólin en færri gera það í annan tíma þó svo hvort tveggja sé auðvitað til staðar allt árið um kring. Það er t.d. alveg gráupplagt að versla sér góðan slatta af ær-fille (hryggvöðva) og grafa það. Þá er ekki átt við í kartöflugarðinum, heldur grafa það í salti, kryddum og í rauninni hverju því sem hugurinn og ímyndunaraflið býður hverjum og einum. Eftirfarandi er gott dæmi um grafið ær-fille sem þykir nokkuð gott á okkar heimili og er afar einfalt í framkvæmd,“ sögðu Vignir Kjartansson og Áslaug Helga Jóhannsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Marensrúlla með lakkrístoppatvisti

Þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd gáfu lesendum uppskriftir að gómsætum partýréttum í 47. tölublaði Feykis sem kom út um miðjan desember. Ekki reyndist pláss fyrir allt efnið frá þeim í blaðinu og því birtist síðasta uppskriftin hér en hún er að marensrúllu með lakkrístoppatvisti.
Meira

Jólakalkúnn Eddu frænku, hvítkál og jólaísinn

„Við ætlum að deila með ykkur uppskriftinni af jólamatnum okkar. Við erum alltaf með fylltan kalkún á aðfangadag og finnst okkur þessi uppskrift vera mjög góð. Það er misjafnt hvað við höfum í forrétt, en það er alltaf eitthvert sjávarfang. Í eftirrétt höfum við heimatilbúinn jólaís sem er uppskrift sem Helga Möller deildi í vikunni fyrir áratug eða svo, við höfum aðeins aðlagað uppskriftina að okkur," sögðu matgæðingar vikunnar í 46. tölublaði ársins 2016, þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd.
Meira

SVONA ERU JÓLIN….

Sigurlaug Vordís og Sigfús Benediktsson á Sauðárkróki voru matgæðingar vikunnar í Feyki fyrir réttum tveimur árum síðan. Þau gáfu lesendum Feykis innsýn í dásamlegar jólahefðir með uppskriftum af hreindýrapaté, sem er „agalega góður foréttur,“ „öndinni góðu“ í aðalrétt og myntuís í eftirrétt.
Meira

Grafin ýsa, sætkartöflukjúlli og ísterta

Það eru þau Elín Árdís Björnsdóttir og Unnar Bjarki Egilsson á Sauðárkróki sem gáfu lesendum uppskriftir í 47. tbl. ársins 2016. Í forrétt var grafin ýsa og í aðalrétt sætkartöflukjúlli með feta og furuhnetum. „Einnig nota ég mikið sömu uppskrift en skipti út kjúklingnum fyrir þorsk eða þorskhnakka, það kemur líka vel út,“ sagði Elín Árdís. Í eftirrétt buðu þau svo upp á glænýja uppskrift af ístertu með salthnetumarengsbotni sem birtist í Nóa Síríus kökubæklingnum þetta ár.
Meira

Steiktur fiskur í karrý og fleira góðgæti

„Róbert Kristjánsson og Þórlaug Svava Arnardóttir heitum við og búum við á Þórshamri á Skagaströnd. Við störfum bæði á Olís, Róbert sem verslunarstjóri og Þórlaug sem vaktstjóri. við eigum fjögur börn, Emblu, Kristján Örn, Rebekku Heiðu og Viktor, á aldrinum tveggja ára til tuttugu ára og eitt barnabarn, Ívar, sem er eins árs." sögðu matgæðingar 33. tölublaðs ársins 2013 en uppskriftirnar sögðu þau vera í lágkolvetna-lífstíl (LKL) þar sem þau fylgdu þeim lífstíl.
Meira

Tómatsúpa með pasta og bananabrauð

„Þar sem við fjölskyldan erum frekar upptekin við vinnu, skólagöngu, hestamennsku og fótbolta veljum við okkur yfirleitt eitthvað fljótlegt í matinn. Við sendum hér tvo rétti sem eru vinsælir á okkar borðum,“ sögðu þau Kristín Jóna Sigurðardóttir og Valur Valsson á Blönduósi, sem voru matgæðingar Feykis í 43. tbl. 2016. „Um helgar á húsfreyjan það til að baka eitthvað með kaffinu. Vinsælast hjá heimilisfólkinu eru pönnukökur og þetta fljótlega bananabrauð.“
Meira

Matur úr ýmsum heimshornum í bland við þetta hefðbundna íslenska

„Við höfum nú nokkuð oft verið á ferðalagi hingað og þangað um heiminn tengt okkar vinnu. Á þessu flakki kynnist maður margvíslegri matargerð sem gaman er að blanda saman við okkar hefðbundnu, íslensku matargerð. Við ætlum að bjóða ykkur uppá hörpuskel með japönsku ívafi í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og franska súkkulaðiköku á eftir,“ sögðu þau Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Káradóttir, sem buðu lesendum Feykis upp á spennandi uppskriftir í 42. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Sunnudagssteikin af æskuheimilinu

„Á okkar heimili eru verkaskiptin alveg skýr. Húsfrúin eldar og húsbóndinn raðar í uppþvottavélina. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sunnudagssteikinni af æskuheimili mínu og geri ég hana oft þegar við systkinin hittumst,“ sagði Kristín Kristmundsdóttir á Skagaströnd, en hún og eiginmaður hennar, Vilhelm Björn Harðarson, voru matgæðingur Feykis í 41. tbl. ársins 2016.
Meira

Lambafille, grillað grænmeti og kartöflur

„Við þökkum áskorunina frá Elísabetu og Hlyn og langar okkur að deila með ykkur uppskrift af grilluðu lambafille með fitu borið fram með piparostasósu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum,“ sögðu Ómar Eyjólfsson og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, en þau voru matgæðingar Feykis í 40. tbl. ársins 2016.
Meira