Matgæðingar

Hátíðar sjávarréttasúpa og Daim ísterta

Matgæðingar 37. tölublaðs Feykis árið 2015 voru þau Valdís Rúnarsdóttir og Baldur Magnússon frá Skagaströnd. Þau buðu lesendum upp á uppskriftir af hátíðar sjávarréttarsúpu með heimabökuðu brauði og Daim ístertu.
Meira

Fljótlegur svartfugl og agalega góð desertsósa

„Einföld og fljótleg eldamennska hefur í gegnum tíðina verið mest í uppáhaldi á heimilinu. Að vísu er minn gamli að koma sterkur inn, sérstaklega ef hann hefur veitt það sem á að elda, þá er tekinn tími og sönglað meðan á eldun stendur. Í tilefni af áskorun úr næsta hreppi þá verður boðið upp á þríréttað, takk fyrir pent, en samt einfalt og fljótlegt,“ sagði Sigríður Gestsdóttir enhún og maður hennar, Stefán Jósefsson voru matgæðingar vikunnar í 36. tölublaði Feykis árið 2012.
Meira

Ítölsk kjúklingasúpa og grillaður ananas með ís

„Hér er smá uppskrift sem er fljótlegt að gera og er alveg rosalega góð. Svakalega holl og matarmikil. Fundum hana upprunalega á eldhússögur.is og eldum hana reglulega. Okkur finnst líka alveg frábært hvað það þarf lítið að vaska upp, það bara fer allt í sama pottinn,“ segja matgæðingar vikunnar, í 35. tölublaði Feykis árið 2015, Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sigurður Arnar Björnsson á Sauðárkróki.
Meira

Kjúklingaréttur með Ritzkexi og sjúklega gott Nicecream

Matgæðingar vikunnar í 34. tölublaði Feykis árið 2015 voru Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Jón Benedikts Sigurðsson á Hvammstanga. Þau buðu lesendum upp á uppskrift af kjúklingarétti með Ritzkexi í aðalrétt en svokallað Nicecream í eftirrétt.
Meira

Beikon- og piparostafylltir hamborgarar og heimabakað hamborgarabrauð.

Um síðustu helgi birtist Matgæðingaþáttur þar sem þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd, buðu upp á humarsúpu og Oreo ostaköku. Hér kemur seinni hlutinn af framlagi þeirra sem eru uppskriftir af beikon- og piparostafylltum hamborgurum og heimagerðu hamborgarabrauði.
Meira

Humarsúpa ala Áslaug og Oreo ostakaka

Matgæðingar Feykis í 32. tölublaði ársins 2015 voru þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd. Þau sendu inn girnilegar uppskriftir; humarsúpu að hætti Áslaugar í forrétt, beikon- og piparostafylltan hamborgara í aðalrétt, ásamt uppskrift af heimagerðu hamborgarabrauði, og loks Oreo ostaköku í eftirrétt.
Meira

Rækjukokteill og sjávarréttasúpa

Matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis árið 2015, þau Andri Jónsson og Þórunn Inga Kristmundsdóttir frá Hvammstanga, buðu lesendum upp á girnilegar þrírétta uppskriftir með sjávarréttaþema; rækjukokteil í forrétt, sjávarréttasúpu í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt.
Meira

Eftirréttir á grillið

Þessar ágætu grilluppskriftir birtust í matarþætti Feykis fyrir tveimur árum síðan. Nú er nálgast ágúst og ekki líður á löngu áður en skólarnir byrja. Þá veit maður að haustið nálgast og því eins gott að njóta góðu sumardagana sem við fáum og á slíkum dögum er grillmatur ómissandi. Í sumar hefur Feykir deilt bæði uppskriftum af maineringum og grilluppskriftum en nú ætlar hann að deila með ykkur uppskriftum af grilluðum eftirréttum, því það er ekki síðra að grilla eftirréttinn. Eftirfarandi eru uppáhalds sumareftirréttir blaðamanns, en hann mælir eindregið með að skella þessu á grillið á eftir lærissneiðunum og hamborgurunum.
Meira

Meinholl Mexíkó súpa og sykurlaus súkkulaðibúðingur

Það voru þau Eggert Örn Kristjánsson, Þóra Björg Kristmundsdóttir og Helgi Freyr Guðmundsson í Enniskoti í Húnaþingi vestra sem gáfu lesendum uppskriftir í 29. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Feyknagott á grillið

Uppskriftaþátturinn sem hér fer á eftir birtist í 28. tölublaði Feykis árið 2015.Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift að dásamlegum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu.
Meira