Kjúklingaréttur og syndsamlega góð skyrterta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
29.06.2019
kl. 10.17
Það er hún Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir sem ætlar að bjóða okkur upp á girnilegar kræsingar þessa vikuna. Jóhanna býr á Hvammstanga en er ættuð af Vatnsnesi og úr Víðidal. Hún vinnur á leikskólanum Ásgarði og einnig í félagsmiðstöðinni Órion. Uppáhaldsmatur Jóhönnu er jólamaturinn, svínakjöt, brúnaðar kartöflur og meðlæti en hún segist hafa mjög gaman af matseld og að prufa alls konar uppskriftir. „Mér finnst gaman að elda góðan mat og bjóða vinum og ætla að vera duglegri við það í ár í nýja húsinu mínu,“ segir Jóhanna. Þátturinn birtist í 24. tbl. Feykis í júní 2017.
Meira